Borgin og Austur berjast um gestina á nýárskvöld 29. desember 2011 09:30 nýársgleði Mikið verður um dýrðir á Hótel Borg og Austri á nýárskvöld þar sem Daníel Geir Moritz og Logi Bergmann verða veislustjórar. Glaumur og gleði verður ríkjandi í höfuðborginni um helgina þegar gamla árið verður kvatt og hið nýja boðið velkomið. Fjölmargir áramóta- og nýársfögnuðir verða í höfuðborginni um næstu helgi þegar árið 2011 verður kvatt og árið 2012 að sama skapi boðið velkomið með pompi og prakt. Búast má við hvað mestri stemningu á Hótel Borg, Austri og Esju. Í Gyllta salnum á Hótel Borg verður nýársfagnaður á vegum Gullu, kenndrar við Má mí mó, annað árið í röð. Gulla er mörgum kunnug, en hún rak um árabil veitingastaðinn á Hótel Loftleiðum, Apótekið, Jónatan Livingstone Máv og Gaukinn. Dagskráin á Hótel Borg hefst með kampavíni. Fimm rétta matseðill með villibráðarívafi verður á boðstólum og veislustjóri verður Daníel Geir Moritz, fyndnasti maður Íslands. DJ Anna Brá, Daníel Haukur Arnarsson og fleiri listamenn troða upp. Miðaverð á nýársfagnaðinn og dansleikinn er tæpar þrettán þúsund krónur. Miðinn bara á dansleikinn, sem stendur yfir til fjögur um nóttina kostar 1.500 krónur. Fimm rétta matseðill með kengúru, grilluðum humri og fleira góðgæti verður í boði á Austri þegar hinn árlegi nýársfögnuður staðarins verður haldinn. Logi Bergmann Eiðsson verður veislustjóri og þeir Ari Eldjárn, DJ Margeir, Jóel Pálsson, Human Woman og Danni Deluxe koma fram. Auk þess ætlar Sigríður Klingenberg að spá fyrir gestum. Miðaverð er tæpar tuttugu þúsund krónur. Nýársfagnaður hefur verið haldinn í Turninum í Kópavogi undanfarin ár en í þetta sinn verður engin hátíðardagskrá þetta kvöld. Í Perlunni verður lögð áhersla á góðan fjögurra rétta matseðil á nýárskvöld, sem kostar tæpar tíu þúsund krónur, og ekki verður leikið fyrir dansi í þetta sinn. Viðburðafyrirtækið Jón Jónsson heldur áramótagleði á skemmtistaðnum Esju og er þetta fimmta árið í röð sem fyrirtækið fagnar nýju ári á þennan hátt. Bandaríski plötusnúðurinn Too Young to Love þeytir skífum og einnig stíga á svið President Bongo, DJ Margeir, Högni Egilsson, Sexy Lazer og Human Woman. Miðaverð er 2.500 krónur. Unga fólkið er síðan líklegt til að flykkjast á Nasa á gamlárskvöld þar sem þeir Friðrik Dór og Emmsjé Gauti syngja fyrir gesti. Þar kostar miðinn 1.500 krónur. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Sjá meira
Glaumur og gleði verður ríkjandi í höfuðborginni um helgina þegar gamla árið verður kvatt og hið nýja boðið velkomið. Fjölmargir áramóta- og nýársfögnuðir verða í höfuðborginni um næstu helgi þegar árið 2011 verður kvatt og árið 2012 að sama skapi boðið velkomið með pompi og prakt. Búast má við hvað mestri stemningu á Hótel Borg, Austri og Esju. Í Gyllta salnum á Hótel Borg verður nýársfagnaður á vegum Gullu, kenndrar við Má mí mó, annað árið í röð. Gulla er mörgum kunnug, en hún rak um árabil veitingastaðinn á Hótel Loftleiðum, Apótekið, Jónatan Livingstone Máv og Gaukinn. Dagskráin á Hótel Borg hefst með kampavíni. Fimm rétta matseðill með villibráðarívafi verður á boðstólum og veislustjóri verður Daníel Geir Moritz, fyndnasti maður Íslands. DJ Anna Brá, Daníel Haukur Arnarsson og fleiri listamenn troða upp. Miðaverð á nýársfagnaðinn og dansleikinn er tæpar þrettán þúsund krónur. Miðinn bara á dansleikinn, sem stendur yfir til fjögur um nóttina kostar 1.500 krónur. Fimm rétta matseðill með kengúru, grilluðum humri og fleira góðgæti verður í boði á Austri þegar hinn árlegi nýársfögnuður staðarins verður haldinn. Logi Bergmann Eiðsson verður veislustjóri og þeir Ari Eldjárn, DJ Margeir, Jóel Pálsson, Human Woman og Danni Deluxe koma fram. Auk þess ætlar Sigríður Klingenberg að spá fyrir gestum. Miðaverð er tæpar tuttugu þúsund krónur. Nýársfagnaður hefur verið haldinn í Turninum í Kópavogi undanfarin ár en í þetta sinn verður engin hátíðardagskrá þetta kvöld. Í Perlunni verður lögð áhersla á góðan fjögurra rétta matseðil á nýárskvöld, sem kostar tæpar tíu þúsund krónur, og ekki verður leikið fyrir dansi í þetta sinn. Viðburðafyrirtækið Jón Jónsson heldur áramótagleði á skemmtistaðnum Esju og er þetta fimmta árið í röð sem fyrirtækið fagnar nýju ári á þennan hátt. Bandaríski plötusnúðurinn Too Young to Love þeytir skífum og einnig stíga á svið President Bongo, DJ Margeir, Högni Egilsson, Sexy Lazer og Human Woman. Miðaverð er 2.500 krónur. Unga fólkið er síðan líklegt til að flykkjast á Nasa á gamlárskvöld þar sem þeir Friðrik Dór og Emmsjé Gauti syngja fyrir gesti. Þar kostar miðinn 1.500 krónur. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Sjá meira