Lífið

Engin væmin atriði í Seinfeld

aðdáendur seinfeld Kolbeinn Gauti Friðriksson og Sindri Már Sigfússon halda sitt fyrsta Seinfeld-spurningakvöld á morgun.fréttablaðið/stefán
aðdáendur seinfeld Kolbeinn Gauti Friðriksson og Sindri Már Sigfússon halda sitt fyrsta Seinfeld-spurningakvöld á morgun.fréttablaðið/stefán
Spurningakeppni verður haldin á Bakkusi við Tryggvagötu á fimmtudagskvöld þar sem viðfangsefnið er bandarísku gamanþættirnir Seinfeld sem nutu mikilla vinsælda á tíunda áratugnum.

Höfundar spurninga eru tónlistarmennirnir og vinirnir Sindri Már Sigfússon og Kolbeinn Gauti Friðriksson. „Þetta er hugmynd frá Gauta. Hann hefur áður haldið hip hop-spurningakeppni með íslensku þema og hann var búinn að ganga með þetta í hausnum að vera með Seinfeld-„quiz"," segir Sindri Már. „Svo fékk hann mig með sér í þetta því hann vissi að ég væri forfallinn Seinfeld-aðdáandi."

Viðbrögðin við keppninni hafa verið mjög góð og segir Sindri Már vel mögulegt að hún verði að árlegum viðburði. Veglegir vinningar verða í boði og þeir sem mæta í Seinfeld-búningum fá ókeypis bjór. Bassaleikarinn Arnljótur Sigurðsson úr hljómsveitinni Ojba Rasta! spilar Seinfeld-stefið á milli spurninga og þeir Sindri og Gauti þeyta svo skífum að keppni lokinni.

En hvað er svona skemmtilegt við þættina? „Þeir eru lausir við alla tilfinningasemi. Það er tekið grunnt á ástar- og tilfinningamálum og það eru engin væmin atriðið í Seinfeld," segir Sindri og heldur áfram: „Þeir geta oft verið djúpir og plottið er oft úthugsað og gott. Svo eru karakterarnir líka æðislegir." -fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×