Erlent

Kvikmynd Martin Scorsese með 11 tilnefningar

Úr kvikmyndinni Hugo eftir Martin Scorsese.
Úr kvikmyndinni Hugo eftir Martin Scorsese. mynd/AP
Ævintýramynd leikstjórans Martin Scorsese, Hugo, hefur verið tilnefnd til 11 Óskarsverðlauna. Kvikmyndin hefur fengið mikið lof gagnrýnenda og hefur Scorsese lýst henni sem óður til kvikmyndagerðarinnar.

Scorsese fékk tilnefningu fyrir leikstjórn en myndin var einnig tilnefnd sem besta kvikmyndin.

Hugo er fyrsta kvikmynd leikstjórans í þrívídd.

Ásamt Hugo voru níu aðrar kvikmyndir tilnefndar sem besta myndin. Þar á meðal er nýjasta kvikmynd leikstjórans Steven Spielberg, War Horse. Woody Allen hlaut einnig tilnefningu fyrir kvikmyndina Midnight in Paris. Þögla kvikmyndin The Artist var einnig tilnefnd.

The Artist er sögð vera afar líkleg til sigurs en hún hlaut Golden Globe verðlaunin ásamt verðlaunum Producers Guild Awards. The Artist var tilnefnd til 10 Óskarsverðlauna.

Verði The Artist útnefnd sem besta kvikmynd verður hún fyrsta þögla kvikmyndin til að hljóta Óskarsverðlaun síðan árið 1927.

Sigri Hugo verður hún fyrsta þrívíddarkvikmynd sögunnar til að fá Óskarsverðlaun sem besta mynd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×