Ísland dregið inn í grannadeilur í Eurovision 29. desember 2011 11:00 harðar deilur Forseti Aserbaídsjan, Ilham Alijev, bindur miklar vonir við að Eurovision-keppnin verði mikil lyftistöng fyrir ímynd landsins. Hér er hann ásamt eiginkonu sinni, Mehriban Alijeva. Ísland hefur óvænt verið dregið inn í deilur Armena og Asera vegna Eurovision-keppninnar sem fer fram í höfuðborg Aserbaídsjans, Bakú, í maí á næsta ári. Ísland er á sumum armenskum fréttamiðlum sagt hafa dregið sig úr keppni. Armenía og Aserbaídsjan hafa lengi eldað grátt silfur og landamæri Armeníu að Aserbaídsjan eru lokuð. Fáum kemur því á óvart að þátttaka Armeníu í keppninni á næsta ári skuli hanga á bláþræði en að nafn Íslands skuli dregið inn í þessar deilur er ákaflega óvænt. Enda kom Jónatan Garðarsson, sem hefur farið fyrir íslenska hópnum undanfarin ár, af fjöllum þegar Fréttablaðið bar þetta undir hann. „Það stendur skýrt í reglum Eurovision-keppninnar að ekki megi blanda henni saman við stjórnmál eða stjórnmálaskoðanir." Sigrún Stefánsdóttir dagskrárstjóri tók í sama streng og sagði ekkert slíkt vera fyrir hendi. Stjórnvöld í Aserbaídsjan hafa á hinn bóginn verið harðlega gagnrýnd fyrir Eurovision-undirbúning sinn, en breska blaðið Telegraph greindi frá því skömmu fyrir jól að stjórnvöld hefðu skrúfað fyrir rafmagn og gas hjá hundruðum íbúa í miðborg Bakú til að rýma fyrir byggingu nýrrar sönghallar. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch hafa, samkvæmt frétt Telegraph, varað við ólöglegu athæfi stjórnvalda í Aserbaídsjan vegna umræddrar byggingar en forseti landsins, Ilham Alijev, bindur vonir við að Eurovision-keppnin eigi eftir bæta ímynd landsins til muna.- fgg Lífið Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Ísland hefur óvænt verið dregið inn í deilur Armena og Asera vegna Eurovision-keppninnar sem fer fram í höfuðborg Aserbaídsjans, Bakú, í maí á næsta ári. Ísland er á sumum armenskum fréttamiðlum sagt hafa dregið sig úr keppni. Armenía og Aserbaídsjan hafa lengi eldað grátt silfur og landamæri Armeníu að Aserbaídsjan eru lokuð. Fáum kemur því á óvart að þátttaka Armeníu í keppninni á næsta ári skuli hanga á bláþræði en að nafn Íslands skuli dregið inn í þessar deilur er ákaflega óvænt. Enda kom Jónatan Garðarsson, sem hefur farið fyrir íslenska hópnum undanfarin ár, af fjöllum þegar Fréttablaðið bar þetta undir hann. „Það stendur skýrt í reglum Eurovision-keppninnar að ekki megi blanda henni saman við stjórnmál eða stjórnmálaskoðanir." Sigrún Stefánsdóttir dagskrárstjóri tók í sama streng og sagði ekkert slíkt vera fyrir hendi. Stjórnvöld í Aserbaídsjan hafa á hinn bóginn verið harðlega gagnrýnd fyrir Eurovision-undirbúning sinn, en breska blaðið Telegraph greindi frá því skömmu fyrir jól að stjórnvöld hefðu skrúfað fyrir rafmagn og gas hjá hundruðum íbúa í miðborg Bakú til að rýma fyrir byggingu nýrrar sönghallar. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch hafa, samkvæmt frétt Telegraph, varað við ólöglegu athæfi stjórnvalda í Aserbaídsjan vegna umræddrar byggingar en forseti landsins, Ilham Alijev, bindur vonir við að Eurovision-keppnin eigi eftir bæta ímynd landsins til muna.- fgg
Lífið Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira