Enginn tími til að reikna hásetahlutinn Kristján Már Unnarsson skrifar 14. febrúar 2012 19:05 Loðnuævintýrið hellist nú yfir Suðurnesjamenn en þrír drekkhlaðnir loðnubátar hafa síðasta sólarhringinn landað nærri fjögur þúsund tonnum í Helguvík. Hasarinn byrjaði í gærkvöldi þegar Hákon ÞH landaði 600 tonnum og nú síðdegis var Bjarni Ólafsson AK að halda á miðin á ný eftir að hafa landað 1300 tonnum. Nýjasta loðnuskip flotans, Börkur NK, hafði svo beðið frá því í morgun eftir því að komast að til að landa um1800 tonnum sem veiddust við Hrolllaugseyjar undan Suðursveit. Mun styttra er að sigla þaðan til Austfjarðahafna en skipstjórinn á Berki, Sturla Þórðarson, segir Helguvík valda til að dreifa loðnunni á fleiri verksmiðjur, en viðurkennir að sennlega hefðu þeir einnig lent í löndunarbið fyrir austan. Rétt eins og Börkur er fiskimjölsverksmiðjan í Helguvík í eigu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og í landi fagna menn því geta sett bræðsluna á fullt, að sögn Eggerts Ólafs Einarssonar verksmiðjustjóra. Fimm manns vinna á vöktum við bræðslu loðnunnar en talsverður viðbótarmannskapur, 20-25 manns, fylgir umsvifunum í landi, eins og rafvirkjar, járnsmiðir og löndunarmenn, að sögn Eggerts. Menn eru að sjá fram á einhverja bestu loðnuvertíð um árabil og segir Sturla skipstjóri að góð stemmning sé hjá mannskapnum um borð og hugur í mönnum varðandi framhaldið. Spurður um hásetahlutinn þessar vikurnar svarar skipstjórinn í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að enginn tíma hafi verið til að reikna hver hann væri. Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Loðnuævintýrið hellist nú yfir Suðurnesjamenn en þrír drekkhlaðnir loðnubátar hafa síðasta sólarhringinn landað nærri fjögur þúsund tonnum í Helguvík. Hasarinn byrjaði í gærkvöldi þegar Hákon ÞH landaði 600 tonnum og nú síðdegis var Bjarni Ólafsson AK að halda á miðin á ný eftir að hafa landað 1300 tonnum. Nýjasta loðnuskip flotans, Börkur NK, hafði svo beðið frá því í morgun eftir því að komast að til að landa um1800 tonnum sem veiddust við Hrolllaugseyjar undan Suðursveit. Mun styttra er að sigla þaðan til Austfjarðahafna en skipstjórinn á Berki, Sturla Þórðarson, segir Helguvík valda til að dreifa loðnunni á fleiri verksmiðjur, en viðurkennir að sennlega hefðu þeir einnig lent í löndunarbið fyrir austan. Rétt eins og Börkur er fiskimjölsverksmiðjan í Helguvík í eigu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og í landi fagna menn því geta sett bræðsluna á fullt, að sögn Eggerts Ólafs Einarssonar verksmiðjustjóra. Fimm manns vinna á vöktum við bræðslu loðnunnar en talsverður viðbótarmannskapur, 20-25 manns, fylgir umsvifunum í landi, eins og rafvirkjar, járnsmiðir og löndunarmenn, að sögn Eggerts. Menn eru að sjá fram á einhverja bestu loðnuvertíð um árabil og segir Sturla skipstjóri að góð stemmning sé hjá mannskapnum um borð og hugur í mönnum varðandi framhaldið. Spurður um hásetahlutinn þessar vikurnar svarar skipstjórinn í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að enginn tíma hafi verið til að reikna hver hann væri.
Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira