Framtíð mannkyns veltur á menntun kvenna Valdimar Tr. Hafstein skrifar 15. desember 2011 06:00 Ein af hverjum fjórum stúlkum á aldrinum 11-15 ára á ekki völ á skólagöngu. Í Afríku fær ekki nema ein af hverjum þremur stúlkum gagnfræðamenntun. Af 796 milljónum fullorðinna jarðarbúa sem eru ólæsir eru 2/3 konur. Aðeins í þriðjungi ríkja heimsins hafa drengir og stúlkur jafna möguleika á að ganga í gagnfræðaskóla. Ýmsar hindranir eru í vegi fyrir því að stúlkur njóti skólagöngu til jafns við drengi. Sums staðar stendur snemmbúið hjónaband og barneignir í vegi fyrir því að stúlkur fái að ganga í skóla á unglingsárum. Þá skortir þær og foreldrana víða fyrirmyndir annarra menntaðra kvenna og oft á áhugaleysi foreldranna stóran hlut að máli í að stúlkurnar njóta ekki skólagöngu til jafns við bræður sína. Ekki má heldur gleyma því að kynbundið ofbeldi gegn skólastúlkum og kennurum þeirra fær sums staðar að líðast og fælir stúlkur frá því að sækja skóla og foreldra þeirra frá því að senda þær þangað. Börn læsra kvenna 50% líklegri til að lifaÞað er hins vegar til mikils að vinna að gera stúlkum kleift að ganga í skóla til jafns við drengi. Jafnrétti á þessu sviði er lífsspursmál fyrir mannkynið allt. Talið er að það gæti bjargað allt að 1,8 milljónum mannslífa á ári ef stúlkur í Afríku sunnan Sahara gengju almennt í gagnfræðaskóla. Konur með gagnfræðapróf eru fimm sinnum líklegri en kynsystur þeirra til að hafa fræðst um alnæmi og varnir gegn því. Hvert ár sem bætist við skólagöngu stúlkna lækkar fæðingartíðni um 10%. Þannig eiga gagnfræðaskólagengnar konur í Malí að meðaltali þrjú börn en ómenntaðar konur eiga að meðaltali sjö börn. Börn sem læsar konur ala upp eru 50% líklegri til að ná fimm ára aldri en börn ólæsra kvenna. Fyrr á þessu ári hrinti UNESCO (mennta-, vísinda-, fjölmiðla- og menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna) úr vör samstarfsverkefni um menntun stúlkna og kvenna, með þátttöku fjölda stofnana, félagasamtaka og fyrirtækja um heim allan. Samstarfsverkefnið leggur höfuðáherslu á gagnfræðamenntun stúlkna og fullorðinsfræðslu kvenna. Það kemur í framhaldi af áherslunum í starfi undanfarinna ára, en fyrir hönd alþjóðasamfélagsins og í samstarfi við marga aðila hefur UNESCO róið öllum árum að því marki að öll börn alls staðar í heiminum eigi kost á barnaskólamenntun. Þetta er eitt af þúsaldarmarkmiðunum í þróunarmálum og er á meðal þeirra markmiða sem alþjóðasamfélaginu hefur orðið hvað mest ágengt með að nálgast. „Sættu þig aldrei við minni menntun en bróðir þinn fær“Á aðalráðstefnu UNESCO í liðnum mánuði sló Irena Bokova, framkvæmdastjóri UNESCO, því föstu að menntun kvenna geymdi lykilinn að bættri framtíð mannkyns. Þetta hafa ótal rannsóknir sýnt og það eru núorðið viðtekin sannindi að ef takast á að uppræta fátækt, vernda umhverfið og tryggja frið er nauðsynlegt að konur fái menntun. „Ungar stúlkur og konur eru að breyta heiminum,“ bætti Bokova við. „Við verðum að gefa þeim verkfærin sem þær þurfa til að móta heiminn eftir sínu höfði. Það eru engar hindranir sem ekki er hægt að yfirstíga í vegi fyrir því að kynjajöfnuður verði staðreynd og allir fái menntun,“ sagði framkvæmdastjóri UNESCO. Vigdís Finnbogadóttir, velgjörðarsendiherra UNESCO og náinn ráðgjafi framkvæmdastjórans, flutti ávarp við sama tækifæri og undirstrikaði mikilvægi þessa verkefnis: „Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að bjarga mannkyninu. Það geta konur gert.“ Skilaboðin sem Vigdís færði stúlkum um heim allan voru þessi: „Sæktu þér menntun og sættu þig aldrei við skemmri menntun en bróðir þinn fær.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Skoðun Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ein af hverjum fjórum stúlkum á aldrinum 11-15 ára á ekki völ á skólagöngu. Í Afríku fær ekki nema ein af hverjum þremur stúlkum gagnfræðamenntun. Af 796 milljónum fullorðinna jarðarbúa sem eru ólæsir eru 2/3 konur. Aðeins í þriðjungi ríkja heimsins hafa drengir og stúlkur jafna möguleika á að ganga í gagnfræðaskóla. Ýmsar hindranir eru í vegi fyrir því að stúlkur njóti skólagöngu til jafns við drengi. Sums staðar stendur snemmbúið hjónaband og barneignir í vegi fyrir því að stúlkur fái að ganga í skóla á unglingsárum. Þá skortir þær og foreldrana víða fyrirmyndir annarra menntaðra kvenna og oft á áhugaleysi foreldranna stóran hlut að máli í að stúlkurnar njóta ekki skólagöngu til jafns við bræður sína. Ekki má heldur gleyma því að kynbundið ofbeldi gegn skólastúlkum og kennurum þeirra fær sums staðar að líðast og fælir stúlkur frá því að sækja skóla og foreldra þeirra frá því að senda þær þangað. Börn læsra kvenna 50% líklegri til að lifaÞað er hins vegar til mikils að vinna að gera stúlkum kleift að ganga í skóla til jafns við drengi. Jafnrétti á þessu sviði er lífsspursmál fyrir mannkynið allt. Talið er að það gæti bjargað allt að 1,8 milljónum mannslífa á ári ef stúlkur í Afríku sunnan Sahara gengju almennt í gagnfræðaskóla. Konur með gagnfræðapróf eru fimm sinnum líklegri en kynsystur þeirra til að hafa fræðst um alnæmi og varnir gegn því. Hvert ár sem bætist við skólagöngu stúlkna lækkar fæðingartíðni um 10%. Þannig eiga gagnfræðaskólagengnar konur í Malí að meðaltali þrjú börn en ómenntaðar konur eiga að meðaltali sjö börn. Börn sem læsar konur ala upp eru 50% líklegri til að ná fimm ára aldri en börn ólæsra kvenna. Fyrr á þessu ári hrinti UNESCO (mennta-, vísinda-, fjölmiðla- og menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna) úr vör samstarfsverkefni um menntun stúlkna og kvenna, með þátttöku fjölda stofnana, félagasamtaka og fyrirtækja um heim allan. Samstarfsverkefnið leggur höfuðáherslu á gagnfræðamenntun stúlkna og fullorðinsfræðslu kvenna. Það kemur í framhaldi af áherslunum í starfi undanfarinna ára, en fyrir hönd alþjóðasamfélagsins og í samstarfi við marga aðila hefur UNESCO róið öllum árum að því marki að öll börn alls staðar í heiminum eigi kost á barnaskólamenntun. Þetta er eitt af þúsaldarmarkmiðunum í þróunarmálum og er á meðal þeirra markmiða sem alþjóðasamfélaginu hefur orðið hvað mest ágengt með að nálgast. „Sættu þig aldrei við minni menntun en bróðir þinn fær“Á aðalráðstefnu UNESCO í liðnum mánuði sló Irena Bokova, framkvæmdastjóri UNESCO, því föstu að menntun kvenna geymdi lykilinn að bættri framtíð mannkyns. Þetta hafa ótal rannsóknir sýnt og það eru núorðið viðtekin sannindi að ef takast á að uppræta fátækt, vernda umhverfið og tryggja frið er nauðsynlegt að konur fái menntun. „Ungar stúlkur og konur eru að breyta heiminum,“ bætti Bokova við. „Við verðum að gefa þeim verkfærin sem þær þurfa til að móta heiminn eftir sínu höfði. Það eru engar hindranir sem ekki er hægt að yfirstíga í vegi fyrir því að kynjajöfnuður verði staðreynd og allir fái menntun,“ sagði framkvæmdastjóri UNESCO. Vigdís Finnbogadóttir, velgjörðarsendiherra UNESCO og náinn ráðgjafi framkvæmdastjórans, flutti ávarp við sama tækifæri og undirstrikaði mikilvægi þessa verkefnis: „Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að bjarga mannkyninu. Það geta konur gert.“ Skilaboðin sem Vigdís færði stúlkum um heim allan voru þessi: „Sæktu þér menntun og sættu þig aldrei við skemmri menntun en bróðir þinn fær.“
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun