Fótbolti

Enginn tapar fleiri boltum á Spáni en Messi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi.
Lionel Messi. Mynd/AFP
Barcelonamaðurinn Lionel Messi er að flestum talinn vera besti fótboltamaður heims og hann hefur farið á kostum með Barcelona á þessu tímabili með 22 mörk og 9 stoðsendingar í fyrstu tuttugu umferðunum.

Þegar tölfræðin í fyrstu 20 umferðunum er skoðuð betur kemur í ljóst að enginn leikmaður í deildinni tapar boltanum jafnoft og Messi. Messi hefur alls tapað 279 boltum í þessum 20 leikjum eða 13,9 að meðaltali í leik.

Messi er með örugga forystu á þessum lista en í öðru sæti er Didac Vila hjá Espanyol með 251 tapaða bolta. Í þriðja sætinu er síðan annar leikmaður Espanyol því Joan Verdu hefur tapað 241 bolta.

Það er kannski skiljanlegt að Messi tapi einhverjum boltum því hann er alltaf með boltann og er oft að reyna erfiða hluti. Það er hinsvegar furðulegt að hann skuli vera með yfirburðarforystu á þessum lista. Það er víst enginn fullkominn.

Barcelona-liðið treystir mikið á framlag frá Messi sem sést vel á því að liðið vinnur 89 prósent þeirra leikja þar sem hann skorar en aðeins 52 prósent leikjanna þar sem að hann kemst ekki á blað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×