Tími óðagotsins er liðinn Ingimar Einarsson skrifar 3. desember 2011 06:00 Undanfarin ár hefur athygli margra frumkvöðla á sviði heilbrigðisvísinda og velferðar beinst að alþjóðavæðingu heilbrigðisþjónustunnar. Fólk hefur ekki aðeins sjálft leitað sér í vaxandi mæli lækninga og heilsubótar utan síns heimalands, heldur hafa borgarar í mörgum ríkjum heims nú þegar lögbundinn rétt til að sækja sér heilbrigðisþjónustu til annarra landa, hafi þeir beðið í tiltekinn tíma eða ef ekki er unnt að veita þeim þjónustu heima fyrir. Margir hafa séð í hillingum alþjóðlegan heilbrigðismarkað þar sem þúsundir leiti sér lækninga á þeim stöðum sem það væri faglega sem fjárhagslega hagstæðast. Stærð markaðarÞað vekur athygli að í greinum og úttektum um stærð þessa alþjóðamarkaðar er engin samstaða um lykiltölur. Hinir bjartsýnustu telja að fjöldi þeirra sem leiti sér lækninga erlendis í heiminum í dag sé árlega á bilinu 30-50 milljónir manna. Aðrir telja að hér sé um ofmat að ræða og hinn raunverulegi fjöldi sé um þessar mundir á bilinu 60-85 þúsund sjúklingar. Ræður þar vafalaust miklu við hvaða skilgreiningar er stuðst. Í nýrri skýrslu OECD – „Medical Tourism: Treatments, Markets and Health System Implication: A scoping review.“ – segir að ekki verði skorið úr þessu fyrr en öll útgjöld vegna þjónustu við erlenda borgara verða tekin upp í reiknisskilakerfi þeirra SHA – „System of Health Accounts.“ (OECD, 2011). Þó eru menn sammála um að þessi markaður muni fara stækkandi á næstu árum og áratugum. Inn á sviðiðHeilbrigðisstofnanir á Íslandi hafa þegar byrjað að feta sig inn á alþjóðlegan heilbrigðismarkað. Enn eru þó fleiri íslenskir sjúklingar sem leita sér lækninga erlendis en þeir erlendu sjúklingar sem gangast undir meðferð á sjúkrahúsum hér á landi. Utan sjúkrahúsanna hafa það einkum verið augnlæknastöðvar og tæknifrjóvgunarstöðin ART Medica sem hafa haslað sér völl í þjónustu við erlenda viðskiptavini. Jafnframt hafa ýmsir aðilar erlendir sem innlendir unnið að því að koma á laggirnar einkasjúkrahúsum og tannlæknastofum fyrir erlenda borgara á Íslandi. Þar er helst að nefna Lava Clinic í gamla hersjúkrahúsinu á Keflavíkurflugvelli, PrimaCare í Mosfellsbæ og tannlæknastofuna Nordic Smile í Reykjavík. Forsvarsmenn þessara aðila hafa einkum nefnt að þau muni sérhæfa sig í liðskiptaaðgerðum í hné og mjöðm ásamt aðgerðum vegna offitu og sérhæfðri endurhæfingu. Þau áform hafa sennilega í tilviki Lava Clinic verið lögð á hilluna, óvissa ríkir um framtíð PrimaCare, og Nordic Smile, sem hóf starfsemi sína í byrjun ársins 2011, hefur verið lokað. Mat erlendra sérfræðingaÁ árinu 2010 komu hingað til lands tveir bandarískir sérfræðingar, Jerome Mee og Mark Quigley, frá ráðgjafafyrirtækinu ATLANTIC GROUP í Houston, Texas. Þeir kynntu sér m.a. áform um uppbyggingu heilbrigðisþjónustu fyrir erlenda sjúklinga og í skýrslu þeirra um heimsóknina kemur fram að íslensk heilbrigðisþjónusta eigi helst möguleika á því að hasla sér völl á alþjóðavísu á sviðum þar sem Íslendingar geti sýnt fram á að hafa náð árangri, t.d. á sviði hjartalækninga og bæklunarlækninga. Ein meginforsenda þess að starfrækja árangursríka heilbrigðisþjónustu fyrir erlenda aðila væri sú að hún byggði á grunni þeirrar starfsemi sem fyrir er í landinu og hefði unnið sér tiltrú og traust innanlands sem utan. Sú niðurstaða þeirra felur í sér að Landspítalinn hljóti að verða þungamiðjan í uppbyggingu og þróun alþjóðlegrar spítalaþjónustu á Íslandi. Auk þess má gera ráð fyrir að aðilar eins og Læknastöðin Orkuhúsið muni í krafti reynslu og faglegs árangurs á sviði bæklunaraðgerða geta lagt sitt lóð á vogarskálarnar. Raunsærri nálgunSvo virðist sem þeir frumkvöðlar, sem hafa ætlað að byggja upp sjúkrahúsþjónustu fyrir útlendinga á Íslandi, hafi ekki alveg tekið réttan pól í hæðina. Sjúkrahússtarfsemi fyrir erlenda borgara verður að uppfylla ýtrustu gæða- og öryggiskröfur og jafnframt verður sú heilbrigðisþjónusta sem veitt er á hverju sviði fyrir sig að byggja á sannreyndri hæfni og traustu orðspori. Bandarísku læknasamtökin ráðleggja til dæmis þeim sem leita sér lækninga erlendis að kanna vel hvort viðkomandi stofnun uppfylli kröfur vottunaraðila eins og Joint Commission International (JCI) og afla jafnvel upplýsinga um viðkomandi lækna og árangur þeirra. Það virðist því nokkuð viðvaningsleg nálgun að ætla að reisa eða innrétta sjúkrahús á mettíma og reka það svo aðallega með verktakalæknum erlendis frá. Í stað þess að ana af stað í óljós verkefni þarf að hugsa heilbrigðisþjónustu fyrir erlenda borgara sem þátt í framtíðarstefnumótun og skipulagi íslenska heilbrigðiskerfisins. Hér þarf að hugsa í áratugum en ekki aðeins í fáeinum mánuðum eða misserum. Sömuleiðis er mikilvægt að læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn fái tækifæri til þess að taka virkan þátt í uppbyggingu alþjóðlegrar heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Þegar hefur náðst töluverður árangur í markaðssetningu íslenskrar heilbrigðisþjónustu í Færeyjum og á Grænlandi og ef vel gengur að byggja upp gott orðspor eru alþjóðleg verkefni örugglega handan við hornið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Skoðanir Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur athygli margra frumkvöðla á sviði heilbrigðisvísinda og velferðar beinst að alþjóðavæðingu heilbrigðisþjónustunnar. Fólk hefur ekki aðeins sjálft leitað sér í vaxandi mæli lækninga og heilsubótar utan síns heimalands, heldur hafa borgarar í mörgum ríkjum heims nú þegar lögbundinn rétt til að sækja sér heilbrigðisþjónustu til annarra landa, hafi þeir beðið í tiltekinn tíma eða ef ekki er unnt að veita þeim þjónustu heima fyrir. Margir hafa séð í hillingum alþjóðlegan heilbrigðismarkað þar sem þúsundir leiti sér lækninga á þeim stöðum sem það væri faglega sem fjárhagslega hagstæðast. Stærð markaðarÞað vekur athygli að í greinum og úttektum um stærð þessa alþjóðamarkaðar er engin samstaða um lykiltölur. Hinir bjartsýnustu telja að fjöldi þeirra sem leiti sér lækninga erlendis í heiminum í dag sé árlega á bilinu 30-50 milljónir manna. Aðrir telja að hér sé um ofmat að ræða og hinn raunverulegi fjöldi sé um þessar mundir á bilinu 60-85 þúsund sjúklingar. Ræður þar vafalaust miklu við hvaða skilgreiningar er stuðst. Í nýrri skýrslu OECD – „Medical Tourism: Treatments, Markets and Health System Implication: A scoping review.“ – segir að ekki verði skorið úr þessu fyrr en öll útgjöld vegna þjónustu við erlenda borgara verða tekin upp í reiknisskilakerfi þeirra SHA – „System of Health Accounts.“ (OECD, 2011). Þó eru menn sammála um að þessi markaður muni fara stækkandi á næstu árum og áratugum. Inn á sviðiðHeilbrigðisstofnanir á Íslandi hafa þegar byrjað að feta sig inn á alþjóðlegan heilbrigðismarkað. Enn eru þó fleiri íslenskir sjúklingar sem leita sér lækninga erlendis en þeir erlendu sjúklingar sem gangast undir meðferð á sjúkrahúsum hér á landi. Utan sjúkrahúsanna hafa það einkum verið augnlæknastöðvar og tæknifrjóvgunarstöðin ART Medica sem hafa haslað sér völl í þjónustu við erlenda viðskiptavini. Jafnframt hafa ýmsir aðilar erlendir sem innlendir unnið að því að koma á laggirnar einkasjúkrahúsum og tannlæknastofum fyrir erlenda borgara á Íslandi. Þar er helst að nefna Lava Clinic í gamla hersjúkrahúsinu á Keflavíkurflugvelli, PrimaCare í Mosfellsbæ og tannlæknastofuna Nordic Smile í Reykjavík. Forsvarsmenn þessara aðila hafa einkum nefnt að þau muni sérhæfa sig í liðskiptaaðgerðum í hné og mjöðm ásamt aðgerðum vegna offitu og sérhæfðri endurhæfingu. Þau áform hafa sennilega í tilviki Lava Clinic verið lögð á hilluna, óvissa ríkir um framtíð PrimaCare, og Nordic Smile, sem hóf starfsemi sína í byrjun ársins 2011, hefur verið lokað. Mat erlendra sérfræðingaÁ árinu 2010 komu hingað til lands tveir bandarískir sérfræðingar, Jerome Mee og Mark Quigley, frá ráðgjafafyrirtækinu ATLANTIC GROUP í Houston, Texas. Þeir kynntu sér m.a. áform um uppbyggingu heilbrigðisþjónustu fyrir erlenda sjúklinga og í skýrslu þeirra um heimsóknina kemur fram að íslensk heilbrigðisþjónusta eigi helst möguleika á því að hasla sér völl á alþjóðavísu á sviðum þar sem Íslendingar geti sýnt fram á að hafa náð árangri, t.d. á sviði hjartalækninga og bæklunarlækninga. Ein meginforsenda þess að starfrækja árangursríka heilbrigðisþjónustu fyrir erlenda aðila væri sú að hún byggði á grunni þeirrar starfsemi sem fyrir er í landinu og hefði unnið sér tiltrú og traust innanlands sem utan. Sú niðurstaða þeirra felur í sér að Landspítalinn hljóti að verða þungamiðjan í uppbyggingu og þróun alþjóðlegrar spítalaþjónustu á Íslandi. Auk þess má gera ráð fyrir að aðilar eins og Læknastöðin Orkuhúsið muni í krafti reynslu og faglegs árangurs á sviði bæklunaraðgerða geta lagt sitt lóð á vogarskálarnar. Raunsærri nálgunSvo virðist sem þeir frumkvöðlar, sem hafa ætlað að byggja upp sjúkrahúsþjónustu fyrir útlendinga á Íslandi, hafi ekki alveg tekið réttan pól í hæðina. Sjúkrahússtarfsemi fyrir erlenda borgara verður að uppfylla ýtrustu gæða- og öryggiskröfur og jafnframt verður sú heilbrigðisþjónusta sem veitt er á hverju sviði fyrir sig að byggja á sannreyndri hæfni og traustu orðspori. Bandarísku læknasamtökin ráðleggja til dæmis þeim sem leita sér lækninga erlendis að kanna vel hvort viðkomandi stofnun uppfylli kröfur vottunaraðila eins og Joint Commission International (JCI) og afla jafnvel upplýsinga um viðkomandi lækna og árangur þeirra. Það virðist því nokkuð viðvaningsleg nálgun að ætla að reisa eða innrétta sjúkrahús á mettíma og reka það svo aðallega með verktakalæknum erlendis frá. Í stað þess að ana af stað í óljós verkefni þarf að hugsa heilbrigðisþjónustu fyrir erlenda borgara sem þátt í framtíðarstefnumótun og skipulagi íslenska heilbrigðiskerfisins. Hér þarf að hugsa í áratugum en ekki aðeins í fáeinum mánuðum eða misserum. Sömuleiðis er mikilvægt að læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn fái tækifæri til þess að taka virkan þátt í uppbyggingu alþjóðlegrar heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Þegar hefur náðst töluverður árangur í markaðssetningu íslenskrar heilbrigðisþjónustu í Færeyjum og á Grænlandi og ef vel gengur að byggja upp gott orðspor eru alþjóðleg verkefni örugglega handan við hornið.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun