Lífið

Gísli Pálmi í Hörpu

Í hörpunni Gísli Pálmi hefur verið eftirsóttur undanfarnar vikur.fréttablaðið/anton
Í hörpunni Gísli Pálmi hefur verið eftirsóttur undanfarnar vikur.fréttablaðið/anton
„Þau neyddu mig til að spila þarna, ég þverneitaði fyrst," segir rapparinn Gísli Pálmi í léttum dúr.

Gísli Pálmi kemur fram í Kaldalónssal Hörpunnar á föstudag. Hljómsveitin Dream Central Station kemur einnig fram, en í henni eru meðal annars meðlimir hljómsveitarinnar sálugu Jakobínurínu. Tónleikarnir hefjast klukkan 17.30.

Gísli Pálmi nýtur vaxandi vinsælda og lét Sölvi Blöndal, forsprakki Quarashi, meðal annars hafa eftir sér á dögunum að Gísli væri framtíðin í íslensku hipphoppi og það besta sem hann hefði heyrt í langan tíma.

Gísli kom síðast fram á troðfullum Gauki á Stöng í nóvember. Hann er búinn að vera eftirsóttur síðan þá, en það er varla til það nemendafélag sem hefur ekki beðið hann um að spila á próflokadjammi sínu, án árangurs.

Tónleikar Gísla í Hörpunni vara í allt að hálftíma, sem einhverjum gæti þótt stuttur tími. „Það er stutt fyrir eyrað að heyra, en fyrir mér eru það öll lögin mín og 20 lítrar af svita," segir Gísli.

Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð Hörpu sem ber nafnið Undiralda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×