30 sekúndna auglýsing í hálfleik á Super Bowl kostar 440 milljónir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2012 23:30 Mynd/Nordic Photos/Getty Það er mikil spenna í Bandaríkjunum fyrir úrslitaleikinn í ameríska fótboltanum sem fram fer á sunnudaginn. 111 milljónir horfðu á úrslitaleikinn í fyrra og það er búist við því að leikur New York Giants og New England Patriots í ár, slái það áhorfendamet. Super Bowl leikurinn hefur verið vinsælasta sjónvarpsefnið í Bandaríkjunum undanfarin 50 ár enda eru Super Bowl leikir í 16 af 20 efstu sætunum þegar kemur að mesta áhorfi á sjónvarpsefni undanfarna hálfa öld. Leikurinn fer fram á sunnudagskvöldið og verður í beinni útsendingu á ESPN America stöðinni á Fjölvarpinu. Hálfleikurinn í Super Bowl er líka sér kapítuli út af fyrir sig því það er ekki til dýrara auglýsingapláss í bandarísku sjónvarpi. 30 sekúndna auglýsing í hálfleik á Super Bowl í ár kostar 440 milljónir íslenskra króna og hefur NBC-sjónvarpsstöðin hækkað verðið um 17 prósent frá því í fyrra. Sænska fatafyrirtækið H & M mun auglýsa í hálfleik í ár og birtist David Beckham þá í nærbuxnaauglýsingu á vegum fyrirtækisins. Í aðalhlutverki verða þó sem fyrr bjór-, bíla- og gosdrykkja-auglýsingar auk svipmynda úr nýjustu stórmyndunum úr Hollywood. Það er Madonna sem mun skemmta í hálfleik í ár en undanfarin ár hafa það verið Bruce Springsteen og Rolling Stones sem trylltu lýðinn og fólk heima í stofu með sínu þekktustu lögum. Það eykur enn á spennuna að New York Giants og New England Patriots mættust einnig í þessum leik fyrir fjórum árum síðan og þá vann New York Giants dramatískan sigur í æsispennandi leik. Það er því líka von á góðri skemmtun í leiknum sjálfum. NFL Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Sjá meira
Það er mikil spenna í Bandaríkjunum fyrir úrslitaleikinn í ameríska fótboltanum sem fram fer á sunnudaginn. 111 milljónir horfðu á úrslitaleikinn í fyrra og það er búist við því að leikur New York Giants og New England Patriots í ár, slái það áhorfendamet. Super Bowl leikurinn hefur verið vinsælasta sjónvarpsefnið í Bandaríkjunum undanfarin 50 ár enda eru Super Bowl leikir í 16 af 20 efstu sætunum þegar kemur að mesta áhorfi á sjónvarpsefni undanfarna hálfa öld. Leikurinn fer fram á sunnudagskvöldið og verður í beinni útsendingu á ESPN America stöðinni á Fjölvarpinu. Hálfleikurinn í Super Bowl er líka sér kapítuli út af fyrir sig því það er ekki til dýrara auglýsingapláss í bandarísku sjónvarpi. 30 sekúndna auglýsing í hálfleik á Super Bowl í ár kostar 440 milljónir íslenskra króna og hefur NBC-sjónvarpsstöðin hækkað verðið um 17 prósent frá því í fyrra. Sænska fatafyrirtækið H & M mun auglýsa í hálfleik í ár og birtist David Beckham þá í nærbuxnaauglýsingu á vegum fyrirtækisins. Í aðalhlutverki verða þó sem fyrr bjór-, bíla- og gosdrykkja-auglýsingar auk svipmynda úr nýjustu stórmyndunum úr Hollywood. Það er Madonna sem mun skemmta í hálfleik í ár en undanfarin ár hafa það verið Bruce Springsteen og Rolling Stones sem trylltu lýðinn og fólk heima í stofu með sínu þekktustu lögum. Það eykur enn á spennuna að New York Giants og New England Patriots mættust einnig í þessum leik fyrir fjórum árum síðan og þá vann New York Giants dramatískan sigur í æsispennandi leik. Það er því líka von á góðri skemmtun í leiknum sjálfum.
NFL Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Sjá meira