NBA: Miami vann upp 20 stiga forskot og óheppnin eltir Dallas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2011 11:00 Miami Heat vann sinn sautjánda sigur í síðustu átján leikjum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þrátt fyrir að lenda 20 stigum undir á móti Golden State Warriors. Dallas Mavericks tapar enn án Dirk Nowitzki og liðið missti annan byrjunarliðsmann í meiðsli í nótt þegar Caron Butler meiddist. San Antonio Spurs og Chicago eru bæði áfram á mikilli siglingu.LeBron James var með 25 stig og 10 stoðsendingar og Dwyane Wade skoraði líka 25 stig þegar Miami Heat vann 114-107 sigur á Golden State Warriors. Miami lenti 20 stigum undir í leiknum en kom til baka. Golden State skoraði 36 stig í bæði fyrsta og öðrum leikhluta en síðan aðeins 35 stig í öllum seinni hálfleiknum eða jafnmikið og þeir James, Wade og Chris Bosh gerðu saman. Chris Bosh var með 20 stig og 11 fráköst en hjá Golden State skoraði Dorell Wright 30 stig og Monta Ellis var með 25 stig. „Við vorum ekki að spila Miami Heat körfubolta í fyrri hálfleiknum en við tókum okkur saman og breyttum því í þeim seinni," sagði Dwyane Wade. Caron Butler meiddist á hné í nótt.Mynd/APDallas Mavericks tapaði þriðja leiknum í röð án Dirk Nowitzki þegar liðið lá 99-87 fyrir Milwaukee Bucks á útivelli. Nowitzki er meiddur á hné og Caron Butler meiddist einnig á hné í byrjun þessa leiks.Earl Boykins skoraði 26 stig fyrir Milwaukee, John Salmons var með 21 stig og Ersan Ilyasova skoraði 16 stig og tók 17 fráköst. Jose Barea skoraði 29 stig fyrir Dallas.San Antonio Spurs vann sinn fjórða leik í röð þegar liðið vann 101-74 sigur á Oklahoma City Thunder sem hafði aldrei tapað svona stórt á tímabilinu. San Antonio hefur unnið 14 af síðustu 15 leikjum sínum og vann Los Angeles Lakers og Dallas í síðustu leikjum á undan þessum.Tim Duncan var með 21 stig og George Hill skoraði 16 stig en hjá Oklahoma City liðinu var Kevin Durant stigahæstur með "aðeins" með 16 stig.Mynd/APDerrick Rose var með 28 stig og 11 stoðsendingar þegar Chicago Bulls vann 100-91 sigur á Cleveland Cavaliers og hefur Chicago-liðið þar með unnið 13 af síðstu 15 leikjum sínum.Luol Deng var með 23 stig fyrir Chicago og Carlos Boozer bætti við 20 stigum og 11 fráköstum. J.J. Hickson skoraði 21 stig fyrir Cleveland sem lék án Anderson Varejao, Mo Williams og Daniel Gibson.Carmelo Anthony snéri aftur í lið Denver Nuggets sem vann 104-86 sigur á Sacramento Kings. Anthony hafði ekki spilað síðan 18. desember eftir að hafa misst systur sína. Hann klikkaði á 15 af fyrstu 18 skotum sínum en endaði með 16 stig og 10 fráköst.Chauncey Billups skoraði 22 stig fyrir Denver og Nene var með 16 stig og 14 fráköst. Jason Thompson skoraði 17 stig fyrir Sacramento og DeMarcus Cousins var með 16 stig.Kevin Love var með 23 stig og 10 fráköst í 103-88 sigri Minnesota Timberwolves á New Jersey Nets. Darko Milicic var með 16 stig og hitti úr 8 af 9 skotum sínum. Sasha Vujacic skoraði 22 stig fyrir Nets-liðið sem tapaði sínum fimmta leik í röð.Nick Young lætur hér Chris Paul stela af sér boltanum.Mynd/APTrevor Ariza skoraði 22 stig, Emeka Okafor og Chris Paul voru báðir með tvennur þegar New Orleans Hornets vann 92-81 sigur á Washington Wizards.Okafor var með 17 stig og 15 fráköst og Paul skoraði 13 stig, gaf 11 stoðsendingar og stal 7 boltum. Nick Young skoraði mest fyrir Washington eða 24 stig en nýliðinn John Wall var með 12 stig, 10 stoðsendingar og 8 tapaða bolta.Paul Millsap skoraði 22 stig og tók 10 fráköst þegar Utah Jazz cann 98-92 sigur á Memphis Grizzlies. Deron Williams skoraði 10 af 19 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Zach Randolph var atkvæðamestur hjá Memphis með 27 stig og 16 fráköst.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Kevin Durant og félagar máttu þola sitt stærsta tap á tímabilinu í nótt.Mynd/APWashington Wizards-New Orleans Hornets 81-92 Chicago Bulls-Cleveland Cavaliers 100-91 Miami Heat-Golden State Warriors 114-107 Minnesota Timberwolves-New Jersey Nets 103-88 San Antonio Spurs-Oklahoma City Thunder 101-74 Milwaukee Bucks-Dallas Mavericks 99-87 Denver Nuggets-Sacramento Kings 104-86 Utah Jazz-Memphis Grizzlies 98-92 NBA Skroll-Íþróttir Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira
Miami Heat vann sinn sautjánda sigur í síðustu átján leikjum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þrátt fyrir að lenda 20 stigum undir á móti Golden State Warriors. Dallas Mavericks tapar enn án Dirk Nowitzki og liðið missti annan byrjunarliðsmann í meiðsli í nótt þegar Caron Butler meiddist. San Antonio Spurs og Chicago eru bæði áfram á mikilli siglingu.LeBron James var með 25 stig og 10 stoðsendingar og Dwyane Wade skoraði líka 25 stig þegar Miami Heat vann 114-107 sigur á Golden State Warriors. Miami lenti 20 stigum undir í leiknum en kom til baka. Golden State skoraði 36 stig í bæði fyrsta og öðrum leikhluta en síðan aðeins 35 stig í öllum seinni hálfleiknum eða jafnmikið og þeir James, Wade og Chris Bosh gerðu saman. Chris Bosh var með 20 stig og 11 fráköst en hjá Golden State skoraði Dorell Wright 30 stig og Monta Ellis var með 25 stig. „Við vorum ekki að spila Miami Heat körfubolta í fyrri hálfleiknum en við tókum okkur saman og breyttum því í þeim seinni," sagði Dwyane Wade. Caron Butler meiddist á hné í nótt.Mynd/APDallas Mavericks tapaði þriðja leiknum í röð án Dirk Nowitzki þegar liðið lá 99-87 fyrir Milwaukee Bucks á útivelli. Nowitzki er meiddur á hné og Caron Butler meiddist einnig á hné í byrjun þessa leiks.Earl Boykins skoraði 26 stig fyrir Milwaukee, John Salmons var með 21 stig og Ersan Ilyasova skoraði 16 stig og tók 17 fráköst. Jose Barea skoraði 29 stig fyrir Dallas.San Antonio Spurs vann sinn fjórða leik í röð þegar liðið vann 101-74 sigur á Oklahoma City Thunder sem hafði aldrei tapað svona stórt á tímabilinu. San Antonio hefur unnið 14 af síðustu 15 leikjum sínum og vann Los Angeles Lakers og Dallas í síðustu leikjum á undan þessum.Tim Duncan var með 21 stig og George Hill skoraði 16 stig en hjá Oklahoma City liðinu var Kevin Durant stigahæstur með "aðeins" með 16 stig.Mynd/APDerrick Rose var með 28 stig og 11 stoðsendingar þegar Chicago Bulls vann 100-91 sigur á Cleveland Cavaliers og hefur Chicago-liðið þar með unnið 13 af síðstu 15 leikjum sínum.Luol Deng var með 23 stig fyrir Chicago og Carlos Boozer bætti við 20 stigum og 11 fráköstum. J.J. Hickson skoraði 21 stig fyrir Cleveland sem lék án Anderson Varejao, Mo Williams og Daniel Gibson.Carmelo Anthony snéri aftur í lið Denver Nuggets sem vann 104-86 sigur á Sacramento Kings. Anthony hafði ekki spilað síðan 18. desember eftir að hafa misst systur sína. Hann klikkaði á 15 af fyrstu 18 skotum sínum en endaði með 16 stig og 10 fráköst.Chauncey Billups skoraði 22 stig fyrir Denver og Nene var með 16 stig og 14 fráköst. Jason Thompson skoraði 17 stig fyrir Sacramento og DeMarcus Cousins var með 16 stig.Kevin Love var með 23 stig og 10 fráköst í 103-88 sigri Minnesota Timberwolves á New Jersey Nets. Darko Milicic var með 16 stig og hitti úr 8 af 9 skotum sínum. Sasha Vujacic skoraði 22 stig fyrir Nets-liðið sem tapaði sínum fimmta leik í röð.Nick Young lætur hér Chris Paul stela af sér boltanum.Mynd/APTrevor Ariza skoraði 22 stig, Emeka Okafor og Chris Paul voru báðir með tvennur þegar New Orleans Hornets vann 92-81 sigur á Washington Wizards.Okafor var með 17 stig og 15 fráköst og Paul skoraði 13 stig, gaf 11 stoðsendingar og stal 7 boltum. Nick Young skoraði mest fyrir Washington eða 24 stig en nýliðinn John Wall var með 12 stig, 10 stoðsendingar og 8 tapaða bolta.Paul Millsap skoraði 22 stig og tók 10 fráköst þegar Utah Jazz cann 98-92 sigur á Memphis Grizzlies. Deron Williams skoraði 10 af 19 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Zach Randolph var atkvæðamestur hjá Memphis með 27 stig og 16 fráköst.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Kevin Durant og félagar máttu þola sitt stærsta tap á tímabilinu í nótt.Mynd/APWashington Wizards-New Orleans Hornets 81-92 Chicago Bulls-Cleveland Cavaliers 100-91 Miami Heat-Golden State Warriors 114-107 Minnesota Timberwolves-New Jersey Nets 103-88 San Antonio Spurs-Oklahoma City Thunder 101-74 Milwaukee Bucks-Dallas Mavericks 99-87 Denver Nuggets-Sacramento Kings 104-86 Utah Jazz-Memphis Grizzlies 98-92
NBA Skroll-Íþróttir Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira