Einn stærsti skartgripasali Mið-Austurlanda vildi kaupa Aurum Holdings Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. janúar 2012 18:48 Í bréfi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar til sérstaks saksóknara er vitnað til þess að Damas, einn stærsti skartgripasali Mið-Asturlanda með starfsemi í Evrópu, hafði undirritað óbindandi samkomulag við Fons um kaup á Aurum Holdings áður en dótturfélag Fons fékk lán til að kaupa félagið. Málið snýst um sex milljarða króna lán Glitnis til félagsins FS-38 ehf. sem var dótturfélag Fons upp á sex milljarða króna í júlí 2008 til að kaupa 30 prósenta hlut í Aurum Holdings af Fons, en lánveitingin til FS-38 ehf. er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara vegna gruns um umboðssvik. Í bréfi sem Jón Ásgeir Jóhannesson sendi sérstökum saksóknara í október sl. og fréttastofan hefur undir höndum vísar hann til þess að embættið hafi nú þegar undir höndum gögn sem sýni að skrifað var undir óbindandi samkomulag, svokallað „Head of Terms" við Damas, einn stærsta skartgripasala Mið-Austurlanda, um kaup Damas á hlutabréfunum í Aurum hinn 14. júní 2008, áður en FS38 ehf. fékk lán hjá Glitni til að kaupa bréfin, en rannsóknin snýr að meintu yfirverði sem greitt var þegar Glitnir lánaði 6 milljarða króna fyrir 30 prósenta hlut í Aurum Holdings. Viðræður við Damas hafi staðið yfir fram í fyrstu vikuna í október er þeim var slitið vegna erfiðleika á alþjóðlegum á fjármálamörkuðum.Jón Ásgeir sendi sérstökum saksóknara bréf í október sl. þar sem hann fer fram á að sá hluti rannsóknarinnar á Aurum-málinu sem snýr að sér verði felldur niður.Þá vitnar Jóns Ásgeir til skýrslu fyrirtækisins Cavendish í aðdraganda söluferlis Aurum, en fyrirtækið er að stærstum hluta í eigu skilanefndar Landsbankans í dag, en áætlað var að heildarsöluverð Aurum væri á bilinu 180-220 milljónir punda, jafnvirði allt að 42 milljarða króna. Þá er einnig vitnað til fréttar breska dagblaðsins Times þar sem fram kemur að Aurum Holdings sé 200 milljóna punda virði. Allt tal um refsivert athæfi sé því með öllu fráleitt. Þá kemur fram í bréfi Jóns Ásgeirs að í yfirheyrslu yfir honum frá sumrinu 2011 hafið komið fram sú afstaða sérstaks saksóknara að samkomulagið við Damas hafi verið „uppdiktað skjal" gert í tengslum við lánið til FS-38 í þeim tilgangi að hafa fé út úr Glitni. Jón Ásgeir segir að nú hafi verið lögð fram gögn og upplýsingar sem sýni að svo var ekki. Á þeim grundvelli sé gerð krafa um að málið verði fellt niður. Þess má geta að eiginkona Jóns Ásgeirs er stærsti hluthafinn í 365 miðlum sem eiga og reka fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Tilbúnir að fresta skaðabótamáli gegn Lárusi og Jóni Ásgeiri Slitastjórn Glitnis ætlar að fallast á beiðni um að fresta aðalmeðferð í skaðabótamáli á hendur Lárusi Welding, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni og fleirum vegna félagsins Aurum Holdings þangað til niðurstaða liggur fyrir í rannsókn sérstaks saksóknara vegna sama máls. Dómari getur frestað málinu að sjálfsdáðum. 9. janúar 2012 18:30 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Í bréfi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar til sérstaks saksóknara er vitnað til þess að Damas, einn stærsti skartgripasali Mið-Asturlanda með starfsemi í Evrópu, hafði undirritað óbindandi samkomulag við Fons um kaup á Aurum Holdings áður en dótturfélag Fons fékk lán til að kaupa félagið. Málið snýst um sex milljarða króna lán Glitnis til félagsins FS-38 ehf. sem var dótturfélag Fons upp á sex milljarða króna í júlí 2008 til að kaupa 30 prósenta hlut í Aurum Holdings af Fons, en lánveitingin til FS-38 ehf. er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara vegna gruns um umboðssvik. Í bréfi sem Jón Ásgeir Jóhannesson sendi sérstökum saksóknara í október sl. og fréttastofan hefur undir höndum vísar hann til þess að embættið hafi nú þegar undir höndum gögn sem sýni að skrifað var undir óbindandi samkomulag, svokallað „Head of Terms" við Damas, einn stærsta skartgripasala Mið-Austurlanda, um kaup Damas á hlutabréfunum í Aurum hinn 14. júní 2008, áður en FS38 ehf. fékk lán hjá Glitni til að kaupa bréfin, en rannsóknin snýr að meintu yfirverði sem greitt var þegar Glitnir lánaði 6 milljarða króna fyrir 30 prósenta hlut í Aurum Holdings. Viðræður við Damas hafi staðið yfir fram í fyrstu vikuna í október er þeim var slitið vegna erfiðleika á alþjóðlegum á fjármálamörkuðum.Jón Ásgeir sendi sérstökum saksóknara bréf í október sl. þar sem hann fer fram á að sá hluti rannsóknarinnar á Aurum-málinu sem snýr að sér verði felldur niður.Þá vitnar Jóns Ásgeir til skýrslu fyrirtækisins Cavendish í aðdraganda söluferlis Aurum, en fyrirtækið er að stærstum hluta í eigu skilanefndar Landsbankans í dag, en áætlað var að heildarsöluverð Aurum væri á bilinu 180-220 milljónir punda, jafnvirði allt að 42 milljarða króna. Þá er einnig vitnað til fréttar breska dagblaðsins Times þar sem fram kemur að Aurum Holdings sé 200 milljóna punda virði. Allt tal um refsivert athæfi sé því með öllu fráleitt. Þá kemur fram í bréfi Jóns Ásgeirs að í yfirheyrslu yfir honum frá sumrinu 2011 hafið komið fram sú afstaða sérstaks saksóknara að samkomulagið við Damas hafi verið „uppdiktað skjal" gert í tengslum við lánið til FS-38 í þeim tilgangi að hafa fé út úr Glitni. Jón Ásgeir segir að nú hafi verið lögð fram gögn og upplýsingar sem sýni að svo var ekki. Á þeim grundvelli sé gerð krafa um að málið verði fellt niður. Þess má geta að eiginkona Jóns Ásgeirs er stærsti hluthafinn í 365 miðlum sem eiga og reka fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Tilbúnir að fresta skaðabótamáli gegn Lárusi og Jóni Ásgeiri Slitastjórn Glitnis ætlar að fallast á beiðni um að fresta aðalmeðferð í skaðabótamáli á hendur Lárusi Welding, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni og fleirum vegna félagsins Aurum Holdings þangað til niðurstaða liggur fyrir í rannsókn sérstaks saksóknara vegna sama máls. Dómari getur frestað málinu að sjálfsdáðum. 9. janúar 2012 18:30 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Tilbúnir að fresta skaðabótamáli gegn Lárusi og Jóni Ásgeiri Slitastjórn Glitnis ætlar að fallast á beiðni um að fresta aðalmeðferð í skaðabótamáli á hendur Lárusi Welding, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni og fleirum vegna félagsins Aurum Holdings þangað til niðurstaða liggur fyrir í rannsókn sérstaks saksóknara vegna sama máls. Dómari getur frestað málinu að sjálfsdáðum. 9. janúar 2012 18:30