Tiger byrjaði vel á Pebble Beach | Spilar með Tony Romo Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. febrúar 2012 10:30 Tiger Woods og Tony Romo, einbeittir á svip. Nordic Photos / Getty Images Tiger Woods hóf keppnistímabilið á nýju ári nokkuð vel en hann skilaði sér í hús á 68 höggum á fyrsta PGA-móti ársins sem fer fram í Pebble Beach um helgina. Tiger náði sex fuglum í gær og var á samtals fjórum höggum undir pari. Hann var vel studdur af fjölmörgum áhorfendum en þetta mót er sérstakt af því leyti að þekktir einstaklingar fá að spila með atvinnukylfingunum. Mótið er fyrst og fremst einstaklingskeppni atvinnukylfinganna en einnig liðakeppni þar sem atvinnukylfingar og áhugamenn eru saman í liði. Tiger var í liði með Tony Romo, leikstjóranda Dallas Cowboys í NFL-deildinni. Þetta er í fyrsta sinn í áratug sem hann tekur þátt í mótinu en tvö ár eru liðin síðan hann vann síðast mót á PGA-mótaröðinni. Hann spilaði vel í gær og þó svo að hann sé fimm höggum á eftir efstu mönnum var hann sáttur við sitt. „Mér gekk mjög vel að slá upphafshöggin en mér gekk heldur verr með járnin. Ég þarf að vinna betur í því. Ég skildi nokkur pútt eftir og hefði getað gert betur með fleygjárnin," sagði hann. Danny Lee frá Nýja-Sjálandi og Charlie Wi frá Suður-Kóreru eru jafnir og efstir í efsta sæti á níu höggum undir pari. Spilað er á þremur mismunandi völlum á mótinu - Pebble Beach, Spyglass og Monterey. Golf NFL Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods hóf keppnistímabilið á nýju ári nokkuð vel en hann skilaði sér í hús á 68 höggum á fyrsta PGA-móti ársins sem fer fram í Pebble Beach um helgina. Tiger náði sex fuglum í gær og var á samtals fjórum höggum undir pari. Hann var vel studdur af fjölmörgum áhorfendum en þetta mót er sérstakt af því leyti að þekktir einstaklingar fá að spila með atvinnukylfingunum. Mótið er fyrst og fremst einstaklingskeppni atvinnukylfinganna en einnig liðakeppni þar sem atvinnukylfingar og áhugamenn eru saman í liði. Tiger var í liði með Tony Romo, leikstjóranda Dallas Cowboys í NFL-deildinni. Þetta er í fyrsta sinn í áratug sem hann tekur þátt í mótinu en tvö ár eru liðin síðan hann vann síðast mót á PGA-mótaröðinni. Hann spilaði vel í gær og þó svo að hann sé fimm höggum á eftir efstu mönnum var hann sáttur við sitt. „Mér gekk mjög vel að slá upphafshöggin en mér gekk heldur verr með járnin. Ég þarf að vinna betur í því. Ég skildi nokkur pútt eftir og hefði getað gert betur með fleygjárnin," sagði hann. Danny Lee frá Nýja-Sjálandi og Charlie Wi frá Suður-Kóreru eru jafnir og efstir í efsta sæti á níu höggum undir pari. Spilað er á þremur mismunandi völlum á mótinu - Pebble Beach, Spyglass og Monterey.
Golf NFL Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira