Heillaðist af kríubeinum 10. febrúar 2012 16:15 Jóhanna Methúsalemsdóttir skartgripahönnuður, sem búsett er í stórborginni New York, stendur fyrir merkinu Kría Jewelry sem hefur vaxið hratt undanfarið. Jóhanna fær allan sinn innblástur úr íslenskri náttúru og er von á nýrri línu á næstunni þar sem þorskbein leika aðalhlutverkið.Hvenær og hvernig varð Kría Jewelry að veruleika? Kría fæddist árið 2007, sama ár og dóttir mín Lóla Salvör en það má rekja upphaf hennar beint til strandgöngu minnar á Íslandi árið 2006 þegar ég fann kríubein. Ég heillaðist mikið af formum beinanna og ákvað að hirða þau, sjóða og taka með mér heim. Þegar heim var svo komið byrjaði ég að púsla þeim saman og þannig varð Kría til.Hvernig hefur gengið síðan? Kría hefur dafnað vel og vaxið úr því að vera fimmtán til tuttugu stykkja lína í að verða í kringum níutíu og fimm stykkja lína. Kría er seld í ellefu búðum í New York, á Íslandi og í Noregi. Kría tók þátt í sýningunni Náttúra í hönnun árið 2010 sem var sett upp í Landsvirkjun, einnig tók hún þátt í Hönnunarmars sama ár og var tilnefnd til menningarverðlauna árið 2011 svo fátt eitt sé nefnt.Hvernig færðu hugmyndirnar að því sem þú skapar? Ég finn mér einhver falleg form úr náttúrunni til að vinna með og byrja svo að setja þau saman eða hengja þau á mig á einn eða annan hátt og sé svo hvernig hlutirnir hanga á eða sitja á líkamanum og held svo áfram þaðan. Stundum þegar maður tekur formin úr umhverfi sínu líta þau út fyrir að vera eitthvað allt annað en þau eru og það heillar mig hvað mest við að vinna með form beint úr náttúrunni.Hvaða efni notar þú í hönnun þína? Ég vinn helst með silfur, 14 karata gull og er nýbyrjuð að vinna aðeins með brass líka.Nú býrðu ekki á Íslandi en virðist engu að síður fá innblásturinn héðan, hvernig ferðu að því? Innblásturinn fæ ég sérstaklega úr Íslenskri náttúru þegar ég kem til landsins og frá fólkinu í kringum mig. Næsta lína er eingöngu búin til úr þorskbeinum sem voru send til mín frá Íslandi. Þar er ég að tengja beint við mínar íslensku rætur.Hver er markhópurinn? Ég hanna fyrir fólk sem er forvitið. Hvar selur þú vöruna þína? Á Íslandi fást vörurnar í verslununum Aurum, Mýrinni og ICELANDICMARKET.COM. Í New York fást þær í Eva, Love Adorned, Albertine General, Project no 8, Beautiful Dreamers, Vpl, og í Noregi í Cintamani Butikken.Hvar hannar þú? Ég hanna á heimili mínu í Brooklyn þar sem ég og maðurinn minn erum með sameiginlegt stúdíó en hann er málari.Er eitthvað spennandi á döfinni sem þú vilt deila með Lífinu? Ég mun koma til landsins fyrir Hönnunarmars sem fram fer 22. mars til 25. mars í boði Tanqueray, í þeirri ferð mun ég kynna nýju línuna mína í Aurum í Bankastræti 4. Einnig mun Kría taka þátt í sýningu í Hafnarborg sem ber nafnið Rætur og er um íslenska samtíma skartgripahönnun. Svo er það Pop Up-búð, gallerísýning í Berlín og viðræður við fleiri sölustaði svo að það eru annasamir tímar fram undan.Viltu gefa ungum og efnilegum hönnuðum sem eru að stíga fyrstu skrefin góð ráð? Treystu sjálfum þér en vertu alltaf opinn fyrir hugmyndum og ráðum frá öðrum og ekki láta egóið þvælast fyrir þér.WWW.KRIAJEWELRY.COM HönnunarMars Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Sjá meira
Jóhanna Methúsalemsdóttir skartgripahönnuður, sem búsett er í stórborginni New York, stendur fyrir merkinu Kría Jewelry sem hefur vaxið hratt undanfarið. Jóhanna fær allan sinn innblástur úr íslenskri náttúru og er von á nýrri línu á næstunni þar sem þorskbein leika aðalhlutverkið.Hvenær og hvernig varð Kría Jewelry að veruleika? Kría fæddist árið 2007, sama ár og dóttir mín Lóla Salvör en það má rekja upphaf hennar beint til strandgöngu minnar á Íslandi árið 2006 þegar ég fann kríubein. Ég heillaðist mikið af formum beinanna og ákvað að hirða þau, sjóða og taka með mér heim. Þegar heim var svo komið byrjaði ég að púsla þeim saman og þannig varð Kría til.Hvernig hefur gengið síðan? Kría hefur dafnað vel og vaxið úr því að vera fimmtán til tuttugu stykkja lína í að verða í kringum níutíu og fimm stykkja lína. Kría er seld í ellefu búðum í New York, á Íslandi og í Noregi. Kría tók þátt í sýningunni Náttúra í hönnun árið 2010 sem var sett upp í Landsvirkjun, einnig tók hún þátt í Hönnunarmars sama ár og var tilnefnd til menningarverðlauna árið 2011 svo fátt eitt sé nefnt.Hvernig færðu hugmyndirnar að því sem þú skapar? Ég finn mér einhver falleg form úr náttúrunni til að vinna með og byrja svo að setja þau saman eða hengja þau á mig á einn eða annan hátt og sé svo hvernig hlutirnir hanga á eða sitja á líkamanum og held svo áfram þaðan. Stundum þegar maður tekur formin úr umhverfi sínu líta þau út fyrir að vera eitthvað allt annað en þau eru og það heillar mig hvað mest við að vinna með form beint úr náttúrunni.Hvaða efni notar þú í hönnun þína? Ég vinn helst með silfur, 14 karata gull og er nýbyrjuð að vinna aðeins með brass líka.Nú býrðu ekki á Íslandi en virðist engu að síður fá innblásturinn héðan, hvernig ferðu að því? Innblásturinn fæ ég sérstaklega úr Íslenskri náttúru þegar ég kem til landsins og frá fólkinu í kringum mig. Næsta lína er eingöngu búin til úr þorskbeinum sem voru send til mín frá Íslandi. Þar er ég að tengja beint við mínar íslensku rætur.Hver er markhópurinn? Ég hanna fyrir fólk sem er forvitið. Hvar selur þú vöruna þína? Á Íslandi fást vörurnar í verslununum Aurum, Mýrinni og ICELANDICMARKET.COM. Í New York fást þær í Eva, Love Adorned, Albertine General, Project no 8, Beautiful Dreamers, Vpl, og í Noregi í Cintamani Butikken.Hvar hannar þú? Ég hanna á heimili mínu í Brooklyn þar sem ég og maðurinn minn erum með sameiginlegt stúdíó en hann er málari.Er eitthvað spennandi á döfinni sem þú vilt deila með Lífinu? Ég mun koma til landsins fyrir Hönnunarmars sem fram fer 22. mars til 25. mars í boði Tanqueray, í þeirri ferð mun ég kynna nýju línuna mína í Aurum í Bankastræti 4. Einnig mun Kría taka þátt í sýningu í Hafnarborg sem ber nafnið Rætur og er um íslenska samtíma skartgripahönnun. Svo er það Pop Up-búð, gallerísýning í Berlín og viðræður við fleiri sölustaði svo að það eru annasamir tímar fram undan.Viltu gefa ungum og efnilegum hönnuðum sem eru að stíga fyrstu skrefin góð ráð? Treystu sjálfum þér en vertu alltaf opinn fyrir hugmyndum og ráðum frá öðrum og ekki láta egóið þvælast fyrir þér.WWW.KRIAJEWELRY.COM
HönnunarMars Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Sjá meira