Tækifæri Íslands nánast óþrjótandi 15. febrúar 2012 14:03 Tómas Már Sigurðsson setti viðskiptaþing í dag. mynd/ GVA. Tækifæri Íslendinga eru nánast óþrjótandi, sagði Tómas Már Sigurðsson, fráfarandi formaður Viðskiptaráðs, á Viðskiptaþingi í dag. Hann sagði að hugsunarháttur og tíðarandi hefði mikil áhrif. Á árunum fyrir hrun hafi slegið út í öfgar bjartsýni og kapps, en umræðan á undanförnum árum hafi verið of neikvæð og niðurrifskennd. Þótt uppgjör við liðna tíð væri mikilvægt væri lærdómur hrunsins enn mikilvægari og það hvernig tekst að nýta hann til að bæta samfélagið, leikreglur þess og grunngerð. „Til þess að við getum nýtt þessi tækifæri þá skiptir öllu að atvinnulífið, verkalýðsfélögin og stjórnvöld vinni markvisst saman. Það samstarf þarf að snúa að því að gera allt sem mögulegt er til að auðvelda atvinnulífinu að þroskast og dafna og búa þannig til fleiri störf, greiða hærri laun og auka þannig lífskjör þjóðarinnar allrar. Þetta eru hinir sameiginlegu hagsmunir sem allir eiga að geta verið sammála um." sagði Tómas. Í þessu ljósi hefði Viðskiptaráð lagt höfuðáherslu á tvennt undanfarin ár, að fara vel yfir störf sín í aðdraganda hrunsins og í framhaldinu leggja fram málefnalegar tillögur um hvað betur má fara og til hvaða aðgerða þarf að grípa til að leysa þau efnahagsvandamál sem við blasa. Sagði Tómas að innan stjórnkerfisins hafi verið amast út í gagnrýni Viðskiptaráðs og að skilaboðin þaðan væru iðulega að ráðið ætti ekkert með það að gera að gagnrýna stjórnvöld. „Slíkur málatilbúnaður er bæði fráleitur og hættulegur. Hann er fráleitur vegna þess að það er skylda okkar allra að leggja allt það til sem við best kunnum og trúum að geti verið til framfara fyrir þjóðina. Fordómalausar umræður og yfirvegaðar rökræður eiga síðan að skera úr um hver stefnan á að verða. En málatilbúnaðurinn er líka hættulegur því hann er krafa um þöggun, krafa um þeir sem gerst þekkja til í atvinnulífi landsmanna segi ekki skoðun sína og veiti ekki gagnrýnið og málefnalegt aðhald á mikilvægum tímum í sögu þjóðarinnar. Að auki er rétt að nefna, að Viðskiptaráð hefur ávallt verið gagnrýnið á stjórnvöld, óháð hver þau eru hverju sinni, ef stjórn efnahagsmála er á skjön við hagsmuni atvinnulífs og hagsmuni samfélagsins í heild." sagði Tómas. Þá minnti Tómas á að hagsmunirnir af bættu starfsumhverfi atvinnulífs væru sameiginlegir öllum,. Því þyrfti að ræða efnahags- og viðskiptamál af yfirvegun og skynsemi í stað skætings og pólitísks útúrsnúnings. Þó væri sjálfsagt að takast á um málefni en lyfta þyrfti umræðunni um efnahagsmál upp úr skotgröfum undanfarinna missera. Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Tækifæri Íslendinga eru nánast óþrjótandi, sagði Tómas Már Sigurðsson, fráfarandi formaður Viðskiptaráðs, á Viðskiptaþingi í dag. Hann sagði að hugsunarháttur og tíðarandi hefði mikil áhrif. Á árunum fyrir hrun hafi slegið út í öfgar bjartsýni og kapps, en umræðan á undanförnum árum hafi verið of neikvæð og niðurrifskennd. Þótt uppgjör við liðna tíð væri mikilvægt væri lærdómur hrunsins enn mikilvægari og það hvernig tekst að nýta hann til að bæta samfélagið, leikreglur þess og grunngerð. „Til þess að við getum nýtt þessi tækifæri þá skiptir öllu að atvinnulífið, verkalýðsfélögin og stjórnvöld vinni markvisst saman. Það samstarf þarf að snúa að því að gera allt sem mögulegt er til að auðvelda atvinnulífinu að þroskast og dafna og búa þannig til fleiri störf, greiða hærri laun og auka þannig lífskjör þjóðarinnar allrar. Þetta eru hinir sameiginlegu hagsmunir sem allir eiga að geta verið sammála um." sagði Tómas. Í þessu ljósi hefði Viðskiptaráð lagt höfuðáherslu á tvennt undanfarin ár, að fara vel yfir störf sín í aðdraganda hrunsins og í framhaldinu leggja fram málefnalegar tillögur um hvað betur má fara og til hvaða aðgerða þarf að grípa til að leysa þau efnahagsvandamál sem við blasa. Sagði Tómas að innan stjórnkerfisins hafi verið amast út í gagnrýni Viðskiptaráðs og að skilaboðin þaðan væru iðulega að ráðið ætti ekkert með það að gera að gagnrýna stjórnvöld. „Slíkur málatilbúnaður er bæði fráleitur og hættulegur. Hann er fráleitur vegna þess að það er skylda okkar allra að leggja allt það til sem við best kunnum og trúum að geti verið til framfara fyrir þjóðina. Fordómalausar umræður og yfirvegaðar rökræður eiga síðan að skera úr um hver stefnan á að verða. En málatilbúnaðurinn er líka hættulegur því hann er krafa um þöggun, krafa um þeir sem gerst þekkja til í atvinnulífi landsmanna segi ekki skoðun sína og veiti ekki gagnrýnið og málefnalegt aðhald á mikilvægum tímum í sögu þjóðarinnar. Að auki er rétt að nefna, að Viðskiptaráð hefur ávallt verið gagnrýnið á stjórnvöld, óháð hver þau eru hverju sinni, ef stjórn efnahagsmála er á skjön við hagsmuni atvinnulífs og hagsmuni samfélagsins í heild." sagði Tómas. Þá minnti Tómas á að hagsmunirnir af bættu starfsumhverfi atvinnulífs væru sameiginlegir öllum,. Því þyrfti að ræða efnahags- og viðskiptamál af yfirvegun og skynsemi í stað skætings og pólitísks útúrsnúnings. Þó væri sjálfsagt að takast á um málefni en lyfta þyrfti umræðunni um efnahagsmál upp úr skotgröfum undanfarinna missera.
Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira