Þjóðin klofin í afstöðu sinni til Landsdómsmálsins Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 11. febrúar 2012 19:00 Þjóðin virðist klofin í afstöðu sinni til þess hvort draga eigi til baka ákæru á hendur Geir H Haarde fyrir Landsdómi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins. Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn eru einu sem vilja afgerandi falla frá ákærunni. Alþingi vísaði þingsályktunartillögu Bjarna Benediktssonar um afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í janúar og mun nefndin funda næst um málið fjórtánda febrúar næstkomandi. Fari svo að tillagan verði felld við atkvæðagreiðslu í þinginu mun aðalmeðferð í málinu hefjast í Þjóðmenningarhúsinu þann fimmta mars. Alþingi hefur verið klofið í afstöðu til ákærunnar og svo virðist sem þjóðin sé það líka. Þannig voru jafnmargir í könnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins sem voru mjög eða frekar fylgjandi því að ákæran yrði dregin til baka og að þeir væru mjög eða frekar andvígir því. Tólf prósent svarenda voru hlutlausir. Aðeins fleiri karlar en konur vilja fella málið niður. Þegar skoðað er hvernig svarendur skiptast eftir stjórnmálaflokkum vilja sextíu prósent framsóknarmanna að tillagan verði dregin til baka, einungis tuttugu og fjögur prósent stuðningsmanna Bjartrar Framtíðar, flokks Guðmundar Steingrímssonar og þriðjungur Samstöðu, flokks Lilju Mósesdóttur. Hátt í áttatíu prósent Sjálfstæðismanna vilja falla frá ákærunni en undir tuttugu prósent stuðningsmanna Hreyfingarinnar. Þá eru kjósendur stjórnarflokkanna Samfylkingar og Vinstri Grænna flestir andvígir afturköllun. Hringt var í átta hundruð manns áttunda og níunda febrúar síðastliðinn sem valdir voru með slembivali úr þjóðskrá. Níutíu og fjögur prósent tóku afstöðu til spurningarinnar. Landsdómur Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Þjóðin virðist klofin í afstöðu sinni til þess hvort draga eigi til baka ákæru á hendur Geir H Haarde fyrir Landsdómi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins. Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn eru einu sem vilja afgerandi falla frá ákærunni. Alþingi vísaði þingsályktunartillögu Bjarna Benediktssonar um afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í janúar og mun nefndin funda næst um málið fjórtánda febrúar næstkomandi. Fari svo að tillagan verði felld við atkvæðagreiðslu í þinginu mun aðalmeðferð í málinu hefjast í Þjóðmenningarhúsinu þann fimmta mars. Alþingi hefur verið klofið í afstöðu til ákærunnar og svo virðist sem þjóðin sé það líka. Þannig voru jafnmargir í könnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins sem voru mjög eða frekar fylgjandi því að ákæran yrði dregin til baka og að þeir væru mjög eða frekar andvígir því. Tólf prósent svarenda voru hlutlausir. Aðeins fleiri karlar en konur vilja fella málið niður. Þegar skoðað er hvernig svarendur skiptast eftir stjórnmálaflokkum vilja sextíu prósent framsóknarmanna að tillagan verði dregin til baka, einungis tuttugu og fjögur prósent stuðningsmanna Bjartrar Framtíðar, flokks Guðmundar Steingrímssonar og þriðjungur Samstöðu, flokks Lilju Mósesdóttur. Hátt í áttatíu prósent Sjálfstæðismanna vilja falla frá ákærunni en undir tuttugu prósent stuðningsmanna Hreyfingarinnar. Þá eru kjósendur stjórnarflokkanna Samfylkingar og Vinstri Grænna flestir andvígir afturköllun. Hringt var í átta hundruð manns áttunda og níunda febrúar síðastliðinn sem valdir voru með slembivali úr þjóðskrá. Níutíu og fjögur prósent tóku afstöðu til spurningarinnar.
Landsdómur Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira