Stórkostlegt sigurmark Messi gegn Atletico Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. febrúar 2012 20:00 Dani Alves fagnaði marki sínu vel í kvöld. Nordic Photos / Getty Lionel Messi var hetja Barcelona í 2-1 útisigri á Atletico Madrid. Í stöðunni 1-1 benti fátt til þess að Börsungar tryggðu sér sigur. Þá tók Argentínumaðurinn snjalli til sinna ráða og skoraði glæsilegt mark úr aukaspyrnu. Átta mínútur lifðu leiks þegar Barcelona fékk aukaspyrnu á vítateigshorninu. Lionel Messi var fljótur að hugsa. Hann sá að Courtois, markvörður Atletico, var út við nærstöng að stilla upp vegg sínum. Messi skaut hnitmiðuðu skoti upp í markvinkilinn fjær, óverjandi fyrir Courtois. Stórkostlegt mark sem verðskuldaði að tryggja Börsungum stigin þrjú. Börsungar byrjuðu leikinn betur. Messi taldi sig hafa komið gestunum yfir snemma í fyrri hálfleik en því miður fyrir hann var dæmd á hann hendi. Líklega réttur dómur en fullstrangt var gula spjaldið sem fylgdi dóminum. Nokkrum mínútum fyrir leikhléið tættu gestirnir vörn heimamanna í sundur. Messi lagði boltann á Fabregas sem sendi fyrir markið frá vinstri á Brasilíumanninn Dani Alves sem skoraði af stuttu færi. Heimamenn sóttu í sig veðrið í síðari hálfleik og uppskáru fljótlega jöfnunarmark. Þar var á ferðinni Kólumbíumaðurinn Falcao með sitt 15. mark á leiktíðinni. Falcao, sem kom til Atletico frá Porto fyrir þessa leiktíð, er markahæstur „venjulegra leikmanna" á Spáni. Knattspyrnuguðirnir Ronaldo og Messi eru sem fyrr í sérflokki þegar kemur að markaskorun þar í landi, Ronaldo með 29 mörk og Messi 28. Það var svo Messi sjálfur sem tryggði Börsungum sigur með snilld úr eigin smiðju skömmu fyrir leikslok eins og áður var fjallað um. Juanfran, bakvörður Atletico, fékk reyndar dauðafæri til þess að jafna undir lokin en Victor Valdes, hinn vanmetni markvörður Börsunga, varði vel af stuttu færi. Barcelona er tíu stigum á eftir Real Madrid í toppbaráttunni. Ýmislegt þarf að gerast til þess að Börsungar verji titil sinn en hann hefði líkast til verið úr sögunni hefði liðið tapað stigum í Madríd í kvöld. Barcelona hefur átt erfitt uppdráttar á Vicente Calderon vellinum í Madrid undanfarin ár. Til að mynda er þetta eini völlurinn sem Pep Guardiola, stjóri Barcelona, hefur þurft að sætta sig við tap oftar en einu sinni. Staðan í spænsku deildinni. Spænski boltinn Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Lionel Messi var hetja Barcelona í 2-1 útisigri á Atletico Madrid. Í stöðunni 1-1 benti fátt til þess að Börsungar tryggðu sér sigur. Þá tók Argentínumaðurinn snjalli til sinna ráða og skoraði glæsilegt mark úr aukaspyrnu. Átta mínútur lifðu leiks þegar Barcelona fékk aukaspyrnu á vítateigshorninu. Lionel Messi var fljótur að hugsa. Hann sá að Courtois, markvörður Atletico, var út við nærstöng að stilla upp vegg sínum. Messi skaut hnitmiðuðu skoti upp í markvinkilinn fjær, óverjandi fyrir Courtois. Stórkostlegt mark sem verðskuldaði að tryggja Börsungum stigin þrjú. Börsungar byrjuðu leikinn betur. Messi taldi sig hafa komið gestunum yfir snemma í fyrri hálfleik en því miður fyrir hann var dæmd á hann hendi. Líklega réttur dómur en fullstrangt var gula spjaldið sem fylgdi dóminum. Nokkrum mínútum fyrir leikhléið tættu gestirnir vörn heimamanna í sundur. Messi lagði boltann á Fabregas sem sendi fyrir markið frá vinstri á Brasilíumanninn Dani Alves sem skoraði af stuttu færi. Heimamenn sóttu í sig veðrið í síðari hálfleik og uppskáru fljótlega jöfnunarmark. Þar var á ferðinni Kólumbíumaðurinn Falcao með sitt 15. mark á leiktíðinni. Falcao, sem kom til Atletico frá Porto fyrir þessa leiktíð, er markahæstur „venjulegra leikmanna" á Spáni. Knattspyrnuguðirnir Ronaldo og Messi eru sem fyrr í sérflokki þegar kemur að markaskorun þar í landi, Ronaldo með 29 mörk og Messi 28. Það var svo Messi sjálfur sem tryggði Börsungum sigur með snilld úr eigin smiðju skömmu fyrir leikslok eins og áður var fjallað um. Juanfran, bakvörður Atletico, fékk reyndar dauðafæri til þess að jafna undir lokin en Victor Valdes, hinn vanmetni markvörður Börsunga, varði vel af stuttu færi. Barcelona er tíu stigum á eftir Real Madrid í toppbaráttunni. Ýmislegt þarf að gerast til þess að Börsungar verji titil sinn en hann hefði líkast til verið úr sögunni hefði liðið tapað stigum í Madríd í kvöld. Barcelona hefur átt erfitt uppdráttar á Vicente Calderon vellinum í Madrid undanfarin ár. Til að mynda er þetta eini völlurinn sem Pep Guardiola, stjóri Barcelona, hefur þurft að sætta sig við tap oftar en einu sinni. Staðan í spænsku deildinni.
Spænski boltinn Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira