Erlent

Myndin The Artist var sigurvegarinn á Golden Globe hátíðinni

Þögla svarthvíta myndin The Artist var sigurvegari á Golden Globe verðlaunahátíðinni í Los Angels í gærkvöldi.

Myndin, sem gerð var í Frakklandi, hlaut alls þrenn verðlaun, meðal annars sem besta gamanmyndin. Myndin The Descendans var kosin besta dramatíska myndin og George Clooney hlaut verðlaunin sem besti leikarinn í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í þeirri mynd.

Meryl Streep var kosin besta leikkonan í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á járnfrúnni Margaret Thatcher. Martin Scorsese hlaut verðlaunin sem besti leikstjórinn fyrir mynd sína Hugo en hún er fyrsta þrívíddarmynd leikstjórans.

Gamla brýnið Christopher Plummer hlut verðlaunin sem besti karlleikari í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í myndinni Beginners en Octavia Spencer varð hlutskörpust í valinu á kvennleikara í aukahlutverki fyrir myndina The Help.

Golden Globe verðlaunin eru talin gefa góðar vísbendingar um hverjir hljóti hin eftirsóttu Óskarsverðlaun í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×