Íslendingar koma fram sem fullvalda þjóð Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. febrúar 2011 13:53 Bjarni Benediktsson. Mynd/ Pjetur. „Sú samningalota sem skilaði þeim samningum sem við erum hér að greiða atkvæði um er fyrsta samningalotan vegna icesave deilunnar sem við íslendingar komum fram eins og fullvalda þjóð," sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, þegar atkvæðagreiðsla um Icesave hófst í dag. Bjarni sagði að ef einhverjir héldu að þessir samningar þýddu að skattgreiðendur ætluðu að taka að sér skuldir einkafyrirtækja í stórum stíl hefðu þeir hinir sömu ekki séð stóra samhengi hlutanna. „Ísland er einmitt fyrirmynd þjóða í því að hafa ekki tekið skuldir bankakerfisins og gert að opinberum skuldum," sagði Bjarni Benediktsson. Hann benti hins vegar á að Bretar, Hollendingar hefðu í stórum stíl látið ríkissjóð sinna landa taka yfir skuldir einkafyrirtækja. Icesave málið væri hins vegar allt annars eðlis. Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, mótmælti hins vegar samningunum og sagðist ekki geta stutt þá. Íslendingar bæru alla ábyrgð á samningunum eins og þeir litu út, en Bretar og Hollendingar enga. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, lagði áherslu á það að málið færi í þjóðaratkvæðagreiðslu og Hreyfingin myndi styðja breytingartillögur sem lúta að því. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði að ný þjóðaratkvæðagreiðsla myndi engu skila. Hann sagði að einörð barátta Indefence og málefnaleg umræða í þinginu hefðu leitt til gjörbreyttrar stöðu og samninga sem væru miklu betri en fyrri samningar. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði að þessi stund væri engin gleðistund. Aldrei hægt að fagna þessari niðurstöðu, en þetta væri engu að síður niðurstaða sem hefði fengist í málið. Hann segði já við henni. Icesave Tengdar fréttir Bjarni vill þjóðaratkvæðagreiðslu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, styður tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu í Icesave málinu. Þetta kom fram í máli Bjarna í dag. Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, tók undir með Bjarna og benti á nýlega skoðanakönnun MMR sem benti til þess að um 62% almennings vildi þjóðaratkvæðagreiðslu. Guðlaugur Þór Þórðarson tók einnig undir með Bjarna. 16. febrúar 2011 14:10 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
„Sú samningalota sem skilaði þeim samningum sem við erum hér að greiða atkvæði um er fyrsta samningalotan vegna icesave deilunnar sem við íslendingar komum fram eins og fullvalda þjóð," sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, þegar atkvæðagreiðsla um Icesave hófst í dag. Bjarni sagði að ef einhverjir héldu að þessir samningar þýddu að skattgreiðendur ætluðu að taka að sér skuldir einkafyrirtækja í stórum stíl hefðu þeir hinir sömu ekki séð stóra samhengi hlutanna. „Ísland er einmitt fyrirmynd þjóða í því að hafa ekki tekið skuldir bankakerfisins og gert að opinberum skuldum," sagði Bjarni Benediktsson. Hann benti hins vegar á að Bretar, Hollendingar hefðu í stórum stíl látið ríkissjóð sinna landa taka yfir skuldir einkafyrirtækja. Icesave málið væri hins vegar allt annars eðlis. Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, mótmælti hins vegar samningunum og sagðist ekki geta stutt þá. Íslendingar bæru alla ábyrgð á samningunum eins og þeir litu út, en Bretar og Hollendingar enga. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, lagði áherslu á það að málið færi í þjóðaratkvæðagreiðslu og Hreyfingin myndi styðja breytingartillögur sem lúta að því. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði að ný þjóðaratkvæðagreiðsla myndi engu skila. Hann sagði að einörð barátta Indefence og málefnaleg umræða í þinginu hefðu leitt til gjörbreyttrar stöðu og samninga sem væru miklu betri en fyrri samningar. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði að þessi stund væri engin gleðistund. Aldrei hægt að fagna þessari niðurstöðu, en þetta væri engu að síður niðurstaða sem hefði fengist í málið. Hann segði já við henni.
Icesave Tengdar fréttir Bjarni vill þjóðaratkvæðagreiðslu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, styður tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu í Icesave málinu. Þetta kom fram í máli Bjarna í dag. Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, tók undir með Bjarna og benti á nýlega skoðanakönnun MMR sem benti til þess að um 62% almennings vildi þjóðaratkvæðagreiðslu. Guðlaugur Þór Þórðarson tók einnig undir með Bjarna. 16. febrúar 2011 14:10 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Bjarni vill þjóðaratkvæðagreiðslu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, styður tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu í Icesave málinu. Þetta kom fram í máli Bjarna í dag. Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, tók undir með Bjarna og benti á nýlega skoðanakönnun MMR sem benti til þess að um 62% almennings vildi þjóðaratkvæðagreiðslu. Guðlaugur Þór Þórðarson tók einnig undir með Bjarna. 16. febrúar 2011 14:10