Þjóðin klofin í afstöðu sinni til Landsdómsmálsins Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 11. febrúar 2012 19:00 Þjóðin virðist klofin í afstöðu sinni til þess hvort draga eigi til baka ákæru á hendur Geir H Haarde fyrir Landsdómi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins. Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn eru einu sem vilja afgerandi falla frá ákærunni. Alþingi vísaði þingsályktunartillögu Bjarna Benediktssonar um afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í janúar og mun nefndin funda næst um málið fjórtánda febrúar næstkomandi. Fari svo að tillagan verði felld við atkvæðagreiðslu í þinginu mun aðalmeðferð í málinu hefjast í Þjóðmenningarhúsinu þann fimmta mars. Alþingi hefur verið klofið í afstöðu til ákærunnar og svo virðist sem þjóðin sé það líka. Þannig voru jafnmargir í könnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins sem voru mjög eða frekar fylgjandi því að ákæran yrði dregin til baka og að þeir væru mjög eða frekar andvígir því. Tólf prósent svarenda voru hlutlausir. Aðeins fleiri karlar en konur vilja fella málið niður. Þegar skoðað er hvernig svarendur skiptast eftir stjórnmálaflokkum vilja sextíu prósent framsóknarmanna að tillagan verði dregin til baka, einungis tuttugu og fjögur prósent stuðningsmanna Bjartrar Framtíðar, flokks Guðmundar Steingrímssonar og þriðjungur Samstöðu, flokks Lilju Mósesdóttur. Hátt í áttatíu prósent Sjálfstæðismanna vilja falla frá ákærunni en undir tuttugu prósent stuðningsmanna Hreyfingarinnar. Þá eru kjósendur stjórnarflokkanna Samfylkingar og Vinstri Grænna flestir andvígir afturköllun. Hringt var í átta hundruð manns áttunda og níunda febrúar síðastliðinn sem valdir voru með slembivali úr þjóðskrá. Níutíu og fjögur prósent tóku afstöðu til spurningarinnar. Landsdómur Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Þjóðin virðist klofin í afstöðu sinni til þess hvort draga eigi til baka ákæru á hendur Geir H Haarde fyrir Landsdómi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins. Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn eru einu sem vilja afgerandi falla frá ákærunni. Alþingi vísaði þingsályktunartillögu Bjarna Benediktssonar um afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í janúar og mun nefndin funda næst um málið fjórtánda febrúar næstkomandi. Fari svo að tillagan verði felld við atkvæðagreiðslu í þinginu mun aðalmeðferð í málinu hefjast í Þjóðmenningarhúsinu þann fimmta mars. Alþingi hefur verið klofið í afstöðu til ákærunnar og svo virðist sem þjóðin sé það líka. Þannig voru jafnmargir í könnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins sem voru mjög eða frekar fylgjandi því að ákæran yrði dregin til baka og að þeir væru mjög eða frekar andvígir því. Tólf prósent svarenda voru hlutlausir. Aðeins fleiri karlar en konur vilja fella málið niður. Þegar skoðað er hvernig svarendur skiptast eftir stjórnmálaflokkum vilja sextíu prósent framsóknarmanna að tillagan verði dregin til baka, einungis tuttugu og fjögur prósent stuðningsmanna Bjartrar Framtíðar, flokks Guðmundar Steingrímssonar og þriðjungur Samstöðu, flokks Lilju Mósesdóttur. Hátt í áttatíu prósent Sjálfstæðismanna vilja falla frá ákærunni en undir tuttugu prósent stuðningsmanna Hreyfingarinnar. Þá eru kjósendur stjórnarflokkanna Samfylkingar og Vinstri Grænna flestir andvígir afturköllun. Hringt var í átta hundruð manns áttunda og níunda febrúar síðastliðinn sem valdir voru með slembivali úr þjóðskrá. Níutíu og fjögur prósent tóku afstöðu til spurningarinnar.
Landsdómur Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira