Íslenskur saltfiskur lækkar í verði vegna kreppu í Suður-Evrópu Kristján Már Unnarsson skrifar 17. febrúar 2012 18:41 Stórþorskur hefur lækkað í verði á mörkuðum hérlendis. Verð á saltfiski hefur lækkað um allt að tuttugu prósent í einstökum tegundum vegna skuldakreppunnar í ríkjum Suður-Evrópu. Þetta á jafnframt þátt í fjórðungs verðlækkun á stórþorski á fiskmörkuðum hérlendis á undanförnum vikum. Helstu kaupendur íslensks saltfisks eru Portúgal, Spánn, Grikkland og Ítalía en áætla má að Íslendingar hafi selt saltfisk fyrir um þrjátíu milljarða króna á síðasta ári og er þetta því ein þýðingarmesta útflutningsgrein þjóðarinnar. Bergþór Baldvinsson, framkvæmdastjóri Nesfisks í Garði, segir verðin hafa lækkað talsvert mikið, - þó sé eins og salan sé örlítið aftur að aukast eftir að verðin lækkuðu. Saltfiskframleiðendur segja verðlækkuna misjafna eftir tegundum, en hún sé mest í stærsta flatta saltfiskinum. Bergþór nefnir 20% verðlækkun frá því í haust. Neytendur í Suður-Evrópu hafa sparað við sig ferðir á veitingastaði sem kaupa stærsta og dýrasta saltfiskinn og hefur þetta átt þátt í því að stórþorskur hefur lækkað í verði um fjórðung á mörkuðum hérlendis. Þá hafa erlendir kaupendur lent í vandræðum með lánafyrirgreiðslu og dregið greiðslur. Bergþór segir hefðbundinn greiðslufrest hafa lengst og algengt sé að hann hafi teygst úr 30 dögum og upp í 65 daga og menn vilji jafnvel teygja þetta ennþá lengra. Það hafi einnig áhrif. Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Verð á saltfiski hefur lækkað um allt að tuttugu prósent í einstökum tegundum vegna skuldakreppunnar í ríkjum Suður-Evrópu. Þetta á jafnframt þátt í fjórðungs verðlækkun á stórþorski á fiskmörkuðum hérlendis á undanförnum vikum. Helstu kaupendur íslensks saltfisks eru Portúgal, Spánn, Grikkland og Ítalía en áætla má að Íslendingar hafi selt saltfisk fyrir um þrjátíu milljarða króna á síðasta ári og er þetta því ein þýðingarmesta útflutningsgrein þjóðarinnar. Bergþór Baldvinsson, framkvæmdastjóri Nesfisks í Garði, segir verðin hafa lækkað talsvert mikið, - þó sé eins og salan sé örlítið aftur að aukast eftir að verðin lækkuðu. Saltfiskframleiðendur segja verðlækkuna misjafna eftir tegundum, en hún sé mest í stærsta flatta saltfiskinum. Bergþór nefnir 20% verðlækkun frá því í haust. Neytendur í Suður-Evrópu hafa sparað við sig ferðir á veitingastaði sem kaupa stærsta og dýrasta saltfiskinn og hefur þetta átt þátt í því að stórþorskur hefur lækkað í verði um fjórðung á mörkuðum hérlendis. Þá hafa erlendir kaupendur lent í vandræðum með lánafyrirgreiðslu og dregið greiðslur. Bergþór segir hefðbundinn greiðslufrest hafa lengst og algengt sé að hann hafi teygst úr 30 dögum og upp í 65 daga og menn vilji jafnvel teygja þetta ennþá lengra. Það hafi einnig áhrif.
Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira