Velferðarborgin Reykjavík 14. desember 2011 06:00 Við í Reykjavík getum verið stolt af þeirri velferðarþjónustu sem við veitum. Við gerum í mörgu umtalsvert meira en önnur sveitarfélög. Til marks um það veitir Reykjavíkurborg um 18% af útsvarstekjum sínum til velferðarmála á meðan önnur sveitarfélög veita um 6-9%. Ástæðan er sú að í Reykjavík búa hlutfallslega fleiri sem þurfa mikla aðstoð frá samfélaginu s.s. vegna langvarandi félagslegra erfiðleika, alvarlegrar fötlunar o.fl. Það kostar, en sumt er þess virði og fyrir vikið er borgarsamfélagið einnig fjölbreyttara. Á árinu 2012 erum við að gera enn betur. Við bættum við 204 m.kr. til að mæta brýnum þörfum í velferðarmálum, þ.e. aukningu á þjónustumiðstöðvar til að sinna þeim sem verst eru staddir, til að virkja ungt fólk til virkni eða vinnu og í ýmiskonar stuðningsvinnu með börnum. Við stöndum einnig vörð um almenn framlög til velferðarmála. Miklir fjármunir eða tæpir 3 milljarðar eru áætlaðir til að veita fjárhagsaðstoð til þeirra sem hafa engar tekjur eða tekjur undir viðmiðunarmörkum borgarinnar. Þeim sem treysta á fjárhagsaðstoð sér til framfærslu hefur fjölgað um 100% frá því fyrir hrun, mest meðal ungs fólks 18-24 ára. Þetta er alvarlegasti vandi okkar í dag því þeir sem lifa á fjárhagsaðstoð og eru óvirkir í samfélaginu, t.d. ungt fólk utan skóla og utan vinnu, líður almennt illa og hætt er við langvarandi heilsubresti. Við höfum þegar gert margt til að bjóða upp á mikilvæg virkniúrræði, en verðum að gera enn betur og vera enn ákveðnari. Megináhersla velferðarráðs á næsta ári verður á virkni. Við viljum virkja vinnufært og vinnufúst fólk til starfa. Við ætlum að byrja strax á Atvinnutorgi fyrir ungt fólk yngra en 25 ára, en sinna þeim eldri með margvíslegum virkniúrræðum. Unga vinnufæra fólkið sem kemur nýtt inn í fjárhagsaðstoðarþjónustu á að fá starfsþjálfun og vinnu hjá Reykjavíkurborg í stað fjárhagsaðstoðar sem því miður leiðir oft til óvirkni og þeir sem hafa verið lengi á fjárhagsaðstoð fá þjálfun til vinnu og eða náms. Fjárhagsaðstoðin mun hækka um áramót um 5,7%, eða sem nemur hækkun neysluverðsvísitölu milli ára. Viðmiðunarfjárhæðin fyrir einstakling sem rekur eigið heimili hækkar úr 149.000 kr. í 157.493 kr. Grunnfjárhæð til hjóna/sambúðarfólks hækkar úr 223.500 kr. í 236.240 kr. á mánuði. Grunnfjárhæð til einstaklings sem býr með öðrum, leigir húsnæði án þinglýsts leigusamnings eða hefur ekki aðgang að húsnæði hækkar úr 125.540 kr. í 132.696 kr. og grunnfjárhæð til þeirra sem búa í foreldrahúsum hækkar úr 74.500 í 78.747 kr. Þó mörgum kunni að finnast þessar upphæðir lágar, er Reykjavíkurborg samt sem áður í fararbroddi annarra sveitarfélaga þegar kemur að fjárhagsaðstoð. Við viljum koma fólki úr vítahring aðgerðaleysis – að allir séu með í samfélaginu. Í reglum Reykjavíkurborgar um fjárhagsaðstoð er heimild til að skerða fjárhagsaðstoð um helming ef þeir sem eru vinnufærir samkvæmt faglegu mati þiggja ekki vinnutilboð og starfsþjálfun. En þá að þjónustunni. Samkvæmt áherslum velferðarráðs á velferðarþjónustan í Reykjavík að vera kærleiksrík og hvetjandi, og hún á að þjóna fólkinu en ekki kerfinu. l Við leggjum mikla áherslu á börnin, að veita þeim og foreldrunum stuðning þegar á þarf að halda. Borgin veitir á næsta ári aukið fjármagn í stuðning, sérfræðiþjónustu og fræðslu s.s. í foreldrafærninámskeið og í barnavernd. Forvarnir og fyrirbyggjandi barnavernd eru leiðarljósin því við viljum koma í veg fyrir vanda. l Við þurfum sérstaklega að huga að 16-18 ára unglingum sem eru hvorki í skóla né vinnu. Þau glíma við alvarlegan vanda sem þau, fjölskyldur þeirra og samfélagið geta ekki lifað við, né hafa efni á til framtíðar. Því viljum við grípa inn í núna. l Við viljum þróa þjónustuna með þeim sem þekkja hana best. Ætlunin er t.d. að kortleggja vilja og þarfir utangarðsfólks með þeim sjálfum. Þá ætlum við að innleiða ný vinnubrögð þannig að hægt verði að vinna með notendum þjónustunnar að því að þróa hana og á næsta ári verður sérstaklega unnið með fötluðum hvað þetta varðar. l Að lokum er það skýr vilji okkar sem berum ábyrgð á stefnu og fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2012 að þeir sem eru utangarðs í samfélaginu eigi ekki að vera utangarðs í velferðarkerfinu. Við búum í góðri borg og ég vona að borgarstjórn hafi við samþykkt fjárhagsáætlunar gert sitt til að tryggja velferð borgarbúa á næsta ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Við í Reykjavík getum verið stolt af þeirri velferðarþjónustu sem við veitum. Við gerum í mörgu umtalsvert meira en önnur sveitarfélög. Til marks um það veitir Reykjavíkurborg um 18% af útsvarstekjum sínum til velferðarmála á meðan önnur sveitarfélög veita um 6-9%. Ástæðan er sú að í Reykjavík búa hlutfallslega fleiri sem þurfa mikla aðstoð frá samfélaginu s.s. vegna langvarandi félagslegra erfiðleika, alvarlegrar fötlunar o.fl. Það kostar, en sumt er þess virði og fyrir vikið er borgarsamfélagið einnig fjölbreyttara. Á árinu 2012 erum við að gera enn betur. Við bættum við 204 m.kr. til að mæta brýnum þörfum í velferðarmálum, þ.e. aukningu á þjónustumiðstöðvar til að sinna þeim sem verst eru staddir, til að virkja ungt fólk til virkni eða vinnu og í ýmiskonar stuðningsvinnu með börnum. Við stöndum einnig vörð um almenn framlög til velferðarmála. Miklir fjármunir eða tæpir 3 milljarðar eru áætlaðir til að veita fjárhagsaðstoð til þeirra sem hafa engar tekjur eða tekjur undir viðmiðunarmörkum borgarinnar. Þeim sem treysta á fjárhagsaðstoð sér til framfærslu hefur fjölgað um 100% frá því fyrir hrun, mest meðal ungs fólks 18-24 ára. Þetta er alvarlegasti vandi okkar í dag því þeir sem lifa á fjárhagsaðstoð og eru óvirkir í samfélaginu, t.d. ungt fólk utan skóla og utan vinnu, líður almennt illa og hætt er við langvarandi heilsubresti. Við höfum þegar gert margt til að bjóða upp á mikilvæg virkniúrræði, en verðum að gera enn betur og vera enn ákveðnari. Megináhersla velferðarráðs á næsta ári verður á virkni. Við viljum virkja vinnufært og vinnufúst fólk til starfa. Við ætlum að byrja strax á Atvinnutorgi fyrir ungt fólk yngra en 25 ára, en sinna þeim eldri með margvíslegum virkniúrræðum. Unga vinnufæra fólkið sem kemur nýtt inn í fjárhagsaðstoðarþjónustu á að fá starfsþjálfun og vinnu hjá Reykjavíkurborg í stað fjárhagsaðstoðar sem því miður leiðir oft til óvirkni og þeir sem hafa verið lengi á fjárhagsaðstoð fá þjálfun til vinnu og eða náms. Fjárhagsaðstoðin mun hækka um áramót um 5,7%, eða sem nemur hækkun neysluverðsvísitölu milli ára. Viðmiðunarfjárhæðin fyrir einstakling sem rekur eigið heimili hækkar úr 149.000 kr. í 157.493 kr. Grunnfjárhæð til hjóna/sambúðarfólks hækkar úr 223.500 kr. í 236.240 kr. á mánuði. Grunnfjárhæð til einstaklings sem býr með öðrum, leigir húsnæði án þinglýsts leigusamnings eða hefur ekki aðgang að húsnæði hækkar úr 125.540 kr. í 132.696 kr. og grunnfjárhæð til þeirra sem búa í foreldrahúsum hækkar úr 74.500 í 78.747 kr. Þó mörgum kunni að finnast þessar upphæðir lágar, er Reykjavíkurborg samt sem áður í fararbroddi annarra sveitarfélaga þegar kemur að fjárhagsaðstoð. Við viljum koma fólki úr vítahring aðgerðaleysis – að allir séu með í samfélaginu. Í reglum Reykjavíkurborgar um fjárhagsaðstoð er heimild til að skerða fjárhagsaðstoð um helming ef þeir sem eru vinnufærir samkvæmt faglegu mati þiggja ekki vinnutilboð og starfsþjálfun. En þá að þjónustunni. Samkvæmt áherslum velferðarráðs á velferðarþjónustan í Reykjavík að vera kærleiksrík og hvetjandi, og hún á að þjóna fólkinu en ekki kerfinu. l Við leggjum mikla áherslu á börnin, að veita þeim og foreldrunum stuðning þegar á þarf að halda. Borgin veitir á næsta ári aukið fjármagn í stuðning, sérfræðiþjónustu og fræðslu s.s. í foreldrafærninámskeið og í barnavernd. Forvarnir og fyrirbyggjandi barnavernd eru leiðarljósin því við viljum koma í veg fyrir vanda. l Við þurfum sérstaklega að huga að 16-18 ára unglingum sem eru hvorki í skóla né vinnu. Þau glíma við alvarlegan vanda sem þau, fjölskyldur þeirra og samfélagið geta ekki lifað við, né hafa efni á til framtíðar. Því viljum við grípa inn í núna. l Við viljum þróa þjónustuna með þeim sem þekkja hana best. Ætlunin er t.d. að kortleggja vilja og þarfir utangarðsfólks með þeim sjálfum. Þá ætlum við að innleiða ný vinnubrögð þannig að hægt verði að vinna með notendum þjónustunnar að því að þróa hana og á næsta ári verður sérstaklega unnið með fötluðum hvað þetta varðar. l Að lokum er það skýr vilji okkar sem berum ábyrgð á stefnu og fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2012 að þeir sem eru utangarðs í samfélaginu eigi ekki að vera utangarðs í velferðarkerfinu. Við búum í góðri borg og ég vona að borgarstjórn hafi við samþykkt fjárhagsáætlunar gert sitt til að tryggja velferð borgarbúa á næsta ári.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun