Gerendur taki ábyrgð á sjálfum sér 15. desember 2011 06:00 Ég er ein af þeim manneskjum sem urðu fyrir kynferðislegu ofbeldi sem barn. Eins og svo oft tengdist gerandinn inn í fjölskylduna mína. Ég er líka dæmigerður þolandi sem tók á sig ábyrgðina á ofbeldinu, bar sökina og skömmina í hljóði. Ég réði ekkert við að burðast með ljótu sjálfsmyndina mína en hafði bara alls ekki hugmynd um það. Vissi ekki að ég yfirgaf sjálfa mig daginn sem ofbeldið hófst, hætti að lifa en varð snillingur í að lifa af. Ég afbar það einfaldlega ekki að vera ljóta ég. Mín leið til að þrauka gegnum líf mitt var að gera öðrum lífið bærilegt. Gleyma sjálfri mér í lífi fólksins í kringum mig, drekka í mig þakklæti þess og safna þeim prikum í sarpinn minn. En það var sama hversu þakklætis- og viðurkenningarprikin mín urðu mörg, þau gerðu aldrei misheppnuðu mig að fallegri manneskju. Þannig upplifði ég líf mitt fram að þrítugu, þegar ég loks hrundi og fékk hjálp. Þá komst ég ekki lengur hjá því að mæta sjálfri mér. Sem betur fer, því þá sá ég að litla ljóta barnið ég hefur aldrei verið til. Og að það er ekkert athugavert við mig. Sá sem framdi á mér ofbeldi þegar ég var lítið barn notaði á mig sömu aðferð og allir gera sem meiða börn. Kom ábyrgðinni á því yfir á mig og kom því rækilega til skila að ef ég vogaði mér nokkurn tímann að segja frá þá kæmust allir að því hve vond manneskja ég væri. Mér yrði úthýst af þeim sem ég elskaði. Það er ekkert skrýtið að ég skuli hafa yfirgefið sjálfa mig sem barn. Þvílíkur léttir að segja frá og skila ofbeldinu heim til sín. Geta talað um líf mitt eins og það raunverulega var. Vera aftur ég sjálf, með tilfinningar, væntingar og alvöru bros. Allt breyttist og það fóru að vaxa falleg blóm í garðinum mínum. Líka þótt sumt af því gerðist sem gerandinn hótaði mér ef ég segði frá. Mér var úthýst af fólki sem ég elskaði. Sumir lokuðu strax á mig og sögðu að ég væri klikkuð, vond og lygin. Það var mikið sjokk. Aðrir komu því til skila að ég ætti stuðning þeirra, ef ég gerði ekki þá kröfu að saga mín hefði einhver áhrif á líf þeirra. Það þýddi að ég mátti vera ég sjálf í völdum aðstæðum. Ekki þar sem það gat verið óþægilegt fyrir aðra að taka skýra afstöðu með sögu minni. Mér þykir leiðinlegt að segja frá því að ég lét stilla mér svona upp, allt of lengi. En ekki lengur og aldrei framar. Ég á líka yndislegt fólk að, manneskjur sem yfirgáfu mig aldrei fyrir að segja satt og fólk sem hefur komið inn í líf mitt eftir að ég fór að standa með sjálfri mér. Það mikilvægasta er að ég lifi mínu eigin lífi. Sama hvernig það var og er eða hvað aðrir hafa um það að segja. Er það ekki lygilegt að í upplýstu samfélagi skuli ekki enn vera búið að létta þeirri kröfu af þolendum kynferðislegs ofbeldis að þeir burðist með ábyrgð gerendanna? En ég skynja breytingar í loftinu. Breytingar sem skila einhverju til minnar kynslóðar og miklu inn í framtíðina. Ég trúi að í gegnum átökin í umræðunni skilji æ fleiri hversu alvarlegt og algengt kynferðisofbeldi er, hvernig það þrífst í þöggun og hvað það getur þýtt fyrir þolendur að segja frá. Það er líka að síast í gegn hvernig við verðum öll að opna á þann möguleika að okkar eigin ástvinir geti allt eins verið gerendur og þolendur. Að við þurfum að byggja upp kjark til að líta ekki undan þeim veruleika. Svo munstrið haldi ekki áfram inn í framtíðina, í börnunum okkar. Þessi þróun verður samt ekki af sjálfu sér, heldur kristallast í einstaklingsbyltingunum sem eru í gangi. Við þurfum svo mikið á þessum byltingum að halda. Ég sé fólk forherðast í átökunum en sem betur fer sé ég fleiri breytast, læra. Ég skynja framþróun. Svo kemur að því að við getum talað um gerendur án þess að annað hvort upphefja þá í afneitun eða útskúfa þeim sem úrhrökum. Við munum láta þá og leyfa þeim að taka ábyrgð á sjálfum sér. Þá fyrst frelsar samfélagið þolendur undan því hlutverki að bera ábyrgðina fyrir gerendur. Við erum nefnilega hjarðdýr og þótt við þolendur náum því kýrskýrt að ábyrgðin er engan veginn okkar, þá búum við í samfélagi manna sem þarf jafnframt að losa okkur undan þeirri ábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ég er ein af þeim manneskjum sem urðu fyrir kynferðislegu ofbeldi sem barn. Eins og svo oft tengdist gerandinn inn í fjölskylduna mína. Ég er líka dæmigerður þolandi sem tók á sig ábyrgðina á ofbeldinu, bar sökina og skömmina í hljóði. Ég réði ekkert við að burðast með ljótu sjálfsmyndina mína en hafði bara alls ekki hugmynd um það. Vissi ekki að ég yfirgaf sjálfa mig daginn sem ofbeldið hófst, hætti að lifa en varð snillingur í að lifa af. Ég afbar það einfaldlega ekki að vera ljóta ég. Mín leið til að þrauka gegnum líf mitt var að gera öðrum lífið bærilegt. Gleyma sjálfri mér í lífi fólksins í kringum mig, drekka í mig þakklæti þess og safna þeim prikum í sarpinn minn. En það var sama hversu þakklætis- og viðurkenningarprikin mín urðu mörg, þau gerðu aldrei misheppnuðu mig að fallegri manneskju. Þannig upplifði ég líf mitt fram að þrítugu, þegar ég loks hrundi og fékk hjálp. Þá komst ég ekki lengur hjá því að mæta sjálfri mér. Sem betur fer, því þá sá ég að litla ljóta barnið ég hefur aldrei verið til. Og að það er ekkert athugavert við mig. Sá sem framdi á mér ofbeldi þegar ég var lítið barn notaði á mig sömu aðferð og allir gera sem meiða börn. Kom ábyrgðinni á því yfir á mig og kom því rækilega til skila að ef ég vogaði mér nokkurn tímann að segja frá þá kæmust allir að því hve vond manneskja ég væri. Mér yrði úthýst af þeim sem ég elskaði. Það er ekkert skrýtið að ég skuli hafa yfirgefið sjálfa mig sem barn. Þvílíkur léttir að segja frá og skila ofbeldinu heim til sín. Geta talað um líf mitt eins og það raunverulega var. Vera aftur ég sjálf, með tilfinningar, væntingar og alvöru bros. Allt breyttist og það fóru að vaxa falleg blóm í garðinum mínum. Líka þótt sumt af því gerðist sem gerandinn hótaði mér ef ég segði frá. Mér var úthýst af fólki sem ég elskaði. Sumir lokuðu strax á mig og sögðu að ég væri klikkuð, vond og lygin. Það var mikið sjokk. Aðrir komu því til skila að ég ætti stuðning þeirra, ef ég gerði ekki þá kröfu að saga mín hefði einhver áhrif á líf þeirra. Það þýddi að ég mátti vera ég sjálf í völdum aðstæðum. Ekki þar sem það gat verið óþægilegt fyrir aðra að taka skýra afstöðu með sögu minni. Mér þykir leiðinlegt að segja frá því að ég lét stilla mér svona upp, allt of lengi. En ekki lengur og aldrei framar. Ég á líka yndislegt fólk að, manneskjur sem yfirgáfu mig aldrei fyrir að segja satt og fólk sem hefur komið inn í líf mitt eftir að ég fór að standa með sjálfri mér. Það mikilvægasta er að ég lifi mínu eigin lífi. Sama hvernig það var og er eða hvað aðrir hafa um það að segja. Er það ekki lygilegt að í upplýstu samfélagi skuli ekki enn vera búið að létta þeirri kröfu af þolendum kynferðislegs ofbeldis að þeir burðist með ábyrgð gerendanna? En ég skynja breytingar í loftinu. Breytingar sem skila einhverju til minnar kynslóðar og miklu inn í framtíðina. Ég trúi að í gegnum átökin í umræðunni skilji æ fleiri hversu alvarlegt og algengt kynferðisofbeldi er, hvernig það þrífst í þöggun og hvað það getur þýtt fyrir þolendur að segja frá. Það er líka að síast í gegn hvernig við verðum öll að opna á þann möguleika að okkar eigin ástvinir geti allt eins verið gerendur og þolendur. Að við þurfum að byggja upp kjark til að líta ekki undan þeim veruleika. Svo munstrið haldi ekki áfram inn í framtíðina, í börnunum okkar. Þessi þróun verður samt ekki af sjálfu sér, heldur kristallast í einstaklingsbyltingunum sem eru í gangi. Við þurfum svo mikið á þessum byltingum að halda. Ég sé fólk forherðast í átökunum en sem betur fer sé ég fleiri breytast, læra. Ég skynja framþróun. Svo kemur að því að við getum talað um gerendur án þess að annað hvort upphefja þá í afneitun eða útskúfa þeim sem úrhrökum. Við munum láta þá og leyfa þeim að taka ábyrgð á sjálfum sér. Þá fyrst frelsar samfélagið þolendur undan því hlutverki að bera ábyrgðina fyrir gerendur. Við erum nefnilega hjarðdýr og þótt við þolendur náum því kýrskýrt að ábyrgðin er engan veginn okkar, þá búum við í samfélagi manna sem þarf jafnframt að losa okkur undan þeirri ábyrgð.
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun