Fótbolti

Espanyol náði í stig gegn Barcelona

Stefán Árni Pálsson skrifar
Barcelona náði aðeins í stig gegn erkifjendunum í Espanyol þegar liðin gerðu 1-1 jafntefli á heimavelli Espanyol í kvöld.

Barcelona gerði fyrsta mark leiksins eftir rúmlega fimmtán mínútna leik þegar Cesc Fabregas kom boltanum í netið. Leikurinn náði aldrei almennilegu flugi og útlit fyrir nokkuð þægilegan sigur hjá Barcelona.

Espanyol gafst aftur á móti aldrei upp og sýndu alltaf gríðarlega mikla baráttu. Álvaro náði að jafna metinn fyrir Espanyol þegar aðeins fjórar mínútur voru eftir af leiknum og niðurstaðan jafntefli. Barcelona sótti án afláts undir lokin en náðu ekki að koma boltanum í netið.

Barcelona átti að fá dæmda vítaspyrnu þegar komið var þremur mínútum framyfir venjulegan leiktíma en þá varði varnarmaður Espanyol boltann með hendinni inn í teig.

Eftir leikinn munar fimm stigum á Real Madrid og Barcelona en Madrid trjónir á toppi deildarinnar með 43 stig. Espanyol er í áttunda sæti deildarinnar með 24 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×