Ætlaði að hætta að dansa vegna langvinnra veikinda 13. desember 2011 09:00 Í sKÝJUNUM MEÐ SIGURINN Berglind Ýr Karlsdóttir hlaut flest atkvæði þjóðarinnar í þættinum Dans dans dans á laugardagskvöldið, en hún hefur þjáðst af hjartagalla síðan hún var ellefu ára gömul og ætlaði að hætta að dansa í vor.Fréttablaðið/valli Berglind Ýr Karlsdóttir hlaut flest atkvæði þjóðarinnar og stóð uppi sem sigurvegari í sjónvarpsþættinum Dans dans dans um helgina. Hjartagalli Berglindar gerði það að verkum að hún ætlaði að leggja dansskóna á hilluna síðastliðið vor. „Þetta kom mér svo mikið á óvart og ég vil koma á framfæri óendanlegu þakklætu til þjóðarinnar fyrir stuðninginn,“ segir Berglind Ýr Karlsdóttir, en hún fór með sigur af hólmi í þættinum Dans dans dans á laugardagskvöldið. Berglind Ýr er á samtímadansbraut í Listaháskólanum en hún hefur stundað dans og fimleika síðan hún var kornung. Berglind sýndi frumsamið nútímadansverk á laugardagskvöldið og heillaði áhorfendur með einlægum dansi sínum. „Ég var númer níu í röðinni og var næstum hætt við að fara fram á svið því allir hinir voru með svo flott atriði. Þetta var hörkukeppni og mjög skemmtilegt í alla staði,“ segir Berglind Ýr, en hún hlaut eina milljón króna í verðlaunafé sem hún ætlar sér að nýta í eitthvað tengt dansinum. „Ég ætla að nota það til að afla mér frekari menntunar, annað hvort fara á sumarnámskeið næsta sumar eða skoða áframhaldandi nám erlendis eftir útskrift.“ Í vor íhugaði Berglind að leggja dansskóna alfarið á hilluna þar sem langvinn veikindi hennar settu strik í reikninginn. Berglind hefur þjáðst af gollurshúsbólgu, sem er bólga í bandvefshulstri kringum hjartað, síðan hún var ellefu ára gömul. Berglind er á lyfjum og sterum til að halda sjúkdómnum í skefjum en lyfjunum fylgja slæmar aukaverkanir, sérstaklega þegar dans er manns ær og kýr. „Lyfin hafa slæm áhrif á líkamann, til dæmis á beinin og vöðvana. Í vor var ég orðin langþreytt á að þurfa ítrekað að byrja aftur á byrjunarreit og langaði að snúa mér að öðru. Svo sá ég auglýsingar fyrir þáttinn og ákvað að gefa allt í dansinn í eitt ár í viðbót,“ segir Berglind, sem er í skýjunum með sigurinn og lítur á hann sem skilaboð um að halda áfram á þessari braut. Athyglin á dansheiminum hér á landi hefur aukist í kjölfar þáttanna og Berglind hefur orðið vör við bæði jávætt og neikvætt umtal í kjölfar sigursins. „Maður er að fylgjast með á netinu og það er ómetanlegt að fá allan þennan stuðning. Því miður hef ég líka orðið vör við að fólk haldi að ég hafi sigrað út af vorkunnsemi en ég vona ekki. Ég vona að ég hafi unnið út á dansinn minn.“ alfrun@frettabladid.is Lífið Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Sjá meira
Berglind Ýr Karlsdóttir hlaut flest atkvæði þjóðarinnar og stóð uppi sem sigurvegari í sjónvarpsþættinum Dans dans dans um helgina. Hjartagalli Berglindar gerði það að verkum að hún ætlaði að leggja dansskóna á hilluna síðastliðið vor. „Þetta kom mér svo mikið á óvart og ég vil koma á framfæri óendanlegu þakklætu til þjóðarinnar fyrir stuðninginn,“ segir Berglind Ýr Karlsdóttir, en hún fór með sigur af hólmi í þættinum Dans dans dans á laugardagskvöldið. Berglind Ýr er á samtímadansbraut í Listaháskólanum en hún hefur stundað dans og fimleika síðan hún var kornung. Berglind sýndi frumsamið nútímadansverk á laugardagskvöldið og heillaði áhorfendur með einlægum dansi sínum. „Ég var númer níu í röðinni og var næstum hætt við að fara fram á svið því allir hinir voru með svo flott atriði. Þetta var hörkukeppni og mjög skemmtilegt í alla staði,“ segir Berglind Ýr, en hún hlaut eina milljón króna í verðlaunafé sem hún ætlar sér að nýta í eitthvað tengt dansinum. „Ég ætla að nota það til að afla mér frekari menntunar, annað hvort fara á sumarnámskeið næsta sumar eða skoða áframhaldandi nám erlendis eftir útskrift.“ Í vor íhugaði Berglind að leggja dansskóna alfarið á hilluna þar sem langvinn veikindi hennar settu strik í reikninginn. Berglind hefur þjáðst af gollurshúsbólgu, sem er bólga í bandvefshulstri kringum hjartað, síðan hún var ellefu ára gömul. Berglind er á lyfjum og sterum til að halda sjúkdómnum í skefjum en lyfjunum fylgja slæmar aukaverkanir, sérstaklega þegar dans er manns ær og kýr. „Lyfin hafa slæm áhrif á líkamann, til dæmis á beinin og vöðvana. Í vor var ég orðin langþreytt á að þurfa ítrekað að byrja aftur á byrjunarreit og langaði að snúa mér að öðru. Svo sá ég auglýsingar fyrir þáttinn og ákvað að gefa allt í dansinn í eitt ár í viðbót,“ segir Berglind, sem er í skýjunum með sigurinn og lítur á hann sem skilaboð um að halda áfram á þessari braut. Athyglin á dansheiminum hér á landi hefur aukist í kjölfar þáttanna og Berglind hefur orðið vör við bæði jávætt og neikvætt umtal í kjölfar sigursins. „Maður er að fylgjast með á netinu og það er ómetanlegt að fá allan þennan stuðning. Því miður hef ég líka orðið vör við að fólk haldi að ég hafi sigrað út af vorkunnsemi en ég vona ekki. Ég vona að ég hafi unnið út á dansinn minn.“ alfrun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Sjá meira