Huldufélag keypti án auglýsingar eignir REI af Orkuveitunni Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. febrúar 2012 19:10 Fyrirtækið Orka Energy Holding keypti eignir Reykjavik Energy Invest (REI) af Orkuveitu Reykjavíkur sl. haust án auglýsingar en hvorki Orkuveitan né Geysir Green Energy geta upplýst um eigendur Orku Energy Holding, sem eru að hluta Íslendingar. Óvíst er hvað Orkuveita Reykjavíkur hefur tapað miklu á REI-útrásarævintýrinu. Meðal eigna sem Orkuveita Reykjavíkur seldi á síðasta ári voru eignarhlutir í fyrirtækjum sem áður tilheyrðu Reykjavík Energy Invest (REI), útrásararmi Orkuveitunnar. Hér er um að ræða eignarhlut í Iceland America Energy, sem er í slitameðferð, 19,53 prósenta hlut í Enex Kína ehf. og tæplega fjórðungshlut í Envent Holding ehf. sem á jarðhitafyrirtæki á Filippseyjum. Gengið var frá sölu þessara eigna sl. haust og var hún ekki sérstaklega auglýst. Orkuveitan fékk 350-380 milljónir króna fyrir eignarhluti sína í Envent Holding og Enex Kína, samkvæmt upplýsingum sem koma fram í aðgerðaáætlun Orkuveitunnar og eigenda. Geysir Green Energy átti rúmlega 80,47 prósenta hlut í Enex Kína á móti tæplega 19,53 prósenta hlut REI. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitunni var það fyrirtækið Orka Energy Holding, sem keypti bæði félögin, Enex Kína og Envent Holding ehf. Engar upplýsingar fundust um hluthafa fyrirtækisins í fyrirtækjaskrá, sem eru samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar íslenskir og erlendir fjárfestar. Hvorki Orkuveitan né Alexander K. Guðmundsson, forstjóri Geysis Green Energy, gátu upplýst um eignarhaldið á Orku Energy Holding. Fréttastofan náði jafnframt tali af Gunnari Thoroddsen, framkvæmdastjóra Orku Energy, en hann gat að svo stöddu ekki upplýst um hluthafa fyrirtækisins. Sérstaka athygli vekur að Orka Energy Holding er skráð til heimilis á Bæjarhálsi 1, á sama stað og Orkuveitan, en skýringin mun vera sú að fyrirtækið leigir skrifstofuaðstöðu af Orkuveitunni. Árið 2005 birtust í íslenskum fjölmiðlum fréttir af stórhuga áformum Enex í Kína, en fyrirtækið skrifaði þá undir samning um byggingu stærstu jarðhitaveitu heims í borginni Xianyang, en fyrsti áfangi jarðhitaveitunnar var metinn á 1,3 milljarða króna. Uppbygging á jarðhitaveitunni stendur enn yfir og þá hefur Enex haft áform um uppbyggingu á fleiri stöðum í Kína. Ekki liggur fyrir hvað Orkuveita Reykjavíkur hefur tapað miklu á fjárfestingum í erlendum jarðhitafyrirtækjum sem tilheyrðu REI. Fréttastofan spurði Bjarna Bjarnason, forstjóra Orkuveitunnar, um þessi mál í gær. Hann sagði að hugsanlega hefði Orkuveitan getað fengið hærra verð fyrir eignarhluti sína þessum fyrirtækjum sem voru undir REI ef beðið hefði verið með söluna. „Ég get ekki svarað því nákvæmlega. Við urðum að selja og við seljum allt sem við getum selt sem ekki styður við okkar kjarnarekstur og þar á meðal eru þessi fyrirtæki. Það getur verið að þau hefðu orðið verðmætari með tímanum, en ég get ekki svarað því," sagði Bjarni. thorbjorn@stod2.is Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Fyrirtækið Orka Energy Holding keypti eignir Reykjavik Energy Invest (REI) af Orkuveitu Reykjavíkur sl. haust án auglýsingar en hvorki Orkuveitan né Geysir Green Energy geta upplýst um eigendur Orku Energy Holding, sem eru að hluta Íslendingar. Óvíst er hvað Orkuveita Reykjavíkur hefur tapað miklu á REI-útrásarævintýrinu. Meðal eigna sem Orkuveita Reykjavíkur seldi á síðasta ári voru eignarhlutir í fyrirtækjum sem áður tilheyrðu Reykjavík Energy Invest (REI), útrásararmi Orkuveitunnar. Hér er um að ræða eignarhlut í Iceland America Energy, sem er í slitameðferð, 19,53 prósenta hlut í Enex Kína ehf. og tæplega fjórðungshlut í Envent Holding ehf. sem á jarðhitafyrirtæki á Filippseyjum. Gengið var frá sölu þessara eigna sl. haust og var hún ekki sérstaklega auglýst. Orkuveitan fékk 350-380 milljónir króna fyrir eignarhluti sína í Envent Holding og Enex Kína, samkvæmt upplýsingum sem koma fram í aðgerðaáætlun Orkuveitunnar og eigenda. Geysir Green Energy átti rúmlega 80,47 prósenta hlut í Enex Kína á móti tæplega 19,53 prósenta hlut REI. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitunni var það fyrirtækið Orka Energy Holding, sem keypti bæði félögin, Enex Kína og Envent Holding ehf. Engar upplýsingar fundust um hluthafa fyrirtækisins í fyrirtækjaskrá, sem eru samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar íslenskir og erlendir fjárfestar. Hvorki Orkuveitan né Alexander K. Guðmundsson, forstjóri Geysis Green Energy, gátu upplýst um eignarhaldið á Orku Energy Holding. Fréttastofan náði jafnframt tali af Gunnari Thoroddsen, framkvæmdastjóra Orku Energy, en hann gat að svo stöddu ekki upplýst um hluthafa fyrirtækisins. Sérstaka athygli vekur að Orka Energy Holding er skráð til heimilis á Bæjarhálsi 1, á sama stað og Orkuveitan, en skýringin mun vera sú að fyrirtækið leigir skrifstofuaðstöðu af Orkuveitunni. Árið 2005 birtust í íslenskum fjölmiðlum fréttir af stórhuga áformum Enex í Kína, en fyrirtækið skrifaði þá undir samning um byggingu stærstu jarðhitaveitu heims í borginni Xianyang, en fyrsti áfangi jarðhitaveitunnar var metinn á 1,3 milljarða króna. Uppbygging á jarðhitaveitunni stendur enn yfir og þá hefur Enex haft áform um uppbyggingu á fleiri stöðum í Kína. Ekki liggur fyrir hvað Orkuveita Reykjavíkur hefur tapað miklu á fjárfestingum í erlendum jarðhitafyrirtækjum sem tilheyrðu REI. Fréttastofan spurði Bjarna Bjarnason, forstjóra Orkuveitunnar, um þessi mál í gær. Hann sagði að hugsanlega hefði Orkuveitan getað fengið hærra verð fyrir eignarhluti sína þessum fyrirtækjum sem voru undir REI ef beðið hefði verið með söluna. „Ég get ekki svarað því nákvæmlega. Við urðum að selja og við seljum allt sem við getum selt sem ekki styður við okkar kjarnarekstur og þar á meðal eru þessi fyrirtæki. Það getur verið að þau hefðu orðið verðmætari með tímanum, en ég get ekki svarað því," sagði Bjarni. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira