Óvænt úrslit urðu á Opna ástralska mótinu í tennis í nótt þegar Serena Williams beið lægri hlut gegn Ekaterinu Makarovu frá Rússlandi í tveimur settum, 6-2 og 6-3.
Williams, sem hefur fimm sinnum staðið uppi sem sigurvegari á mótinu, gerði mörg mistök og átti ekkert svar við föstum skotum mótherja síns.
„Umm, mér fannst hún spila mjög vel. Hún gaf allt í mörg skot sín," sagði Williams við blaðamenn eftir leikinn. „Ég klúðraði 37 skotum án þess að vera undir pressu. Það segir sína sögu," sagði Williams sem hafði unnið 17 leiki í röð á mótinu.
Williams vann mótið árin 2009 og 2010 en sat hjá í fyrra vegna meiðsla. Makarova var í skýjunum með sigurinn og sætið í 8-manna úrslitum.
„Ég veit ekki hvað ég á að segja. Þetta er stórkostleg tilfinning og fyrsta skipti sem ég kemst í 8-manna úrslit," sagði hin 23 ára rússneska tenniskona. „Hún er er stórkostlegur leikmaður. Það er mjög erfitt að spila gegn henni þannig að ég er mjög ánægð með að mér tókst að hafa betur," sagði Makarova.
Serena Williams úr leik í Ástralíu
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið



Einn besti dómari landsins fær ekki leik
Körfubolti







Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona
Enski boltinn