NFL: New Orleans og Houston áfram | Tveir leikir í kvöld 8. janúar 2012 11:45 Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans, átti stórkostlegan leik í nótt og hann er hér á flugi í leiknum. Úrslitakeppni NFL-deildarinnar hófst í nótt með tveimur leikjum. Hið sjóðheita lið New Orleans Saints þaggaði niður í ljónunum frá Detroit og Houston Texans vann einnig sannfærandi sigur á Cincinnati. Það var búist við miklu skori í leik New Orleans og Detroit enda voru þar að mætast leikstjórnendur sem höfðu farið mikinn í vetur og báðir kastað yfir 5.000 jarda á tímabilinu. Þeir ollu ekki vonbrigðum. Detroit byrjaði leikinn betur og leiddi framan af en New Orleans tók leikinn í sínar hendur í síðari hálfleik og skoraði fimm snertimörk í fimm sóknum. Hinn ungi leikstjórnandi Detroit, Matthew Stafford, var alveg magnaður framan af en þegar á reyndi í síðari hálfleik gerði hann dýrmæt mistök sem hinn reyndi leikstjórnandi New Orleans, Drew Brees, refsaði honum grimmilega fyrir. Brees og sóknarlið Saints nældi í samtals 626 jarda í leiknum sem er NFL-met. Lokatölur 45-28 og New Orleans sækir San Francisco heim um næstu helgi. Houston lagði Cincinnati, 31-10, í sögulegum leik en þetta var í fyrsta skipti sem lið mætast í úrslitakeppninni með nýliða sem leikstjórnendur. Cincinnati gerði of mikið af mistökum og sigur Texans aldrei í hættu. Houston mun mæta Baltimore Ravens í næstu umferð. Í kvöld fara fram tveir leikir. Klukkan 18.00 tekur NY Giants á móti Atlanta Falcons og klukkan 21.30 er komið að Tim Tebow og félögum í Denver Broncos en þeir taka á móti Pittsburgh Steelers. Báðir leikirnir verða í beinni á ESPN America sem má finna á fjölvarpi Digital Ísland. NFL Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Sjá meira
Úrslitakeppni NFL-deildarinnar hófst í nótt með tveimur leikjum. Hið sjóðheita lið New Orleans Saints þaggaði niður í ljónunum frá Detroit og Houston Texans vann einnig sannfærandi sigur á Cincinnati. Það var búist við miklu skori í leik New Orleans og Detroit enda voru þar að mætast leikstjórnendur sem höfðu farið mikinn í vetur og báðir kastað yfir 5.000 jarda á tímabilinu. Þeir ollu ekki vonbrigðum. Detroit byrjaði leikinn betur og leiddi framan af en New Orleans tók leikinn í sínar hendur í síðari hálfleik og skoraði fimm snertimörk í fimm sóknum. Hinn ungi leikstjórnandi Detroit, Matthew Stafford, var alveg magnaður framan af en þegar á reyndi í síðari hálfleik gerði hann dýrmæt mistök sem hinn reyndi leikstjórnandi New Orleans, Drew Brees, refsaði honum grimmilega fyrir. Brees og sóknarlið Saints nældi í samtals 626 jarda í leiknum sem er NFL-met. Lokatölur 45-28 og New Orleans sækir San Francisco heim um næstu helgi. Houston lagði Cincinnati, 31-10, í sögulegum leik en þetta var í fyrsta skipti sem lið mætast í úrslitakeppninni með nýliða sem leikstjórnendur. Cincinnati gerði of mikið af mistökum og sigur Texans aldrei í hættu. Houston mun mæta Baltimore Ravens í næstu umferð. Í kvöld fara fram tveir leikir. Klukkan 18.00 tekur NY Giants á móti Atlanta Falcons og klukkan 21.30 er komið að Tim Tebow og félögum í Denver Broncos en þeir taka á móti Pittsburgh Steelers. Báðir leikirnir verða í beinni á ESPN America sem má finna á fjölvarpi Digital Ísland.
NFL Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Sjá meira