Bjarni segir fráleitt að hann hafi falsað skjöl 13. febrúar 2012 15:56 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir ásakanir þess efnis að hann hafi falsað skjöl vera fráleitar. Bjarni hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar í DV í dag þar sem segir að sannað sé að beitt hafi verið fölsunum í Vafningsmálinu svokallaða þar sem Bjarni fékk umboð til að veðsetja bréf í eignarhaldsfélaginu Vafningi, sem var í eigu föður hans og fleiri viðskiptafélaga. Í DV í dag segir að umboðin hafi verið sent þann ellefta febrúar, en að viðskiptin sjálf, sem umboðin voru veitt vegna áttu hinsvegar að hafa verið gerð áttunda febrúar, eða þremur dögum áður. Bjarni segir um pólitískar árásir í sinn garð að ræða og tengir við Landsdómsmálið. Í yfirlýsingu sem Bjarni sendir frá sér í dag segir hann að í vitnaskýrslu hafi hann greint frá því að hann hafi „að öllum líkindum skrifað undir skjölin, fyrir hönd þriðju aðila, á bilinu 8. - 12. febrúar 2008." Hann segir að samkvæmt gögnum sem hann hafi í millitíðinni aflað sér megi ætla að hann hafi skrifað undir 11. eða 12 febrúar. „Þess má geta að ég hafði enga vitneskju um lánveitingar til Milestone í tengslum við þetta mál fyrr en það varð opinbert í desember síðastliðnum." „Allar ásakanir um að ég hafi falsað skjöl eru fráleitar," segir Bjarni ennfremur. „Dagsetning skjalanna var forskrifuð á þau skjöl sem ég skrifaði á og endurspeglar einfaldlega vilja þeirra sem að þeim standa um að samkomulag þeirra skuli gilda frá þeim degi." Bjarni segir að þetta sé alvanalegt, „ekki síst þegar safna þarf undirskriftum frá fleiri en einum aðila á skjal. Í því er ekkert ólöglegt á nokkurn hátt. Ef grunur léki á um skjalafals hefði verið ákært fyrir slíkt brot, en því er ekki að skipta." Þá segir Bjarni: „Lánveiting þessi fór í opinbera rannsókn. Þeirri rannsókn er nú lokið. Hefur tveimur starfsmönnum Glitnis verið birt ákæra fyrir að hafa farið út fyrir umboð sitt. Enn hefur dómur ekki gengið í því máli." Bjarni bendir hinsvegar á að hann sjálfur hafi aldrei legið undir grun um lögbrot. „Enginn hefur verið ákærður fyrir skjalafals í tengslum við málið. Eins og ég hef margítrekað sagt hafði ég enga aðra aðkomu að málinu en þá að aðstoða hluthafa við að verða við kröfum bankans um tryggingar." Að lokum segir Bjarni að um innihaldslausar pólitískar árásir í sinn garð sé að ræða. „Augljóst er að þær eru settar fram nú fyrst og fremst í tilefni af ákveðnu þingmáli sem ég hef mælt fyrir á Alþingi." Vafningsmálið Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Indó ríður á vaðið Neytendur Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir ásakanir þess efnis að hann hafi falsað skjöl vera fráleitar. Bjarni hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar í DV í dag þar sem segir að sannað sé að beitt hafi verið fölsunum í Vafningsmálinu svokallaða þar sem Bjarni fékk umboð til að veðsetja bréf í eignarhaldsfélaginu Vafningi, sem var í eigu föður hans og fleiri viðskiptafélaga. Í DV í dag segir að umboðin hafi verið sent þann ellefta febrúar, en að viðskiptin sjálf, sem umboðin voru veitt vegna áttu hinsvegar að hafa verið gerð áttunda febrúar, eða þremur dögum áður. Bjarni segir um pólitískar árásir í sinn garð að ræða og tengir við Landsdómsmálið. Í yfirlýsingu sem Bjarni sendir frá sér í dag segir hann að í vitnaskýrslu hafi hann greint frá því að hann hafi „að öllum líkindum skrifað undir skjölin, fyrir hönd þriðju aðila, á bilinu 8. - 12. febrúar 2008." Hann segir að samkvæmt gögnum sem hann hafi í millitíðinni aflað sér megi ætla að hann hafi skrifað undir 11. eða 12 febrúar. „Þess má geta að ég hafði enga vitneskju um lánveitingar til Milestone í tengslum við þetta mál fyrr en það varð opinbert í desember síðastliðnum." „Allar ásakanir um að ég hafi falsað skjöl eru fráleitar," segir Bjarni ennfremur. „Dagsetning skjalanna var forskrifuð á þau skjöl sem ég skrifaði á og endurspeglar einfaldlega vilja þeirra sem að þeim standa um að samkomulag þeirra skuli gilda frá þeim degi." Bjarni segir að þetta sé alvanalegt, „ekki síst þegar safna þarf undirskriftum frá fleiri en einum aðila á skjal. Í því er ekkert ólöglegt á nokkurn hátt. Ef grunur léki á um skjalafals hefði verið ákært fyrir slíkt brot, en því er ekki að skipta." Þá segir Bjarni: „Lánveiting þessi fór í opinbera rannsókn. Þeirri rannsókn er nú lokið. Hefur tveimur starfsmönnum Glitnis verið birt ákæra fyrir að hafa farið út fyrir umboð sitt. Enn hefur dómur ekki gengið í því máli." Bjarni bendir hinsvegar á að hann sjálfur hafi aldrei legið undir grun um lögbrot. „Enginn hefur verið ákærður fyrir skjalafals í tengslum við málið. Eins og ég hef margítrekað sagt hafði ég enga aðra aðkomu að málinu en þá að aðstoða hluthafa við að verða við kröfum bankans um tryggingar." Að lokum segir Bjarni að um innihaldslausar pólitískar árásir í sinn garð sé að ræða. „Augljóst er að þær eru settar fram nú fyrst og fremst í tilefni af ákveðnu þingmáli sem ég hef mælt fyrir á Alþingi."
Vafningsmálið Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Indó ríður á vaðið Neytendur Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira