Vernd fæðingarorlofslaga ofmetin Lára V. Júlíusdóttir skrifar 19. desember 2011 07:00 Full ástæða er til að vekja athygli launafólks á nýlegri dómaframkvæmd í fæðingarorlofsmálum. Eins og kunnugt er gilda hér á landi lög um fæðingar- og foreldraorlof sem sögð eru einhver þau framsæknustu sem um getur og oft er hampað þegar rætt er um hversu langt við Íslendingar höfum náð í fjölskylduvæðingu vinnumarkaðarins. Lögin eru líka tekin sem dæmi um jafnrétti kvenna og karla og henta því ágætlega þegar benda þarf á hvað löggjafinn hefur gert vel við konur á umliðnum árum. Það veldur því vonbrigðum þegar tekist er á um túlkun laganna fyrir dómi hversu erfitt starfsmenn á vinnumarkaði eiga með að fá rétt sinn viðurkenndan og hversu þungt sjónarmið atvinnurekandans vega, hvort sem er hins almenna atvinnurekanda eða ríkisins. Lögin eru þannig matskennd og opin fyrir túlkun. Samkvæmt fæðingar- og foreldraorlofslögum er vinnuveitanda óheimilt að segja þunguðum starfsmanni upp nema gildar ástæður séu fyrir hendi og skal þá skriflegur rökstuðningur fylgja uppsögninni. Sönnunarbyrði fyrir því að gildar ástæður hafi legið til grundvallar uppsögninni er lögð á vinnuveitandann. Takmarkaðar skýringar er að finna í lögskýringargögnum á því hvað teljast vera gildar ástæður. Nýlegur dómur í Hæstarétti skal hér gerður að umtalsefni. Í málinu var um það deilt hvort atvinnurekandi, sem var opinber stofnun á heilbrigðissviði, gæti sagt upp þungaðri konu sem var almennur læknir til að ráða í hennar starf annan lækni sem hefði tiltekin sérfræðiréttindi. Konan hafði verið í starfi hjá stofnuninni í nokkur ár, fyrst lausráðin og síðan fastráðin. Þegar hún var upphaflega fengin til starfa hafði staðið til að ráða lækni með sérfræðiréttindi á tilteknu sviði sem stofnunin starfaði á en slíkur læknir hafði ekki fengist. Hjá stofnuninni störfuðu að jafnaði 7-8 læknar, þar af þrír með þessa tilteknu sérgrein, og hafði staðið til að bæta við þeim fjórða. Var konunni tilkynnt að þegar slíkur sérfræðingur fengist yrði henni sagt upp starfi. Þegar sérfræðingur loks fékkst stóð þannig á að konan var þá orðin barnshafandi. Henni var þrátt fyrir það sent uppsagnarbréf þar sem greint var frá því að nú hefði fengist sérfræðingur. Hún gerði fyrst kröfu til þess að fá að vinna fram að áætluðum fæðingardegi barnsins en því var hafnað. Hún var síðan látin hætta tveimur mánuðum áður en hún átti að fara í fæðingarorlof. Þá höfðaði konan mál og krafðist skaðabóta vegna ólögmætrar uppsagnar. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að þar sem konunni hefði verið gert ljóst að ef sérfræðingur á þessu tiltekna sviði fengist yrði henni sagt upp starfi, þá hefði atvinnurekandi haft gildar ástæður fyrir uppsögn. Þessi niðurstaða var síðan staðfest í Hæstarétti. Upplýsingar atvinnurekanda til starfsmannsins um þetta atriði voru m.ö.o. látnar vega þyngra en vernd fæðingarorlofslaga gegn uppsögn starfsmanna. Skipti þá engu máli þótt konan hefði starfað hjá stofnuninni í tæp þrjú ár og verið fastráðin nokkrum mánuðum áður. Sá rökstuðningur var talinn vera nægur að von væri á sérfræðingi til starfa. Framangreint dæmi sýnir hversu litla vernd fæðingarorlofslögin veita þegar á reynir. Þótt ákvæði sem þetta skipti alltaf máli er það aldrei mikilvægara en þegar samdráttur verður á vinnumarkaði. Ég skora á löggjafann að sjá til þess að ákvæði 30. gr. laga um fæðingar- og foreldraorlof verði breytt þannig að það veiti ekki falskar vonir og veiti atvinnurekendum ekki það svigrúm að senda fólk heim bótalaust þegar mest ríður á í lífinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára V. Júlíusdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Full ástæða er til að vekja athygli launafólks á nýlegri dómaframkvæmd í fæðingarorlofsmálum. Eins og kunnugt er gilda hér á landi lög um fæðingar- og foreldraorlof sem sögð eru einhver þau framsæknustu sem um getur og oft er hampað þegar rætt er um hversu langt við Íslendingar höfum náð í fjölskylduvæðingu vinnumarkaðarins. Lögin eru líka tekin sem dæmi um jafnrétti kvenna og karla og henta því ágætlega þegar benda þarf á hvað löggjafinn hefur gert vel við konur á umliðnum árum. Það veldur því vonbrigðum þegar tekist er á um túlkun laganna fyrir dómi hversu erfitt starfsmenn á vinnumarkaði eiga með að fá rétt sinn viðurkenndan og hversu þungt sjónarmið atvinnurekandans vega, hvort sem er hins almenna atvinnurekanda eða ríkisins. Lögin eru þannig matskennd og opin fyrir túlkun. Samkvæmt fæðingar- og foreldraorlofslögum er vinnuveitanda óheimilt að segja þunguðum starfsmanni upp nema gildar ástæður séu fyrir hendi og skal þá skriflegur rökstuðningur fylgja uppsögninni. Sönnunarbyrði fyrir því að gildar ástæður hafi legið til grundvallar uppsögninni er lögð á vinnuveitandann. Takmarkaðar skýringar er að finna í lögskýringargögnum á því hvað teljast vera gildar ástæður. Nýlegur dómur í Hæstarétti skal hér gerður að umtalsefni. Í málinu var um það deilt hvort atvinnurekandi, sem var opinber stofnun á heilbrigðissviði, gæti sagt upp þungaðri konu sem var almennur læknir til að ráða í hennar starf annan lækni sem hefði tiltekin sérfræðiréttindi. Konan hafði verið í starfi hjá stofnuninni í nokkur ár, fyrst lausráðin og síðan fastráðin. Þegar hún var upphaflega fengin til starfa hafði staðið til að ráða lækni með sérfræðiréttindi á tilteknu sviði sem stofnunin starfaði á en slíkur læknir hafði ekki fengist. Hjá stofnuninni störfuðu að jafnaði 7-8 læknar, þar af þrír með þessa tilteknu sérgrein, og hafði staðið til að bæta við þeim fjórða. Var konunni tilkynnt að þegar slíkur sérfræðingur fengist yrði henni sagt upp starfi. Þegar sérfræðingur loks fékkst stóð þannig á að konan var þá orðin barnshafandi. Henni var þrátt fyrir það sent uppsagnarbréf þar sem greint var frá því að nú hefði fengist sérfræðingur. Hún gerði fyrst kröfu til þess að fá að vinna fram að áætluðum fæðingardegi barnsins en því var hafnað. Hún var síðan látin hætta tveimur mánuðum áður en hún átti að fara í fæðingarorlof. Þá höfðaði konan mál og krafðist skaðabóta vegna ólögmætrar uppsagnar. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að þar sem konunni hefði verið gert ljóst að ef sérfræðingur á þessu tiltekna sviði fengist yrði henni sagt upp starfi, þá hefði atvinnurekandi haft gildar ástæður fyrir uppsögn. Þessi niðurstaða var síðan staðfest í Hæstarétti. Upplýsingar atvinnurekanda til starfsmannsins um þetta atriði voru m.ö.o. látnar vega þyngra en vernd fæðingarorlofslaga gegn uppsögn starfsmanna. Skipti þá engu máli þótt konan hefði starfað hjá stofnuninni í tæp þrjú ár og verið fastráðin nokkrum mánuðum áður. Sá rökstuðningur var talinn vera nægur að von væri á sérfræðingi til starfa. Framangreint dæmi sýnir hversu litla vernd fæðingarorlofslögin veita þegar á reynir. Þótt ákvæði sem þetta skipti alltaf máli er það aldrei mikilvægara en þegar samdráttur verður á vinnumarkaði. Ég skora á löggjafann að sjá til þess að ákvæði 30. gr. laga um fæðingar- og foreldraorlof verði breytt þannig að það veiti ekki falskar vonir og veiti atvinnurekendum ekki það svigrúm að senda fólk heim bótalaust þegar mest ríður á í lífinu.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun