Svartháfsmál Lárusar og Guðmundar þingfest fyrir dómi í dag 10. janúar 2012 10:58 Lárus Welding. Mál sérstaks saksóknara gegn fyrrverandi forstjóra Glitnis, Lárusi Welding, og Guðmundi Hjaltasyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Glitnis, verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegi í dag. Þeir hafa verið ákærðir fyrir stórfelld umboðssvik. Ákæran kemur til vegna rannsóknar saksóknara á fléttu sem tengist félaginu Svartháfi og Vafning, en lánið rann í raun til Milestone, það félag var í eigu bræðranna Karls og Steingríms Wernerssona. Báðir sátu Lárus og Guðmundur í áhættunefnd Glitnis og eru sagðir hafa misnotað stöðu sína og stefnt bankanum í stórfellda hættu með því að lána Milestone tíu milljarða króna í febrúar 2008, rúmu hálfu ári áður en bankinn féll. Helmingur lánsins var veitt til Vafnings án trygginga. Félagið átti ekkert nema hálfa milljón í hlutafé. Þá fékk Svartháfur hinn helming tíu milljarðanna frá bankanum skömmu síðar til þess að greiða niður lán Milestones til bankans, í gegnum Vafning. Ástæðan fyrir láninu var fyrst og fremst að komast hjá veðkalli. Ef lánið hefði ekki verið veitt hefði bandaríski bankinn, Morgan Stanley, tekið bréf bankans yfir og í kjölfarið hefðu bréfin farið á markað, og líklega afhjúpað viðkvæma stöðu bankans í kjölfarið. Til þess að komast hjá því að veita Milestone lánið var búið svo um hnútana að félagið Vafningur ehf., fengi lánið. Í ákærunni segir að látið hafi verið líta svo út að Vafningur hefði tekið lánið en ekki Milestone með því að dagsetja lánasamnings á milli Glitnis og Vafnings. Bankinn mátti ekki lána Milestone meira fé, en þá þegar skuldaði Milestone Glitni rúma 32,4 milljarða. Með þessari lánveitingu fór skuld Milestone upp í 42,4 milljarða. Í ákæruskjalinu segir ennfremur að lánveitingin hafi orðið til þess að bankinn féll svo að lokum í október 2008, með alvarlegum afleiðingum fyrir kröfuhafa, ríkissjóð og almenning. Brotið varðar sex ára fangelsi, verði þeir fundnir sekir. Þetta er fyrsta málið þar sem stjórnendur stóru viðskiptabankanna eru ákærðir, og réttað yfir, eftir hrun. Vafningsmálið Mest lesið Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Mál sérstaks saksóknara gegn fyrrverandi forstjóra Glitnis, Lárusi Welding, og Guðmundi Hjaltasyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Glitnis, verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegi í dag. Þeir hafa verið ákærðir fyrir stórfelld umboðssvik. Ákæran kemur til vegna rannsóknar saksóknara á fléttu sem tengist félaginu Svartháfi og Vafning, en lánið rann í raun til Milestone, það félag var í eigu bræðranna Karls og Steingríms Wernerssona. Báðir sátu Lárus og Guðmundur í áhættunefnd Glitnis og eru sagðir hafa misnotað stöðu sína og stefnt bankanum í stórfellda hættu með því að lána Milestone tíu milljarða króna í febrúar 2008, rúmu hálfu ári áður en bankinn féll. Helmingur lánsins var veitt til Vafnings án trygginga. Félagið átti ekkert nema hálfa milljón í hlutafé. Þá fékk Svartháfur hinn helming tíu milljarðanna frá bankanum skömmu síðar til þess að greiða niður lán Milestones til bankans, í gegnum Vafning. Ástæðan fyrir láninu var fyrst og fremst að komast hjá veðkalli. Ef lánið hefði ekki verið veitt hefði bandaríski bankinn, Morgan Stanley, tekið bréf bankans yfir og í kjölfarið hefðu bréfin farið á markað, og líklega afhjúpað viðkvæma stöðu bankans í kjölfarið. Til þess að komast hjá því að veita Milestone lánið var búið svo um hnútana að félagið Vafningur ehf., fengi lánið. Í ákærunni segir að látið hafi verið líta svo út að Vafningur hefði tekið lánið en ekki Milestone með því að dagsetja lánasamnings á milli Glitnis og Vafnings. Bankinn mátti ekki lána Milestone meira fé, en þá þegar skuldaði Milestone Glitni rúma 32,4 milljarða. Með þessari lánveitingu fór skuld Milestone upp í 42,4 milljarða. Í ákæruskjalinu segir ennfremur að lánveitingin hafi orðið til þess að bankinn féll svo að lokum í október 2008, með alvarlegum afleiðingum fyrir kröfuhafa, ríkissjóð og almenning. Brotið varðar sex ára fangelsi, verði þeir fundnir sekir. Þetta er fyrsta málið þar sem stjórnendur stóru viðskiptabankanna eru ákærðir, og réttað yfir, eftir hrun.
Vafningsmálið Mest lesið Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira