Sherlock og barnapían 29. desember 2011 08:00 í aðalhlutverkum Jonah Hill leikur iðjuleysingja í gamanmyndinni The Sitter en Jude Law og Robert Downey eru Dr. Watson og Sherlock Holmes í annað sinn. Tvær nýjar kvikmyndir verða frumsýndar um helgina, annars vegar önnur myndin um Sherlock Holmes með Robert Downey Jr. í hlutverki spæjarans og hins vegar gamanmynd með Jonah Hill í aðalhlutverki. En fyrst Holmes. Þetta er önnur kvikmyndin sem Guy Ritchie leikstýrir um þessa frægustu persónu Arthurs Conan Doyle. Fyrri myndin sló rækilega í gegn og því nokkuð sjálfgefið að Robert Downey Jr. og Jude Law, sem leikur Watson lækni, myndu endurtaka leikinn. Noomi Rapace er ágætis viðbót í leikarahópinn og þá leikur Jared Harris erkióvininn snjalla, Moriarty. Myndin segir frá því þegar austurríski krónprinsinn finnst látinn og Holmes tekur að rannsaka það sem morð þrátt fyrir að flestir séu þess fullvissir að hann hafi framið sjálfsmorð. Rannsóknin leiðir hann á slóð bróður síns og spákonunnar Sim og honum verður í kjölfarið endanlega ljóst að ekki er allt sem sýnist. Myndin hefur fengið misjafnar viðtökur og þykir ekki hafa náð þeim hæðum sem búist var við. Samkvæmt rottentomatoes.com eru 59 prósent gagnrýnenda sátt við hana. Gamanmyndin The Sitter byggir á kunnuglegu stefi en hún fjallar um iðjuleysingjann Noah Griffith sem Jonah Hill leikur. Hann ákveður hins vegar að gera móður sinni smá greiða og taka að sér barnapíustarf en klúðrar því á ákaflega eftirminnilegan hátt. Myndin hefur fengið fremur dræmar viðtökur en aðeins 25 prósent gagnrýnenda voru sátt við hana samkvæmt rottentomatoes.com. - fgg Lífið Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Tvær nýjar kvikmyndir verða frumsýndar um helgina, annars vegar önnur myndin um Sherlock Holmes með Robert Downey Jr. í hlutverki spæjarans og hins vegar gamanmynd með Jonah Hill í aðalhlutverki. En fyrst Holmes. Þetta er önnur kvikmyndin sem Guy Ritchie leikstýrir um þessa frægustu persónu Arthurs Conan Doyle. Fyrri myndin sló rækilega í gegn og því nokkuð sjálfgefið að Robert Downey Jr. og Jude Law, sem leikur Watson lækni, myndu endurtaka leikinn. Noomi Rapace er ágætis viðbót í leikarahópinn og þá leikur Jared Harris erkióvininn snjalla, Moriarty. Myndin segir frá því þegar austurríski krónprinsinn finnst látinn og Holmes tekur að rannsaka það sem morð þrátt fyrir að flestir séu þess fullvissir að hann hafi framið sjálfsmorð. Rannsóknin leiðir hann á slóð bróður síns og spákonunnar Sim og honum verður í kjölfarið endanlega ljóst að ekki er allt sem sýnist. Myndin hefur fengið misjafnar viðtökur og þykir ekki hafa náð þeim hæðum sem búist var við. Samkvæmt rottentomatoes.com eru 59 prósent gagnrýnenda sátt við hana. Gamanmyndin The Sitter byggir á kunnuglegu stefi en hún fjallar um iðjuleysingjann Noah Griffith sem Jonah Hill leikur. Hann ákveður hins vegar að gera móður sinni smá greiða og taka að sér barnapíustarf en klúðrar því á ákaflega eftirminnilegan hátt. Myndin hefur fengið fremur dræmar viðtökur en aðeins 25 prósent gagnrýnenda voru sátt við hana samkvæmt rottentomatoes.com. - fgg
Lífið Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira