MP banki tapaði 484 milljónum 2011 eftir skatta 29. febrúar 2012 10:13 Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka. MP banki tapaði 484 milljónum á síðasta ári eftir skatta, en jákvæður viðsnúningur varð á seinni helmingi ársins samanborið við fyrri helminginn. Á fyrra hluta ársins var tap fyrir skatta 681 milljón en á seinni hlutanum var hagnaður um 140 milljónir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá MP banka vegna uppgjörsins. Eigið fé bankans er 19,2 prósent en viðmið Fjármálaeftirlitsins er 16 prósent, en samkvæmt lögum er lágmarkið 8 prósent. Fréttatilkynningin bankans vegna rekstrarársins 2011 er eftirfarandi: "Viðsnúningur hefur orðið á afkomu MP banka fyrr en áætlanir stjórnenda bankans gerðu ráð fyrir. 681 milljóna tap fyrir skatta varð á starfseminni fyrri hluta ársins 2011 en hagnaður á seinni hluta ársins. Heildartap ársins varð því 541 milljón fyrir skatta og 484 milljónir eftir tekjuskatt og sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki. Hagnaður á undan áætlun Hagnaður fyrir skatta seinni hluta ársins varð 140 milljónir. Á þriðja ársfjórðungi var tapið 166 milljónir en hagnaður á fjórða ársfjórðungi var 306 milljónir. Gert var ráð fyrir tapi út árið 2011 í rekstraráætlun, með batnandi afkomu jafnt og þétt á meðan starfsemi bankans næði fullum afköstum. Niðurstaðan er verulega umfram áætlanir. Lánasafn bankans óx um 76% frá júnílokum og til ársloka en útlán voru þá 13,3 milljarðar króna. Hreinar vaxtatekjur jukust enn meira eða frá því að vera neikvæðar um 45 milljónir króna á 2. ársfjórðungi yfir í að vera jákvæðar um 323 milljónir á 4. ársfjórðungi. Jafnframt varð veruleg aukning í þóknanatekjum en þær voru 72 milljónir á 2. ársfjórðungi en 563 milljónir á 4. ársfjórðungi. MP banki er vel fjármagnaður. Innlán námu alls 36,6 milljörðum króna við lok ársins 2011. Eigið fé bankans er 5,1 milljarðar og eiginfjárhlutfall bankans var 19,2% við árslok. Samkvæmt lögum skal hlutfallið vera að lágmarki 8% og er því vel yfir lögbundnum mörkum. Bankinn hefur afar sterka lausafjárstöðu. Fjármögnunarþekja (NSFR) er 274% og lausafjárþekja (LCR) yfir 1000%. Hvoru tveggja er vel umfram Basel III viðmið en þau gera ráð fyrir 100%." Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
MP banki tapaði 484 milljónum á síðasta ári eftir skatta, en jákvæður viðsnúningur varð á seinni helmingi ársins samanborið við fyrri helminginn. Á fyrra hluta ársins var tap fyrir skatta 681 milljón en á seinni hlutanum var hagnaður um 140 milljónir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá MP banka vegna uppgjörsins. Eigið fé bankans er 19,2 prósent en viðmið Fjármálaeftirlitsins er 16 prósent, en samkvæmt lögum er lágmarkið 8 prósent. Fréttatilkynningin bankans vegna rekstrarársins 2011 er eftirfarandi: "Viðsnúningur hefur orðið á afkomu MP banka fyrr en áætlanir stjórnenda bankans gerðu ráð fyrir. 681 milljóna tap fyrir skatta varð á starfseminni fyrri hluta ársins 2011 en hagnaður á seinni hluta ársins. Heildartap ársins varð því 541 milljón fyrir skatta og 484 milljónir eftir tekjuskatt og sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki. Hagnaður á undan áætlun Hagnaður fyrir skatta seinni hluta ársins varð 140 milljónir. Á þriðja ársfjórðungi var tapið 166 milljónir en hagnaður á fjórða ársfjórðungi var 306 milljónir. Gert var ráð fyrir tapi út árið 2011 í rekstraráætlun, með batnandi afkomu jafnt og þétt á meðan starfsemi bankans næði fullum afköstum. Niðurstaðan er verulega umfram áætlanir. Lánasafn bankans óx um 76% frá júnílokum og til ársloka en útlán voru þá 13,3 milljarðar króna. Hreinar vaxtatekjur jukust enn meira eða frá því að vera neikvæðar um 45 milljónir króna á 2. ársfjórðungi yfir í að vera jákvæðar um 323 milljónir á 4. ársfjórðungi. Jafnframt varð veruleg aukning í þóknanatekjum en þær voru 72 milljónir á 2. ársfjórðungi en 563 milljónir á 4. ársfjórðungi. MP banki er vel fjármagnaður. Innlán námu alls 36,6 milljörðum króna við lok ársins 2011. Eigið fé bankans er 5,1 milljarðar og eiginfjárhlutfall bankans var 19,2% við árslok. Samkvæmt lögum skal hlutfallið vera að lágmarki 8% og er því vel yfir lögbundnum mörkum. Bankinn hefur afar sterka lausafjárstöðu. Fjármögnunarþekja (NSFR) er 274% og lausafjárþekja (LCR) yfir 1000%. Hvoru tveggja er vel umfram Basel III viðmið en þau gera ráð fyrir 100%."
Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira