Íhuga að tryggja konum skoðanir og greiða fyrir aðgerðir Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 6. janúar 2012 18:40 Guðbjartur Hannesson er velferðarráðherra. mynd/ pjetur. Velferðaráðuneytið íhugar að tryggja íslenskum konum með PIP sílikonpúða skoðanir og að greiða fyrir aðgerðir þar sem fjarlægja þarf púða sem leka. Nokkrar konur með gallaða púða hafa þegar látið fjarlægja þá að eigin frumkvæði. Þrjátíu íslenskar konur með sílikonpúða frá franska framleiðandanum Poly Implant Prothese hafa fengið lögfræðing til að undirbúa málsókn á hendur lýtalækni sínum, Jens Kjartanssyni. Þær vilja fá púðana fjarlægða sér að kostnaðarlausu. Í púðunum er iðnaðarsílikon og þeir eru líklegri til að leka en sílikonpúðar frá öðrum framleiðendum. Sumar af konunum hafa fundið fyrir óþægindum vegna þeirra. „Það hafa verið verkir, útbrot, allt niður í doða niður í hendur og einhverjar hafa fundið fyrir eitlastækkun í hálsi. Þetta eru mjög margvísleg einkenni sem þær hafa fundið fyrir," segir Saga Ýrr Jónsdóttir. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki náðst í Jens Kjartansson lýtalækni síðustu daga en eftir því sem fréttastofa kemst næst er hann eini læknirinn sem notaði umrædda púða hér á landi. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að nokkrar konur hafi þegar látið fjarlægja gallaða PIP sílikonpúða úr brjóstum sínum að sínu frumkvæði. Bresk stjórnvöld ákváðu í dag að konur þar í landi með PIP sílikonpúða geti fengið þá fjarlægða og nýja í staðinn. Um fjögur hundruð konur fengu umrædda púða grædda í sig hér á landi. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru þó ekki eingöngu um íslenskar konur að ræða heldur kom hluti þeirra gagngert til landsins til að fara í sílikonaðgerð. Starfsmenn velferðaráðuneytisins hafa farið yfir málið í dag ásamt starfsmönnum Landlæknisembættisins og umræddum lækni. Vonast er til að ráðuneytið verði búið að móta tillögur um hvernig brugðist verður við eftir helgi. „Hugmyndirnar sem hafa verið, án þess að þær hafa verið mótaðar endanlega, er að allar skoðanir á þessu að við tryggjum að þær verði í boði fyrir allar þessar konur og þá hugsanlega fjarlægja púðana ef það er um að ræða leka. En við eigum eftir að útfæra þetta betur og sjá hversu umfangsmikið þetta er. Eða hvernig er eðliilegt að bregðast við. Þetta verður auðvitað að hafa í huga að þessar aðgerðir hafa ekki verið greiddar af ríkinu og það eru reglugerðir um það að það eigi ekki að greiða afleiddan kostnað heldur. Þannig að það þarf að fínstilla þetta en það er alveg klárt að fókusinn verður á að halda utan um þessar konur og hjálpa þeim út úr þessu vandamáli," segir Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra. PIP-brjóstapúðar Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Velferðaráðuneytið íhugar að tryggja íslenskum konum með PIP sílikonpúða skoðanir og að greiða fyrir aðgerðir þar sem fjarlægja þarf púða sem leka. Nokkrar konur með gallaða púða hafa þegar látið fjarlægja þá að eigin frumkvæði. Þrjátíu íslenskar konur með sílikonpúða frá franska framleiðandanum Poly Implant Prothese hafa fengið lögfræðing til að undirbúa málsókn á hendur lýtalækni sínum, Jens Kjartanssyni. Þær vilja fá púðana fjarlægða sér að kostnaðarlausu. Í púðunum er iðnaðarsílikon og þeir eru líklegri til að leka en sílikonpúðar frá öðrum framleiðendum. Sumar af konunum hafa fundið fyrir óþægindum vegna þeirra. „Það hafa verið verkir, útbrot, allt niður í doða niður í hendur og einhverjar hafa fundið fyrir eitlastækkun í hálsi. Þetta eru mjög margvísleg einkenni sem þær hafa fundið fyrir," segir Saga Ýrr Jónsdóttir. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki náðst í Jens Kjartansson lýtalækni síðustu daga en eftir því sem fréttastofa kemst næst er hann eini læknirinn sem notaði umrædda púða hér á landi. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að nokkrar konur hafi þegar látið fjarlægja gallaða PIP sílikonpúða úr brjóstum sínum að sínu frumkvæði. Bresk stjórnvöld ákváðu í dag að konur þar í landi með PIP sílikonpúða geti fengið þá fjarlægða og nýja í staðinn. Um fjögur hundruð konur fengu umrædda púða grædda í sig hér á landi. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru þó ekki eingöngu um íslenskar konur að ræða heldur kom hluti þeirra gagngert til landsins til að fara í sílikonaðgerð. Starfsmenn velferðaráðuneytisins hafa farið yfir málið í dag ásamt starfsmönnum Landlæknisembættisins og umræddum lækni. Vonast er til að ráðuneytið verði búið að móta tillögur um hvernig brugðist verður við eftir helgi. „Hugmyndirnar sem hafa verið, án þess að þær hafa verið mótaðar endanlega, er að allar skoðanir á þessu að við tryggjum að þær verði í boði fyrir allar þessar konur og þá hugsanlega fjarlægja púðana ef það er um að ræða leka. En við eigum eftir að útfæra þetta betur og sjá hversu umfangsmikið þetta er. Eða hvernig er eðliilegt að bregðast við. Þetta verður auðvitað að hafa í huga að þessar aðgerðir hafa ekki verið greiddar af ríkinu og það eru reglugerðir um það að það eigi ekki að greiða afleiddan kostnað heldur. Þannig að það þarf að fínstilla þetta en það er alveg klárt að fókusinn verður á að halda utan um þessar konur og hjálpa þeim út úr þessu vandamáli," segir Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra.
PIP-brjóstapúðar Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira