Fótbolti

Rossi segir umboðsmanni sínum að hætta að ljúga

Ítalski framherjinn Giuseppe Rossi er ekki alls kostar sáttur við umboðsmann sinn þessa dagana. Sá hefur verið að gefa það út að leikmaðurinn vilji fara frá Villarreal en það ku ekki vera satt.

Rossi hefur lengi verið afar eftirsóttur leikmaður og það hefur ekkert breyst. Þrátt fyrir það er leikmaðurinn ánægður í herbúðum Villarreal en er ekki eins ánægður með umbann sinn.

"Umbinn minn er duglegur að tala og ég er reiður út í hann fyrir sum ummæli sem hann hefur látið falla. Þau eru einfaldlega ekki sönn," sagði Rossi.

"Nú þarf að hreinsa loftið og ég þarf að gera honum alveg ljóst að ég vilji ekki fara neitt. Þetta félag er mér eins og önnur fjölskylda. Ég hef engan áhuga á því að fara annað."

Rossi hefur skorað 54 mörk í 136 leikjum fyrir liðið en hann kom þangað frá Man. Utd árið 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×