Lífið

Gamlinginn slær Potter og Larsson við

Ótrúlegar vinsældir Páll Valsson þýddi Gamlingjann, sem hefur nú verið prentaður í 20 þúsund eintökum.
Ótrúlegar vinsældir Páll Valsson þýddi Gamlingjann, sem hefur nú verið prentaður í 20 þúsund eintökum.
Ekkert lát er á vinsældum sænsku bókarinnar Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf. Bókin hefur nú verið prentuð í 20 þúsund eintökum. Páll Valsson, þýðandi bókarinnar, segir að aldrei hafi þýdd bók selst jafnmikið á svo skömmum tíma fyrir ein jól hérlendis. Þar með hafi Gamlinginn skákað ekki minni mönnum en Harry Potter og Dan Brown.

„Það er öruggt að Gamlinginn verður ein mest selda bók ársins,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, sem gefur bókina út. Eins og Fréttablaðið greindi frá í vikunni keppa rithöfundarnir Arnaldur Indriðason og Yrsa Sigurðardóttir um að eiga söluhæstu bók ársins. Ljóst er að Gamlinginn gæti vel blandað sér í þann slag.

Bókin selst nú jöfnum höndum í kilju og innbundin og kveðst Egill vart anna eftirspurninni: „Við erum búin að prenta 4.500 eintök bara í þessari viku.“- hdm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×