Fólk vill nálgast gögnin óháð stað og stund 9. febrúar 2012 23:49 Gert er ráð fyrir að um 300 milljónir spjaldtölva seljist árið 2015 og á sama tíma er gert ráð fyrir að um 1,1 milljarður snjallsíma seljist. Gert er ráð fyrir að um 300 milljónir spjaldtölva seljist árið 2015 og á sama tíma er gert ráð fyrir að um 1,1 milljarður snjallsíma seljist. Slíkar spár eru í takt við breytt landslag innan fyrirtækja. Notendur vilja velja sjálfir þau tæki sem þeir nota til þess að vinna og miðla upplýsingum og gögnum. Þetta er á meðal þess sem kom fram í erindi sem Guðmundur Arnar Þórðarson sérfræðingur hjá Nýherja hélt um sýndarvæðingu á Utmessunni, sem fram fór í dag og í kvöld. Guðmundur sagði að nú sé að ryðja sér til rúms það sem kallað hefur verið „Bring your own device" (BYOD), þar sem starfsfólk fær styrk hjá vinnuveitanda til kaupa á tölvum, í stað þess að fá afhenta tölvu frá fyrirtækinu. „Sýndarvæðing útstöðva er lykilþáttur í slíku fyrirkomulagi en þannig geta notendur valið hvaða endabúnað þeir nota við vinnu sína, hvort sem það er fartölva, spjaldtölva eða farsími, óháð stað og stund. Starfsfólk getur ráðið því hvernig tæki þeir nota til að kalla vinnuumhverfið sitt fram," sagði hann. Með sýndarlausn er hægt að ganga enn lengra og tengjast vinnuumhverfinu á öryggan hátt með bæði farsíma og spjaldtölvu óháð því hvar í heiminum viðkomandi er staddur. „Fólk vill sveigjanleika og í auknum mæli er búnaðurinn hluti af lífsstíl viðkomandi. Um leið vill fólk hafa einfaldleikann í fyrirrúmi og nálgast gögnin óháð stað og stund." Hann sagði að gert sé ráð fyrir að um 20 milljón tölva starfsfólks í fyrirtækjum um heim allan verði sýndarvæddar fyrir tölvuský árið 2014. „Mörg fyrirtæki eru farin að huga að slíkri lausn enda getur hún falið í sér verulegt hagræði, t.d. með einfaldari rekstri og umtalsverðum sparnaði í orkunotkun, samkvæmt greiningafyrirtækjum." Sýndarvæðing útstöðva felur í sér að allur hugbúnaður og stýrikerfi er ekki vistaður á útstöðvum notenda heldur hýstur á einum miðlægum stað. Það eru því í raun engin forrit eða gögn vistuð á búnaði notenda heldur eru þau sótt yfir tölvuský. Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Gert er ráð fyrir að um 300 milljónir spjaldtölva seljist árið 2015 og á sama tíma er gert ráð fyrir að um 1,1 milljarður snjallsíma seljist. Slíkar spár eru í takt við breytt landslag innan fyrirtækja. Notendur vilja velja sjálfir þau tæki sem þeir nota til þess að vinna og miðla upplýsingum og gögnum. Þetta er á meðal þess sem kom fram í erindi sem Guðmundur Arnar Þórðarson sérfræðingur hjá Nýherja hélt um sýndarvæðingu á Utmessunni, sem fram fór í dag og í kvöld. Guðmundur sagði að nú sé að ryðja sér til rúms það sem kallað hefur verið „Bring your own device" (BYOD), þar sem starfsfólk fær styrk hjá vinnuveitanda til kaupa á tölvum, í stað þess að fá afhenta tölvu frá fyrirtækinu. „Sýndarvæðing útstöðva er lykilþáttur í slíku fyrirkomulagi en þannig geta notendur valið hvaða endabúnað þeir nota við vinnu sína, hvort sem það er fartölva, spjaldtölva eða farsími, óháð stað og stund. Starfsfólk getur ráðið því hvernig tæki þeir nota til að kalla vinnuumhverfið sitt fram," sagði hann. Með sýndarlausn er hægt að ganga enn lengra og tengjast vinnuumhverfinu á öryggan hátt með bæði farsíma og spjaldtölvu óháð því hvar í heiminum viðkomandi er staddur. „Fólk vill sveigjanleika og í auknum mæli er búnaðurinn hluti af lífsstíl viðkomandi. Um leið vill fólk hafa einfaldleikann í fyrirrúmi og nálgast gögnin óháð stað og stund." Hann sagði að gert sé ráð fyrir að um 20 milljón tölva starfsfólks í fyrirtækjum um heim allan verði sýndarvæddar fyrir tölvuský árið 2014. „Mörg fyrirtæki eru farin að huga að slíkri lausn enda getur hún falið í sér verulegt hagræði, t.d. með einfaldari rekstri og umtalsverðum sparnaði í orkunotkun, samkvæmt greiningafyrirtækjum." Sýndarvæðing útstöðva felur í sér að allur hugbúnaður og stýrikerfi er ekki vistaður á útstöðvum notenda heldur hýstur á einum miðlægum stað. Það eru því í raun engin forrit eða gögn vistuð á búnaði notenda heldur eru þau sótt yfir tölvuský.
Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira