Leyndarhyggja eða lýðskrum? Gunnar Axel Axelsson skrifar 15. desember 2011 06:00 Það er vond staða fyrir pólitískt kjörna fulltrúa að geta ekki upplýst umbjóðendur sína um innihald svo stórra og mikilvægra samninga sem nýgerður samningur Hafnarfjarðarbæjar við þýska skilanefnd Depfa bankans er. Satt best að segja er sú staða ómöguleg og hún getur ekki gengið til lengdar. Í augnablikinu er hún hins vegar óhjákvæmileg og það vita allir þeir sem sitja í bæjarstjórn og hafa fengið upplýsingar um bæði efni samningsins og forsendur þess og ástæður að viðsemjendur sveitarfélagsins setja fram þá ófrávíkjanlegu kröfu að um einstök atriði hans ríki tímabundinn trúnaður. Fyrir því eru bæði eðlilegar og málefnalegar ástæður. Þrátt fyrir það velja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði að róa á sín vanalegu mið, sá fræjum tortryggni og kynda undir ófriðarbáli í samfélaginu. Samningurinn og forsendur hansViðsemjandi Hafnarfjarðarbæjar er FMS Wertmanagement, þýsk skilanefnd, skipuð samkvæmt þýskum lögum. Hún hefur það eina verkefni að innheimta kröfur hins fallna banka og draga þannig sem mest úr því tapi sem að endingu mun lenda á þýskum almenningi að greiða. Stór hluti af þeim kröfum sem skilanefndin hefur til innheimtu er gagnvart opinberum aðilum, meðal annars íslenskum sveitarfélögum. Staða þeirra í dag er mjög misjöfn. Sum hafa litla sem enga möguleika til vaxtar og þróunar, til aukinna tekna af atvinnustarfsemi eða auðlindum. Önnur búa við sterkari stöðu og allt aðrar og jákvæðari framtíðarhorfur. Hafnarfjörður er meðal þeirra sveitarfélaga. Staðreyndin er sú að í umræddum samningi felst mikilvægur sigur fyrir bæjarbúa í Hafnarfirði, sigur í erfiðu verkefni sem staðið hefur yfir frá því að íslenskt efnahagslíf hrundi. Fulltrúar þeirra flokka sem mynda meirihluta í bæjarstjórn geta jafnframt verið stoltir af því að hafa náð hagstæðri lendingu í þessu stóra máli en það er ekki síst fyrir að þakka góðu og vönduðu starfsfólki sem hefur unnið ötullega að því undanfarið ár að endurskipuleggja rekstur og fjárhag bæjarins. Þær endalausu upphrópanir og óábyrgu yfirlýsingar sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa staðið fyrir á tímabilinu hafa svo sannarlega ekki auðveldað þá vinnu eða skapað sveitarfélaginu hagstæð skilyrði til samninga. Þvert á móti hafa þær fyrst og fremst verið til þess fallnar að draga úr trausti gagnvart sveitarfélaginu. Eru skuldir ekki bara skuldir?Uppruni og eðli þeirra skulda sem sveitarfélögin standa frammi fyrir að greiða skiptir höfuðmáli þegar rætt er um mismunandi stöðu þeirra og framtíðarhorfur. Ólíkt sumum þeirra sveitarfélaga sem lent hafa í þröngri stöðu að undanförnu voru þau lán sem Hafnarfjarðarbær tók á undanförnum árum ekki tekin til þess að standa undir daglegum rekstri heldur til fjárfestinga í innviðum, til byggingar nýrra skóla, til gatnaframkvæmda, til nauðsynlegra veituframkvæmda og til uppbyggingar í íþrótta- og tómstundamálum barna og unglinga. Skuldir sveitarfélagsins eru því ekki tilkomnar vegna viðvarandi rekstrarvanda eins og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn hafa lagt sig mikið fram um að reyna að sannfæra bæjarbúa um. Síðasta áratuginn hefur rekstur bæjarins að jafnaði skilað töluverðri framlegð og þar af leiðandi hefur skapast svigrúm til að greiða niður stóran hluta þeirra skulda sem stofnað var til í síðustu stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins í bænum, á tímabili sem helst verður minnst fyrir glórulausa einkaframkvæmdasamninga. Samninga sem fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn vilja helst ekki að minnst sé á en Hafnfirðingar eru enn að súpa seyðið af. Þær óháðu úttektir sem gerðar hafa verið á rekstri og fjárhagsstöðu Hafnarfjarðarbæjar að undanförnu staðfesta þetta og afhjúpa um leið þann óábyrga málflutning sem sjálfstæðismenn í Hafnarfirði hafa staðið fyrir á síðustu misserum og hefur lítinn tilgang annan en að strá ryki í augu bæjarbúa og rjúfa þá mikilvægu samstöðu og samkennd sem einkennt hefur hafnfirskt samfélag. Á þeim grunni eygja sjálfstæðismenn í Hafnarfirði greinilega von sína um að komast til valda. Viðspyrnu náðÞrátt fyrir að skuldir sveitarfélagsins hafi nær tvöfaldast vegna hrunsins stendur Hafnarfjörður sterkum fótum og framtíðin er björt. Vegna mikillar uppbyggingar í innviðum á undanförnum árum er fjárfestingarþörf bæjarins metin mjög lítil næstu ár og eignastaða að sama skapi sterk. Það þýðir að þegar hjól efnahagslífsins fara að snúast hraðar mun efnahagur sveitarfélagsins eflast mjög hratt. Í stað þess að fagna nú þeim mikilvæga áfanga sem nú hefur náðst í að endurheimta sterka stöðu sveitarfélagsins, samningum sem undirstrika bjarta framtíð þess og þann árangur sem náðst hefur í að aðlaga rekstur þess að breyttum aðstæðum, halda sjálfstæðismenn í bæjarstjórn áfram að stunda sitt makalausa lýðskrum og ýta undir óraunhæfar væntingar. Þeir eru líka fyrir löngu búnir að gleyma hruninu, hafa strikað það út úr sögubókum sínum. Það hafa flokksbræður þeirra á Alþingi líka gert, en vert er að minnast síðustu allsherjarsamkomu Flokksins, þar sem fyrrverandi stjórnarherrar landsins fluttu fimmaurabrandara um pólitíska andstæðinga sína og voru hylltir fyrir með lófaklappi og fótastappi. Á því plani er pólitík þeirra sem ekki kunna að skammast sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Það er vond staða fyrir pólitískt kjörna fulltrúa að geta ekki upplýst umbjóðendur sína um innihald svo stórra og mikilvægra samninga sem nýgerður samningur Hafnarfjarðarbæjar við þýska skilanefnd Depfa bankans er. Satt best að segja er sú staða ómöguleg og hún getur ekki gengið til lengdar. Í augnablikinu er hún hins vegar óhjákvæmileg og það vita allir þeir sem sitja í bæjarstjórn og hafa fengið upplýsingar um bæði efni samningsins og forsendur þess og ástæður að viðsemjendur sveitarfélagsins setja fram þá ófrávíkjanlegu kröfu að um einstök atriði hans ríki tímabundinn trúnaður. Fyrir því eru bæði eðlilegar og málefnalegar ástæður. Þrátt fyrir það velja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði að róa á sín vanalegu mið, sá fræjum tortryggni og kynda undir ófriðarbáli í samfélaginu. Samningurinn og forsendur hansViðsemjandi Hafnarfjarðarbæjar er FMS Wertmanagement, þýsk skilanefnd, skipuð samkvæmt þýskum lögum. Hún hefur það eina verkefni að innheimta kröfur hins fallna banka og draga þannig sem mest úr því tapi sem að endingu mun lenda á þýskum almenningi að greiða. Stór hluti af þeim kröfum sem skilanefndin hefur til innheimtu er gagnvart opinberum aðilum, meðal annars íslenskum sveitarfélögum. Staða þeirra í dag er mjög misjöfn. Sum hafa litla sem enga möguleika til vaxtar og þróunar, til aukinna tekna af atvinnustarfsemi eða auðlindum. Önnur búa við sterkari stöðu og allt aðrar og jákvæðari framtíðarhorfur. Hafnarfjörður er meðal þeirra sveitarfélaga. Staðreyndin er sú að í umræddum samningi felst mikilvægur sigur fyrir bæjarbúa í Hafnarfirði, sigur í erfiðu verkefni sem staðið hefur yfir frá því að íslenskt efnahagslíf hrundi. Fulltrúar þeirra flokka sem mynda meirihluta í bæjarstjórn geta jafnframt verið stoltir af því að hafa náð hagstæðri lendingu í þessu stóra máli en það er ekki síst fyrir að þakka góðu og vönduðu starfsfólki sem hefur unnið ötullega að því undanfarið ár að endurskipuleggja rekstur og fjárhag bæjarins. Þær endalausu upphrópanir og óábyrgu yfirlýsingar sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa staðið fyrir á tímabilinu hafa svo sannarlega ekki auðveldað þá vinnu eða skapað sveitarfélaginu hagstæð skilyrði til samninga. Þvert á móti hafa þær fyrst og fremst verið til þess fallnar að draga úr trausti gagnvart sveitarfélaginu. Eru skuldir ekki bara skuldir?Uppruni og eðli þeirra skulda sem sveitarfélögin standa frammi fyrir að greiða skiptir höfuðmáli þegar rætt er um mismunandi stöðu þeirra og framtíðarhorfur. Ólíkt sumum þeirra sveitarfélaga sem lent hafa í þröngri stöðu að undanförnu voru þau lán sem Hafnarfjarðarbær tók á undanförnum árum ekki tekin til þess að standa undir daglegum rekstri heldur til fjárfestinga í innviðum, til byggingar nýrra skóla, til gatnaframkvæmda, til nauðsynlegra veituframkvæmda og til uppbyggingar í íþrótta- og tómstundamálum barna og unglinga. Skuldir sveitarfélagsins eru því ekki tilkomnar vegna viðvarandi rekstrarvanda eins og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn hafa lagt sig mikið fram um að reyna að sannfæra bæjarbúa um. Síðasta áratuginn hefur rekstur bæjarins að jafnaði skilað töluverðri framlegð og þar af leiðandi hefur skapast svigrúm til að greiða niður stóran hluta þeirra skulda sem stofnað var til í síðustu stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins í bænum, á tímabili sem helst verður minnst fyrir glórulausa einkaframkvæmdasamninga. Samninga sem fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn vilja helst ekki að minnst sé á en Hafnfirðingar eru enn að súpa seyðið af. Þær óháðu úttektir sem gerðar hafa verið á rekstri og fjárhagsstöðu Hafnarfjarðarbæjar að undanförnu staðfesta þetta og afhjúpa um leið þann óábyrga málflutning sem sjálfstæðismenn í Hafnarfirði hafa staðið fyrir á síðustu misserum og hefur lítinn tilgang annan en að strá ryki í augu bæjarbúa og rjúfa þá mikilvægu samstöðu og samkennd sem einkennt hefur hafnfirskt samfélag. Á þeim grunni eygja sjálfstæðismenn í Hafnarfirði greinilega von sína um að komast til valda. Viðspyrnu náðÞrátt fyrir að skuldir sveitarfélagsins hafi nær tvöfaldast vegna hrunsins stendur Hafnarfjörður sterkum fótum og framtíðin er björt. Vegna mikillar uppbyggingar í innviðum á undanförnum árum er fjárfestingarþörf bæjarins metin mjög lítil næstu ár og eignastaða að sama skapi sterk. Það þýðir að þegar hjól efnahagslífsins fara að snúast hraðar mun efnahagur sveitarfélagsins eflast mjög hratt. Í stað þess að fagna nú þeim mikilvæga áfanga sem nú hefur náðst í að endurheimta sterka stöðu sveitarfélagsins, samningum sem undirstrika bjarta framtíð þess og þann árangur sem náðst hefur í að aðlaga rekstur þess að breyttum aðstæðum, halda sjálfstæðismenn í bæjarstjórn áfram að stunda sitt makalausa lýðskrum og ýta undir óraunhæfar væntingar. Þeir eru líka fyrir löngu búnir að gleyma hruninu, hafa strikað það út úr sögubókum sínum. Það hafa flokksbræður þeirra á Alþingi líka gert, en vert er að minnast síðustu allsherjarsamkomu Flokksins, þar sem fyrrverandi stjórnarherrar landsins fluttu fimmaurabrandara um pólitíska andstæðinga sína og voru hylltir fyrir með lófaklappi og fótastappi. Á því plani er pólitík þeirra sem ekki kunna að skammast sín.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun