Fótbolti

Barcelona rústaði Valencia | Messi skoraði fjögur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Barcelona rústaði Valencia 5-1 í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld en Argentínumaðurinn Lionel Messi gerði ekki nema fjögur mörk.

Leikmenn Valencia fengur heldur betur algjöra draumabyrjun á Neu Camp í kvöld þegar liðið komst yfir í upphafi leiksins. Pablo Piatti laumaði boltanum framhjá Victor Valdez í marki Barca á 10. mínútu.

Barcelona sótti án afláts næstu mínútur og ætluðu greinilega að jafna metin um hæl. Lionel Messi skoraði síðan fyrsta mark heimamanna á 22. mínútu, en markið kom eftir frábært samspil liðsins. Messi var aftur á ferðinni aðeins fimm mínútum síðar þegar hann nýtti sér markmannsmistök Diego Alves og potaði boltanum yfir línuna. Staðan var 2-1 fyrir Barcelona í hálfleik.

Lionel Messi fullkomnaði síðan þrennuna á 76. mínútu og kom Barcelona í 3-1. Mark sem var algjört rothögg fyrir Valencina. Besti fótboltamaður heimsins var síðan enn einu sinni á ferðinni fimm mínútum fyrir leikslok þegar hann slapp einn í gegn og vippaði boltanum yfir Diego Alves í markinu. Fjórða mark hans í leiknum og nú hefur hann skorað 27 mörk í deildinni.

Xavi skoraði síðan fimmta mark Barcelona þegar komið var framyfir venjulegan leiktíma og staðan orðin 5-1.

Barcelona er því enn í öðru sæti deildarinnar með 51 stig en Real Madrid er tíu stigum á undan þeim með 61 stig. Þrátt fyrir stórsigurinn í kvöld þá verður róðurinn virkilega þungur fyrir Barcelona ef þeir ætla sér að verða spænskir meistarar.

Úrslit dagsins:

Granada - Real Sociedad - 4 - 1

Athletic Bilbao - Malaga - 3 - 0

Mallorca - Villarreal - 4 - 0

Sporting Gijon - Atletico Madrid - 1 - 1

Levante - Rayo Vallecano - 3 - 5

Barcelona - Valencia - 2 - 1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×