Olía aldrei dýrari fyrir Íslendinga Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. febrúar 2012 11:08 Það er 20 krónum dýrara að fylla tankinn nú en var um áramót. Olíuverð á heimsmarkaði hefur ekki verið hærra í krónum talið en það er um þessar mundir. Olíuverð hefur hækkað nokkuð það sem af er morgni. Tunna af Brent-olíu kostaði tæpa nú 124 dali klukkan níu í morgun og hefur ekki verið dýrari í tæpa 10 mánuði, eftir því sem kemur fram í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka. Greining segir að vaxandi spenna á milli Írans og vesturveldanna sem hækki olíuverð að þessu sinni, sem aftur megi rekja til þeirrar ákvörðunar Evrópusambandsins seint í janúar síðastliðnum að leggja bann á innflutning á olíu frá Íran frá og með næsta sumri. Tunnan af Brent-olíu hafi hækkað um 14% frá þeim tíma. Aðrir stórir kaupendur olíu frá Íran, t.d. Japan og Kína, hafi einnig áform um að snúa sér annað með hluta olíukaupa sinna, sem auki við verðþrýstinginn á Brent-olíuna. Miðað við núverandi gengi bandaríkjadals gagnvart krónunni kostar Brent-olía nú um 15.400 krónur hver tunna á erlendum markaði, segir í Morgunkorni Íslandsbanka. Til samanburðar hafi verðið í krónum verið rúmlega 13.200 krónur á tunnuna um síðustu áramót, og um áramótin 2010/2011 hafi hún verið á rúmlega 10.800 krónur. Jafngildi þetta því að tunnan hafi hækkað um rúm 16% frá ármótum í krónum talið og um 42% frá áramótunum þar á undan. Sé því ekki að undra að verð á eldsneyti hafi hækkað hér á landi.Bensínverð rúmum 20 krónum hærra en um áramót Algengt verð á lítra af 95 oktana bensíni í sjálfsafgreiðslu er nú 252,9 kr. en var 229,9 kr. um síðustu áramót og um áramótin 2010/2011 var verðið á 208,2 krónur. Hefur því hækkunin verið minni á verði á bensínlítranum en sé tekið mið af tunnunni af Brent-olíu. Ýmsar skýringar kunna að vera á þessu. Þannig fylgist verð á hráolíu og unnum afurðum ekki alltaf nákvæmlega að til skemmri tíma litið, auk þess sem hluti opinberrar álagningar á eldsneyti hér á landi felst í krónugjöldum sem ekki hækka í hlutfalli við hækkun innkaupsverðs. Þar sem eldsneyti vegur tæplega 6% af vísitölu neysluverðs hefur þessi þróun sett sitt mark á verðbólguþróun hér landi. Greining Íslandsbanka segir að eldsneytishækkunin ein og sér hafi hækkað vísitölu neysluverðs um 0,3% í janúarmánuði, á sama tíma og vísitala neysluverðs hafi í heild hækkað um 0,29%. Vísitalan hefði því verið óbreytt í janúar ef eldsneytishækkunin hefði ekki komið til. Séu þá ótalin þau óbeinu áhrif sem skapist af hærri flutnings- og framleiðslukostnaði. Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Olíuverð á heimsmarkaði hefur ekki verið hærra í krónum talið en það er um þessar mundir. Olíuverð hefur hækkað nokkuð það sem af er morgni. Tunna af Brent-olíu kostaði tæpa nú 124 dali klukkan níu í morgun og hefur ekki verið dýrari í tæpa 10 mánuði, eftir því sem kemur fram í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka. Greining segir að vaxandi spenna á milli Írans og vesturveldanna sem hækki olíuverð að þessu sinni, sem aftur megi rekja til þeirrar ákvörðunar Evrópusambandsins seint í janúar síðastliðnum að leggja bann á innflutning á olíu frá Íran frá og með næsta sumri. Tunnan af Brent-olíu hafi hækkað um 14% frá þeim tíma. Aðrir stórir kaupendur olíu frá Íran, t.d. Japan og Kína, hafi einnig áform um að snúa sér annað með hluta olíukaupa sinna, sem auki við verðþrýstinginn á Brent-olíuna. Miðað við núverandi gengi bandaríkjadals gagnvart krónunni kostar Brent-olía nú um 15.400 krónur hver tunna á erlendum markaði, segir í Morgunkorni Íslandsbanka. Til samanburðar hafi verðið í krónum verið rúmlega 13.200 krónur á tunnuna um síðustu áramót, og um áramótin 2010/2011 hafi hún verið á rúmlega 10.800 krónur. Jafngildi þetta því að tunnan hafi hækkað um rúm 16% frá ármótum í krónum talið og um 42% frá áramótunum þar á undan. Sé því ekki að undra að verð á eldsneyti hafi hækkað hér á landi.Bensínverð rúmum 20 krónum hærra en um áramót Algengt verð á lítra af 95 oktana bensíni í sjálfsafgreiðslu er nú 252,9 kr. en var 229,9 kr. um síðustu áramót og um áramótin 2010/2011 var verðið á 208,2 krónur. Hefur því hækkunin verið minni á verði á bensínlítranum en sé tekið mið af tunnunni af Brent-olíu. Ýmsar skýringar kunna að vera á þessu. Þannig fylgist verð á hráolíu og unnum afurðum ekki alltaf nákvæmlega að til skemmri tíma litið, auk þess sem hluti opinberrar álagningar á eldsneyti hér á landi felst í krónugjöldum sem ekki hækka í hlutfalli við hækkun innkaupsverðs. Þar sem eldsneyti vegur tæplega 6% af vísitölu neysluverðs hefur þessi þróun sett sitt mark á verðbólguþróun hér landi. Greining Íslandsbanka segir að eldsneytishækkunin ein og sér hafi hækkað vísitölu neysluverðs um 0,3% í janúarmánuði, á sama tíma og vísitala neysluverðs hafi í heild hækkað um 0,29%. Vísitalan hefði því verið óbreytt í janúar ef eldsneytishækkunin hefði ekki komið til. Séu þá ótalin þau óbeinu áhrif sem skapist af hærri flutnings- og framleiðslukostnaði.
Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira