Innlent

Icesave-deiluna þarf að leysa

Lajos Bozi Sendiherrann er spenntur fyrir hugsanlegri aðild Íslands að ESB og telur að landið geti kennt ESB margt í jarðhitamálum. fréttablaðið/GVA
Lajos Bozi Sendiherrann er spenntur fyrir hugsanlegri aðild Íslands að ESB og telur að landið geti kennt ESB margt í jarðhitamálum. fréttablaðið/GVA
Öll aðildarríki EES-samningsins þurfa að standa við skuldbindingar sínar og það er engin spurning að Icesave-deiluna þarf að leysa, segir sendiherra Ungverjalands gagnvart Íslandi. Ungverjar fara með formennsku í ESB um þessar mundir.

„Eftirlitsstofnunin hefur sagt að einhvers konar tryggingu þurfi vegna innistæðnanna og á þeim grundvelli hafa viðræður þessara þriggja ríkja farið fram,“ segir sendiherrann, Lajos Bozi.

„Icesave hefur vakið upp ýmsar tilfinningar en við vonum að þessu ljúki með skynsamlegri lausn, að þessi samningur sé viðunandi bæði þingi og forsetanum og vitanlega almenningi. Ég held að það yrði til hagsbóta að leysa þetta mikilvæga mál á viðeigandi hátt,“ segir Bozi.

Sjálfur hefur hann fylgst með Icesave-deilunni frá því hún hófst og skrifað skýrslur um hana jafnóðum til ungverskra yfirvalda, frá því að fyrst náðust samningar. Þótt lyktir málsins séu ekki beintengdar aðildarviðræðum Íslands og ESB, segir Bozi, er vonast til að góð niðurstaða í því geri Íslendinga jákvæðari gagnvart inngöngu í ESB.- kóþ



Fleiri fréttir

Sjá meira


×