Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Njarðvík 77-84 Stefán Árni Pálsson í Laugardalshöll skrifar 18. febrúar 2012 13:00 Njarðvík skrifaði nýjan kafla í glæsta sögu félagsins með 84-77 sigri gegn liði Snæfells í úrslitum Powerade-bikarkeppni kvenna í körfuknatleik. Þetta er í fyrsta sinn sem kvennalið Njarðvíkur vinnur stóran titil í körfubolta en Njarðvík hefur þrívegis áður leiki til úrslita. Snæfell var í fyrsta sinn í úrslitum keppninnar. Njarðvík byrjaði leikinn betur og hafði ákveðin tök á leiknum alveg frá byrjun til enda. Snæfellingar gáfust aldrei upp og var leikurinn í raun spennandi alveg fram til enda. Kieraah Marlow, leikmaður Snæfells, var alveg mögnuð í dag en hún skoraði 37 stig. Vandamálið hjá Snæfellingum var að aðrir leikmenn náðu sér ekki almennilega á strik. Njarðvík dreifði álaginu betur á milli leikmanna og fleiri komust í takt við leikinn. Líklega var það það sem skildi liðin að þegar upp var staðið. Sverrir: Aldrei öruggt en mikið er þetta sættSverrir fagnar eftir leik.mynd/valli„Þetta var magnað og mér líður gríðarlega vel núna," sagði Sverrir Sverrisson, þjálfari Njarðvíkur, eftir sigurinn í dag. „Ég er bara hrikalega ánægður. Þessi leikur var ógeðslega erfiður og við þurftum að halda vel á spöðunum". „Þetta var aldrei öruggt fyrir en það voru bara nokkrar sekúndur eftir. Við vorum að spila við svo sterkt lið að það var ekki hægt að slaka á neitt". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Sverrir með að ýta hér.Ingi: Þetta er liðsíþrótt og það vantaði upp á heildina hjá okkur í dag„Það sem vantaði frá mínu liðið í dag voru fráköst," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir leikinn í dag. „Það kom mér á óvart hvað leikurinn var jafn í hálfleik. Ég er gríðarlega stoltur hvernig liðið kom til baka í síðari hálfleikinn og við náðum að koma með smá spennu í leikinn". „Þetta er liðsíþrótt og við náðum ekki saman sem ein heild í dag. Ég er samt stoltur af stelpunum og það eru allir Hólmarar". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Inga með því að ýta hér. Petrúnella: Alltaf jafn ljúftPetrúnella átti fínan leik.mynd/valli„Það er alltaf jafn ljúft að verða Bikarmeistari," sagði Petrúnella Skúladóttir, leikmaður Njarðvíkur, eftir sigurinn í dag. „Við náðum góðu forskoti í byrjun síðari hálfleiks og náðu að halda út. Það held ég að hafi skilað okkur þessum sigri í dag". „Við erum bara búnar að æfa saman í allan vetur og hópurinn er að verða betri og betri. Það held ég að hafi skilað miklu í dag". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Petrúnellu með því að ýta hér.Tölfræði: Snæfell 77-84 NjarðvíkSnæfell: Kieraah Marlow 37/4 varin skot, Jordan Lee Murphree 15/15 fráköst/5 stoðsendingar/4 varin skot, Hildur Sigurdardottir 13/6 fráköst/6 stoðsendingar, Alda Leif Jónsdóttir 5/5 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 4, Björg Guðrún Einarsdóttir 3, Aníta Sæþórsdóttir 0, Berglind Gunnarsdóttir 0, Ellen Alfa Högnadóttir 0, Sara Mjöll Magnúsdóttir 0, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 0.Njarðvík: Shanae Baker-Brice 35/16 fráköst/9 stoðsendingar/5 stolnir, Lele Hardy 26/24 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 18, Salbjörg Sævarsdóttir 3, Ólöf Helga Pálsdóttir 2/9 fráköst, Sara Dögg Margeirsdóttir 0, Ína María Einarsdóttir 0, Harpa Hallgrímsdóttir 0, Eyrún Líf Sigurðardóttir 0, Erna Hákonardóttir 0, Aníta Carter Kristmundsdóttir 0, Andrea Björt Ólafsdóttir 0. Hér að neðan má lesa beina textalýsingu frá blaðamanni Vísis.Leik lokið: 77-84 fyrir Njarðvík.4. leikhluti:Þetta er komið hjá Njarðvík. Staðan er 83-77 og sjö sekúndur eftir.Tvær risa körfur í röð hjá Njarðvík. Staðan er nuna 81-75 og rúmlega ein mínúta eftir. 73-74 er staðan núna og það gengur lítið upp hjá Njarðvíkingum þessa stundina. Rúmlega þrjár mínútur eftir af leiknum. Mikil spenna núna. Staðan er 72-67 fyrir Njarðvík. Fimm mínútur eftir.Kieraah Marlow er gjörsamlega að fara á kostum fyrir Snæfell núna en hún hefur gert 37 stig og Njarðvíkingar ráða bara ekkert við hana. Staðan er 68-62 fyrir Njarðvík. Nóg eftir.3. leikhluti: Staðan er 66-58 fyrir Njarðvík fyrir lokaleikhlutann. Þær hvítu komu virkilega sterkar til baka undir lok leikhlutans og þessi leikur er svo langt frá því að vera búinn. Komin smá spenna aftur í leikinn. Staðan er orðin 66-56, fínn sprettur hjá Snæfell.Njarðvík er að stinga Snæfell af þessa stundina og staðan er orðin 66-48 fyrir þeim grænu. Rúmlega þrjár mínútur eftir af þriðja leikhlutanum og það verður erfitt að koma til baka úr þessu.Þrettán stigum munar nú á liðunum 55-42 og þriðji leikhlutinn er hálfnaður. Þetta fer að verða svart fyrir Snæfell.Njarðvík gerir sjö fyrstu stig leikhlutans og staðan er allt í einu orðin 48-38. 2. leikhluti:Staðan er 41-38 fyrir Njarðvík í hálfleik. Það má búast við spennandi síðari hálfleik.Bæði lið ætla sér greinilega þennan titil en núna er jafnt á öllum tölum. Staðan er 35-35 þegar fyrri hálfleiknum er rétt að ljúka. Leikurinn er í járnum þessa stundina og litlu munar á þessum landsbyggðarliðum. 33-31 fyrir Njarðvík. Shanae Baker-Brice er að leika virkilega vel í liði Njarðvíkur og hefur gert 13 stig og tekið sjö fráköst eftir rúmlega tíu mínútna leik. Staðan er 28-23 fyrir þær grænu.1. leikhluti: Stelpurnar komu sterkar til baka undir lok fyrsta leikhlutans og minnkuðu muninn niður í þrjú stig 22-19, en Njarvík er enn með undirtökin.Leikurinn er jafn og spennandi en sem komið er og liðin skiptast á að hafa forystuna. Mikil barátta einkennir leikinn og ekki er tomma gefinn eftir. Staðan er 16-12 fyrir Njarðvík þegarSnæfell tekur leikhlé. Njarvíkurstúlkur koma sterkar til baka og eru komnar yfir 8-6. Snæfellingar byrja betur og eru komnar í 4-2 eftir tveggja mínútna leik.Upphitun: Stúlkurnar eru mættar út á gólf og einbeitingin skýn úr augum allra leikmanna. Þetta er sá leikur sem öllum dreymir um að komast í og því er mikið undir.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér ætlum við að fylgjast með vonandi æsispennandi bikarúrslitaleik á milli Snæfells og Njarðvíkur. Dominos-deild kvenna Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira
Njarðvík skrifaði nýjan kafla í glæsta sögu félagsins með 84-77 sigri gegn liði Snæfells í úrslitum Powerade-bikarkeppni kvenna í körfuknatleik. Þetta er í fyrsta sinn sem kvennalið Njarðvíkur vinnur stóran titil í körfubolta en Njarðvík hefur þrívegis áður leiki til úrslita. Snæfell var í fyrsta sinn í úrslitum keppninnar. Njarðvík byrjaði leikinn betur og hafði ákveðin tök á leiknum alveg frá byrjun til enda. Snæfellingar gáfust aldrei upp og var leikurinn í raun spennandi alveg fram til enda. Kieraah Marlow, leikmaður Snæfells, var alveg mögnuð í dag en hún skoraði 37 stig. Vandamálið hjá Snæfellingum var að aðrir leikmenn náðu sér ekki almennilega á strik. Njarðvík dreifði álaginu betur á milli leikmanna og fleiri komust í takt við leikinn. Líklega var það það sem skildi liðin að þegar upp var staðið. Sverrir: Aldrei öruggt en mikið er þetta sættSverrir fagnar eftir leik.mynd/valli„Þetta var magnað og mér líður gríðarlega vel núna," sagði Sverrir Sverrisson, þjálfari Njarðvíkur, eftir sigurinn í dag. „Ég er bara hrikalega ánægður. Þessi leikur var ógeðslega erfiður og við þurftum að halda vel á spöðunum". „Þetta var aldrei öruggt fyrir en það voru bara nokkrar sekúndur eftir. Við vorum að spila við svo sterkt lið að það var ekki hægt að slaka á neitt". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Sverrir með að ýta hér.Ingi: Þetta er liðsíþrótt og það vantaði upp á heildina hjá okkur í dag„Það sem vantaði frá mínu liðið í dag voru fráköst," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir leikinn í dag. „Það kom mér á óvart hvað leikurinn var jafn í hálfleik. Ég er gríðarlega stoltur hvernig liðið kom til baka í síðari hálfleikinn og við náðum að koma með smá spennu í leikinn". „Þetta er liðsíþrótt og við náðum ekki saman sem ein heild í dag. Ég er samt stoltur af stelpunum og það eru allir Hólmarar". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Inga með því að ýta hér. Petrúnella: Alltaf jafn ljúftPetrúnella átti fínan leik.mynd/valli„Það er alltaf jafn ljúft að verða Bikarmeistari," sagði Petrúnella Skúladóttir, leikmaður Njarðvíkur, eftir sigurinn í dag. „Við náðum góðu forskoti í byrjun síðari hálfleiks og náðu að halda út. Það held ég að hafi skilað okkur þessum sigri í dag". „Við erum bara búnar að æfa saman í allan vetur og hópurinn er að verða betri og betri. Það held ég að hafi skilað miklu í dag". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Petrúnellu með því að ýta hér.Tölfræði: Snæfell 77-84 NjarðvíkSnæfell: Kieraah Marlow 37/4 varin skot, Jordan Lee Murphree 15/15 fráköst/5 stoðsendingar/4 varin skot, Hildur Sigurdardottir 13/6 fráköst/6 stoðsendingar, Alda Leif Jónsdóttir 5/5 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 4, Björg Guðrún Einarsdóttir 3, Aníta Sæþórsdóttir 0, Berglind Gunnarsdóttir 0, Ellen Alfa Högnadóttir 0, Sara Mjöll Magnúsdóttir 0, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 0.Njarðvík: Shanae Baker-Brice 35/16 fráköst/9 stoðsendingar/5 stolnir, Lele Hardy 26/24 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 18, Salbjörg Sævarsdóttir 3, Ólöf Helga Pálsdóttir 2/9 fráköst, Sara Dögg Margeirsdóttir 0, Ína María Einarsdóttir 0, Harpa Hallgrímsdóttir 0, Eyrún Líf Sigurðardóttir 0, Erna Hákonardóttir 0, Aníta Carter Kristmundsdóttir 0, Andrea Björt Ólafsdóttir 0. Hér að neðan má lesa beina textalýsingu frá blaðamanni Vísis.Leik lokið: 77-84 fyrir Njarðvík.4. leikhluti:Þetta er komið hjá Njarðvík. Staðan er 83-77 og sjö sekúndur eftir.Tvær risa körfur í röð hjá Njarðvík. Staðan er nuna 81-75 og rúmlega ein mínúta eftir. 73-74 er staðan núna og það gengur lítið upp hjá Njarðvíkingum þessa stundina. Rúmlega þrjár mínútur eftir af leiknum. Mikil spenna núna. Staðan er 72-67 fyrir Njarðvík. Fimm mínútur eftir.Kieraah Marlow er gjörsamlega að fara á kostum fyrir Snæfell núna en hún hefur gert 37 stig og Njarðvíkingar ráða bara ekkert við hana. Staðan er 68-62 fyrir Njarðvík. Nóg eftir.3. leikhluti: Staðan er 66-58 fyrir Njarðvík fyrir lokaleikhlutann. Þær hvítu komu virkilega sterkar til baka undir lok leikhlutans og þessi leikur er svo langt frá því að vera búinn. Komin smá spenna aftur í leikinn. Staðan er orðin 66-56, fínn sprettur hjá Snæfell.Njarðvík er að stinga Snæfell af þessa stundina og staðan er orðin 66-48 fyrir þeim grænu. Rúmlega þrjár mínútur eftir af þriðja leikhlutanum og það verður erfitt að koma til baka úr þessu.Þrettán stigum munar nú á liðunum 55-42 og þriðji leikhlutinn er hálfnaður. Þetta fer að verða svart fyrir Snæfell.Njarðvík gerir sjö fyrstu stig leikhlutans og staðan er allt í einu orðin 48-38. 2. leikhluti:Staðan er 41-38 fyrir Njarðvík í hálfleik. Það má búast við spennandi síðari hálfleik.Bæði lið ætla sér greinilega þennan titil en núna er jafnt á öllum tölum. Staðan er 35-35 þegar fyrri hálfleiknum er rétt að ljúka. Leikurinn er í járnum þessa stundina og litlu munar á þessum landsbyggðarliðum. 33-31 fyrir Njarðvík. Shanae Baker-Brice er að leika virkilega vel í liði Njarðvíkur og hefur gert 13 stig og tekið sjö fráköst eftir rúmlega tíu mínútna leik. Staðan er 28-23 fyrir þær grænu.1. leikhluti: Stelpurnar komu sterkar til baka undir lok fyrsta leikhlutans og minnkuðu muninn niður í þrjú stig 22-19, en Njarvík er enn með undirtökin.Leikurinn er jafn og spennandi en sem komið er og liðin skiptast á að hafa forystuna. Mikil barátta einkennir leikinn og ekki er tomma gefinn eftir. Staðan er 16-12 fyrir Njarðvík þegarSnæfell tekur leikhlé. Njarvíkurstúlkur koma sterkar til baka og eru komnar yfir 8-6. Snæfellingar byrja betur og eru komnar í 4-2 eftir tveggja mínútna leik.Upphitun: Stúlkurnar eru mættar út á gólf og einbeitingin skýn úr augum allra leikmanna. Þetta er sá leikur sem öllum dreymir um að komast í og því er mikið undir.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér ætlum við að fylgjast með vonandi æsispennandi bikarúrslitaleik á milli Snæfells og Njarðvíkur.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira