Leyndarmál Kiljunnar: Hver var Arnliði Álfgeir? Freyr Þórarinsson skrifar 16. desember 2011 06:00 Sjónvarpsþættinum Kiljunni lýkur jafnan á því að Bragi bóksali dregur fram einhverjar bækur og pappíra til að sýna Agli þáttastjórnanda og lætur þeim gjarnan fylgja kjaftasögur um nafngreinda einstaklinga. Þetta er þjóðleg skemmtun hér í fámenninu, enda fylgt þeirri meginreglu að góð saga þarf ekki endilega að vera sönn. Núna á miðvikudagskvöldið, hinn 14. desember, bar það til að ein slúðursagan var um föður minn heitinn, Þórarin Guðnason lækni. Tilefnið var ljóðabók sem út kom fyrir hálfri öld og nefnist Kirkjan á hafsbotni, en höfundur skýldi sér bak við dulnefnið Arnliði Álfgeir. Inni í eintaki Braga var blaðsnepill sem á var letrað „Líklega Þórarinn Guðnason" og sagði Bragi að það væri rithönd Jóns úr Vör, sem hefði þá talið að faðir minn væri höfundur ljóðabókarinnar. Ég kann aðra sögu um réttan höfund þessarar litlu bókar sem mér þykir trúlegri. Þannig bar eitt sinn til í spjalli okkar feðga að mér varð af ákveðnu tilefni tíðrætt um þá döpru staðreynd að kjaftasögur er aldrei hægt að kveða alveg niður. Þá sagði pabbi mér söguna af þessari ljóðabók sem ég hafði aldrei fyrr heyrt nefnda. Dag einn hafði kunningi hans sagt honum frá því að í spjaldskrá Landsbókasafnsins væri skrifað á spjaldið fyrir umrædda ljóðabók að líklegur höfundur væri Þórarinn Guðnason. Pabbi fór að grennslast fyrir um þetta og þá var honum sagt að einhverjir starfsmenn safnsins hefðu fengið kunnan bókmenntamann til að skrifa með ritblýi á skráningarspjöld bóka sem út komu undir dulnefnum hverjir væru líklegir höfundar þeirra. Sá hefði eignað pabba bókina. Ég ætla ekki að nafngreina manninn en verð þó að taka fram að það var ekki Jón úr Vör. Nú-nú, pabbi kemur að máli við manninn og sá gengst greiðlega við því að hafa krotað þetta í spjaldskrána. Pabbi segir honum að þetta sé ekki rétt, hann sé ekki höfundur bókarinnar, en hinn lætur sig ekki svo auðveldlega. Hann segist hafa það eftir þeim sem prentuðu bókina að faðir minn hafi gengið frá henni til prentunar og enginn annar komið að því verki. Rétt er það, segir pabbi, en á því er sú skýring að höfundur bókarinnar er sjúklingur minn og kom með hana til mín á læknastofuna og bað mig að gera þetta fyrir sig í fyllsta trúnaði, því ljóðin í bókinni eru ástarjátning til einnar konu og sú ást er í meinum. Ekki dugir þetta til að ég trúi þér, segir skrásetjarinn, til þess verður þú að segja mér hver er réttur höfundur bókarinnar. Það get ég ekki gert, segir pabbi, því það er trúnaðarmál, en ég skal segja þér af hverju þetta verður að vera leyndarmál. Það er vegna þess að höfundurinn er ekki karlmaður heldur kona, gift þjóðkunnum manni, og hann veit ekkert um ást hennar til annarrar konu. Þessu get ég vel trúað, sagði hinn þá, og blýantskrotið skal ég fjarlægja úr spjaldskrá Landsbókasafnsins. En kjaftasögur verða ekki svo auðveldlega kveðnar niður og þessi er nú meira að segja orðin skemmtiefni í sjónvarpi allra landsmanna. Ég vil því koma minni sögu á framfæri, bæði af því að hún er betri saga og auk þess trúlega sönn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Sjónvarpsþættinum Kiljunni lýkur jafnan á því að Bragi bóksali dregur fram einhverjar bækur og pappíra til að sýna Agli þáttastjórnanda og lætur þeim gjarnan fylgja kjaftasögur um nafngreinda einstaklinga. Þetta er þjóðleg skemmtun hér í fámenninu, enda fylgt þeirri meginreglu að góð saga þarf ekki endilega að vera sönn. Núna á miðvikudagskvöldið, hinn 14. desember, bar það til að ein slúðursagan var um föður minn heitinn, Þórarin Guðnason lækni. Tilefnið var ljóðabók sem út kom fyrir hálfri öld og nefnist Kirkjan á hafsbotni, en höfundur skýldi sér bak við dulnefnið Arnliði Álfgeir. Inni í eintaki Braga var blaðsnepill sem á var letrað „Líklega Þórarinn Guðnason" og sagði Bragi að það væri rithönd Jóns úr Vör, sem hefði þá talið að faðir minn væri höfundur ljóðabókarinnar. Ég kann aðra sögu um réttan höfund þessarar litlu bókar sem mér þykir trúlegri. Þannig bar eitt sinn til í spjalli okkar feðga að mér varð af ákveðnu tilefni tíðrætt um þá döpru staðreynd að kjaftasögur er aldrei hægt að kveða alveg niður. Þá sagði pabbi mér söguna af þessari ljóðabók sem ég hafði aldrei fyrr heyrt nefnda. Dag einn hafði kunningi hans sagt honum frá því að í spjaldskrá Landsbókasafnsins væri skrifað á spjaldið fyrir umrædda ljóðabók að líklegur höfundur væri Þórarinn Guðnason. Pabbi fór að grennslast fyrir um þetta og þá var honum sagt að einhverjir starfsmenn safnsins hefðu fengið kunnan bókmenntamann til að skrifa með ritblýi á skráningarspjöld bóka sem út komu undir dulnefnum hverjir væru líklegir höfundar þeirra. Sá hefði eignað pabba bókina. Ég ætla ekki að nafngreina manninn en verð þó að taka fram að það var ekki Jón úr Vör. Nú-nú, pabbi kemur að máli við manninn og sá gengst greiðlega við því að hafa krotað þetta í spjaldskrána. Pabbi segir honum að þetta sé ekki rétt, hann sé ekki höfundur bókarinnar, en hinn lætur sig ekki svo auðveldlega. Hann segist hafa það eftir þeim sem prentuðu bókina að faðir minn hafi gengið frá henni til prentunar og enginn annar komið að því verki. Rétt er það, segir pabbi, en á því er sú skýring að höfundur bókarinnar er sjúklingur minn og kom með hana til mín á læknastofuna og bað mig að gera þetta fyrir sig í fyllsta trúnaði, því ljóðin í bókinni eru ástarjátning til einnar konu og sú ást er í meinum. Ekki dugir þetta til að ég trúi þér, segir skrásetjarinn, til þess verður þú að segja mér hver er réttur höfundur bókarinnar. Það get ég ekki gert, segir pabbi, því það er trúnaðarmál, en ég skal segja þér af hverju þetta verður að vera leyndarmál. Það er vegna þess að höfundurinn er ekki karlmaður heldur kona, gift þjóðkunnum manni, og hann veit ekkert um ást hennar til annarrar konu. Þessu get ég vel trúað, sagði hinn þá, og blýantskrotið skal ég fjarlægja úr spjaldskrá Landsbókasafnsins. En kjaftasögur verða ekki svo auðveldlega kveðnar niður og þessi er nú meira að segja orðin skemmtiefni í sjónvarpi allra landsmanna. Ég vil því koma minni sögu á framfæri, bæði af því að hún er betri saga og auk þess trúlega sönn.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun