Stosur óvænt úr leik á heimavelli í Melbourne | Fyrstu umferð lokið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. janúar 2012 12:40 Samantha Stosur var svekkt eftir tapið í morgun. Nordic Photos / Getty Images Nánast öllum viðureignum er lokið í fyrstu umferð einliðaleiks karla og kvenna á fyrsta stórmóti ársins í tennis, Opna ástralska meistaramótinu. Í karlaflokki kom fátt á óvart, nema þá helst að Spánverjinn Fernando Verdasco féll úr leik eftir tap fyrir heimamanninum Bernand Tomic. Þeir 32 sterkustu keppendum heimsins sem taka þátt í mótinu er raðað eftir styrkleikaröð og mæta því veikari andstæðingum í fyrstu umferðunum. Það kom því mjög á óvart að Ástralinn Samantha Stosur, sigurvegari opna bandaríska meistaramótsins í haust, féll úr leik strax í fyrstu umferð er hún varð að játa sig sigraða fyrir Sorana Cirstea frá Rúmeníu. Cirstea er í 59. sæti heimslistans en Stosur er sjötti sterkasti keppandi mótsins. Miklar væntingar voru gerðar til Stosur þrátt fyrir slæmt gengi í smærri keppnum í aðdraganda mótsins. Vonbrigði hennar voru mikil. „Þetta var ekki það sem ég vildi. Ekki bara þetta mót heldur allt sumarið," sagði Stosur en hásumar er nú í Ástralíu. Nánast allt besta tennisfólk heims er meðal keppenda í Ástralíu og komust þau langflest auðveldlega áfram í aðra umferð. Þess má þó geta að Robin Söderling, Svíinn sterki, er ekki meðal þátttakanda en hann hefur verið frá keppni síðan í júlí eftir að hann greindist með einkirningasótt. Aðeins einni viðureign er ólokið í fyrstu umferðinni en í henni mætast Serena Williams frá Bandaríkjunum og Tamira Paszek frá Austurríki. Er það síðasta viðureignin á öðrum keppnisdegi mótsins.Uppfært 13.53: Williams átti ekki í teljandi vandræðum með Paszek og vann, 6-3 og 6-2. Tennis Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Fleiri fréttir Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Sjá meira
Nánast öllum viðureignum er lokið í fyrstu umferð einliðaleiks karla og kvenna á fyrsta stórmóti ársins í tennis, Opna ástralska meistaramótinu. Í karlaflokki kom fátt á óvart, nema þá helst að Spánverjinn Fernando Verdasco féll úr leik eftir tap fyrir heimamanninum Bernand Tomic. Þeir 32 sterkustu keppendum heimsins sem taka þátt í mótinu er raðað eftir styrkleikaröð og mæta því veikari andstæðingum í fyrstu umferðunum. Það kom því mjög á óvart að Ástralinn Samantha Stosur, sigurvegari opna bandaríska meistaramótsins í haust, féll úr leik strax í fyrstu umferð er hún varð að játa sig sigraða fyrir Sorana Cirstea frá Rúmeníu. Cirstea er í 59. sæti heimslistans en Stosur er sjötti sterkasti keppandi mótsins. Miklar væntingar voru gerðar til Stosur þrátt fyrir slæmt gengi í smærri keppnum í aðdraganda mótsins. Vonbrigði hennar voru mikil. „Þetta var ekki það sem ég vildi. Ekki bara þetta mót heldur allt sumarið," sagði Stosur en hásumar er nú í Ástralíu. Nánast allt besta tennisfólk heims er meðal keppenda í Ástralíu og komust þau langflest auðveldlega áfram í aðra umferð. Þess má þó geta að Robin Söderling, Svíinn sterki, er ekki meðal þátttakanda en hann hefur verið frá keppni síðan í júlí eftir að hann greindist með einkirningasótt. Aðeins einni viðureign er ólokið í fyrstu umferðinni en í henni mætast Serena Williams frá Bandaríkjunum og Tamira Paszek frá Austurríki. Er það síðasta viðureignin á öðrum keppnisdegi mótsins.Uppfært 13.53: Williams átti ekki í teljandi vandræðum með Paszek og vann, 6-3 og 6-2.
Tennis Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Fleiri fréttir Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Sjá meira