WOW air flýgur til Litháens 16. febrúar 2012 10:11 Baldur Baldursson, framkvæmdastjóri WOW air. Flugfélagið WOW air ætlar að hefja áætlunarflug til Kaunas í Litháen í júní en borgin er næst stærsta borg Litháen með tæplega 400 þúsund íbúa. Alls mun WOW air því fljúga til 13 áfangastaða í Evrópu frá og með 1. júní. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Kaunas var áður höfuðborg landsins og þar er að finna margar gamlar og fallegar byggingar frá miðöldum. Baldur Baldursson, framkvæmdastjóri WOW air, segir í tilkynningu að mikil og góð tengsl séu á milli Íslands og Litháen. „Kaunas er fögur borg með mikla sögu og menningu sem gaman er að heimsækja. Borgin býður upp á margt áhugavert og skemmtilegt auk fjölda góðra veitingastaða. Þá er verðlag mjög hagstætt í Litháen. Þetta er spennandi tækifæri sem við viljum ekki láta fram hjá okkur fara," segir Baldur í tilkynningunni. Í dag 16. febrúar er þjóðhátíðardagur Litháa og segir Baldur það sérstaklega ánægjulegt að kynna nýju flugáætlunina á þeim degi. WOW air verður með sérstakt tilboð á flugi til Kaunas til að byrja með og mun það kosta 23.900 kr. aðra leið. Allir skattar eru innifaldir í uppgefnum verðum WOW air. „Framundan er spennandi sumar þar sem við munum fljúga til 13 borga í Evrópu. Stefna WOW air er að auka stöðugt samkeppni á flugmarkaði og gera almenningi sífellt auðveldara að ferðast til útlanda á sem bestu verði. Við höfum fengið mjög góðar viðtökur sem sýna að við erum á réttri leið. Það eru margir möguleikar framundan í ferðaþjónustu og við ætlum okkur að vera mjög hagkvæmur kostur fyrir ferðamenn. Við munum leggja áherslu á að koma ánægðum flugfarþegum á milli áfangastaða okkar, með gott verð, framúrskarandi þjónustu og öryggi að leiðarljósi," segir Baldur. Flugfloti WOW air samanstendur af Airbus A320, 168 sæta flugvélum. Vélarnar eru leigðar frá félaginu Avion Express. Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Flugfélagið WOW air ætlar að hefja áætlunarflug til Kaunas í Litháen í júní en borgin er næst stærsta borg Litháen með tæplega 400 þúsund íbúa. Alls mun WOW air því fljúga til 13 áfangastaða í Evrópu frá og með 1. júní. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Kaunas var áður höfuðborg landsins og þar er að finna margar gamlar og fallegar byggingar frá miðöldum. Baldur Baldursson, framkvæmdastjóri WOW air, segir í tilkynningu að mikil og góð tengsl séu á milli Íslands og Litháen. „Kaunas er fögur borg með mikla sögu og menningu sem gaman er að heimsækja. Borgin býður upp á margt áhugavert og skemmtilegt auk fjölda góðra veitingastaða. Þá er verðlag mjög hagstætt í Litháen. Þetta er spennandi tækifæri sem við viljum ekki láta fram hjá okkur fara," segir Baldur í tilkynningunni. Í dag 16. febrúar er þjóðhátíðardagur Litháa og segir Baldur það sérstaklega ánægjulegt að kynna nýju flugáætlunina á þeim degi. WOW air verður með sérstakt tilboð á flugi til Kaunas til að byrja með og mun það kosta 23.900 kr. aðra leið. Allir skattar eru innifaldir í uppgefnum verðum WOW air. „Framundan er spennandi sumar þar sem við munum fljúga til 13 borga í Evrópu. Stefna WOW air er að auka stöðugt samkeppni á flugmarkaði og gera almenningi sífellt auðveldara að ferðast til útlanda á sem bestu verði. Við höfum fengið mjög góðar viðtökur sem sýna að við erum á réttri leið. Það eru margir möguleikar framundan í ferðaþjónustu og við ætlum okkur að vera mjög hagkvæmur kostur fyrir ferðamenn. Við munum leggja áherslu á að koma ánægðum flugfarþegum á milli áfangastaða okkar, með gott verð, framúrskarandi þjónustu og öryggi að leiðarljósi," segir Baldur. Flugfloti WOW air samanstendur af Airbus A320, 168 sæta flugvélum. Vélarnar eru leigðar frá félaginu Avion Express.
Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira