Utan vallar: Hver byrjaði á þessu "gefðu mér fimm“ kjaftæði? Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 28. desember 2011 07:00 Leikmenn í NBA-deildinni að gefa "fimmu". NBA-körfuboltinn í Bandaríkjunum hófst með látum á jóladag eftir ömurlegt verkbann sem stóð yfir í nokkra mánuði. Áður en lengra er haldið er best að viðurkenna að ég held með Golden State Warriors. Það hefur ekki verið dans á rósum – alls ekki. Fyrstu minningar mínar frá NBA-körfuboltanum voru úrslitaviðureignir LA Lakers og Philadelphia 76'ers á RÚV þar sem Bjarni Felixson lýsti eldgömlum leikjum eins og þeir væru brakandi ferskir. Viðureignir Boston Celtics og LA Lakers næstu ár þar á eftir með þá Magic Johnson og Larry Bird fremsta í flokki voru sjónvarpsefni sem ekki mátti missa af. Og með tilkomu Michael Jordan var ekki aftur snúið. Á undanförnum vikum hef ég séð brot úr fjölmörgum gömlum úrslitaleikjum á NBA TV. Þar hefur eitt lítið atriði vakti athygli mína. Bird, Magic og Jordan – þeirra kynslóð var ekkert að gefa einhverjum gaurum „fimm" eftir hvert einasta vítaskot. Þeir stóðu einfaldlega við vítateiginn og biðu eftir frákastinu og voru með „hittu bara úr helv... skotinu" svipinn. Á einhverjum tímapunkti fóru körfuboltamenn og konur að gefa hvort öðru „fimm" í hvert einasta skipti sem einhver tekur vítaskot. Það er gefið „high five" fyrir drullulélegt víti sem fer ekki ofaní og líka fyrir þau sem fara ofaní. Þetta fer óendanlega í taugarnar á mér. Hver byrjaði eiginlega á þessu? Hvað er svona flókið við að taka vítaskot í körfubolta? Þú færð frið til þess að taka skotið, þú færð að því virðist óendanlegan tíma til þess að taka skotið. Tíminn sem fer í þetta er ótrúlega lengi að líða þegar maður hefur andstyggð á þessu „gef mér fimm kjaftæði". Ég legg til að þetta aðkallandi mál verði tekið fyrir á næsta fundi stjórnar Körfuknattleikssambands Íslands. Og eftir þann fund verði því lýst yfir með formlegum hætti að Ísland verði fyrst allra landa til þess að banna „gefðu mér fimm" kveðjuna í vítaskotum í körfubolta. NBA-deildin yrði ekki lengi að feta í fótspor Íslendinga ef ég þekki David Stern rétt. Og veröldin yrði miklu betri fyrir vikið. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sjá meira
NBA-körfuboltinn í Bandaríkjunum hófst með látum á jóladag eftir ömurlegt verkbann sem stóð yfir í nokkra mánuði. Áður en lengra er haldið er best að viðurkenna að ég held með Golden State Warriors. Það hefur ekki verið dans á rósum – alls ekki. Fyrstu minningar mínar frá NBA-körfuboltanum voru úrslitaviðureignir LA Lakers og Philadelphia 76'ers á RÚV þar sem Bjarni Felixson lýsti eldgömlum leikjum eins og þeir væru brakandi ferskir. Viðureignir Boston Celtics og LA Lakers næstu ár þar á eftir með þá Magic Johnson og Larry Bird fremsta í flokki voru sjónvarpsefni sem ekki mátti missa af. Og með tilkomu Michael Jordan var ekki aftur snúið. Á undanförnum vikum hef ég séð brot úr fjölmörgum gömlum úrslitaleikjum á NBA TV. Þar hefur eitt lítið atriði vakti athygli mína. Bird, Magic og Jordan – þeirra kynslóð var ekkert að gefa einhverjum gaurum „fimm" eftir hvert einasta vítaskot. Þeir stóðu einfaldlega við vítateiginn og biðu eftir frákastinu og voru með „hittu bara úr helv... skotinu" svipinn. Á einhverjum tímapunkti fóru körfuboltamenn og konur að gefa hvort öðru „fimm" í hvert einasta skipti sem einhver tekur vítaskot. Það er gefið „high five" fyrir drullulélegt víti sem fer ekki ofaní og líka fyrir þau sem fara ofaní. Þetta fer óendanlega í taugarnar á mér. Hver byrjaði eiginlega á þessu? Hvað er svona flókið við að taka vítaskot í körfubolta? Þú færð frið til þess að taka skotið, þú færð að því virðist óendanlegan tíma til þess að taka skotið. Tíminn sem fer í þetta er ótrúlega lengi að líða þegar maður hefur andstyggð á þessu „gef mér fimm kjaftæði". Ég legg til að þetta aðkallandi mál verði tekið fyrir á næsta fundi stjórnar Körfuknattleikssambands Íslands. Og eftir þann fund verði því lýst yfir með formlegum hætti að Ísland verði fyrst allra landa til þess að banna „gefðu mér fimm" kveðjuna í vítaskotum í körfubolta. NBA-deildin yrði ekki lengi að feta í fótspor Íslendinga ef ég þekki David Stern rétt. Og veröldin yrði miklu betri fyrir vikið.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sjá meira