Fótbolti

Valencia náði jafntefli gegn Barcelona í bikarnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lionel Messi í leiknum í kvöld.
Lionel Messi í leiknum í kvöld. Nordic Photos / AFP
Valencia náði að halda jöfnu gegn Barcelona í fyrri leik liðanna í undanúrslitum spænsku bikarkeppninnar í kvöld. Lionel Messi brenndi af vítaspyrnu í síðari hálfleik.

Jonas kom heimamönnum yfir um miðbik fyrri hálfleiks en fyrirliðinn Carles Puyol náði að jafna metin áður en flautað var til hálfleiks en bæði lið fengu nokkur góð færi til að skora í opnum leik.

Seinni hálfleikur var að mestu eign Börsunga. Alexis náði að koma boltanum í netið en mark hans var dæmt af vegna rangstöðu og þá fékk Barcelona vítaspyrnu stuttu síðar eftir að brotið var á Thiago. Messi brást hins vegar bogalistin og lét Diego Alves verja frá sér.

Dani Alves kom inn á sem varamaður í leiknum og átti skot í stöng þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Heimamenn reyndu þó að sækja eftir þetta en náðu ekki að skapa sér almennilegt færi. Niðurstaðan því 1-1 jafntefli.

Síðari leikur liðanna fer fram í Barcelona í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×