KR vann Val í framlengingu - Prosser með 18 stig á síðustu 15 mínútunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2012 21:04 Erica Prosser og :Þórunn Bjarnadóttir léku vel í kvöld. Mynd/Stefán KR endaði fimm leikja taphrinu sína og komst aftur upp í 4. sætið í Iceland Express deild kvenna með sjö stiga sigri á Val, 78-71, í æsispennandi framlengdum leik í DHL-höllinni í kvöld. Valskonur mættu í leikinn á mikilli siglingu en eftir þetta tap hafa vonir liðsins um sæti í úrslitakeppninni veikst mikið. KR vann þarna sinn fyrsta leik síðan að Finnur Freyr Stefánsson tók við liðinu af Ara Gunnarssyni en KR-liðið var búið að tapa tveimur fyrstu leikjunum undir hans stjórn. KR-liðið getur þakkað bandaríska bakverðinum Ericu Prosser fyrir sigurinn því hún skoraði 18 af 28 stigum sínum í fjórða leikhluta og framlengingu. Valsliðið lék án bandaríska leikstjórnandans Melissu Leichlitner sem meiddist í fyrri hálfleik í sigrinum á haukum á sunnudaginn. KR var áfram án Bryndísar Guðmundsdóttur sem hefur misst af síðustu leikjum liðsins. Valskonur byrjuðu aðeins betur og komust í 4-0, 6-2 og 13-9 en KR-konur voru komnar einu stigi yfir fyrir lok fyrsta leikhluta, 16-15. Leikurinn var jafn í öðrum leikhluta þar sem liðin skiptust á því að hafa forystuna og náði aldrei meira en þriggja stiga forskoti. Valur var síðan einu stigi yfir í hálfleik, 36-35. Hafrún Hálfdánadóttir skoraði 13 stig fyrir KR-liðið í fyrri hálfleiknum og Sigrún Ámundadóttir var með 8 stig en María Ben Erlingsdóttir var stigahæst hjá Val með 8 stig og Lacey Simpson skoraði 7 stig. KR-liðið byrjaði seinni hálfleikinn vel og komst í 43-38 en Valskonur svöruðu með átta stigum í röð og náðu aftur forystunni. Leikurinn hélst áfram jafn en Valur var einu stigi yfir fyrir lokaleikhlutann, 50-49. Valur náði fimm stiga forskoti í upphafi fjórða leikhlutans og komst síðan sjö stigum yfir, 63-56, þegar leikhlutinn var hálfnaður. Erica Prosser hélt KR inn í leiknum með því að skora 10 stig á fyrstu sex mínútum leikhlutans. KR jafnaði metin í 63-63 og Erica Prosser kom KR-liðinu síðan yfir í 64-63 en hún var þá búin að skora 13 stig í leikhlutanum og koma að öllum körfum liðsins. Kristrún Sigurjónsdóttir kom Val aftur yfir en það var síðan Hafrún Hálfdánardóttir sem sá til þess að leikurinn fór í framlengingu með því að hitta úr öðru víta sinna í blálokin. KR-liðið var síðan mun sterkara í framlenginunni, vann hana 13-6 og fangaði gríðarlega mikilvægum sigri, 78-71.KR-Valur 78-71 (16-15, 19-21, 14-14, 16-15, 13-6)KR: Erica Prosser 28/5 fráköst/6 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 19/5 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 14, Margrét Kara Sturludóttir 12/9 fráköst, Anna María Ævarsdóttir 5/4 fráköst.Valur: Lacey Katrice Simpson 19/10 fráköst/5 stolnir/6 varin skot, Þórunn Bjarnadóttir 15, María Ben Erlingsdóttir 11/10 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 8/7 fráköst, Signý Hermannsdóttir 6, Kristrún Sigurjónsdóttir 6/5 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 4, Hallveig Jónsdóttir 2. Dominos-deild kvenna Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Sjá meira
KR endaði fimm leikja taphrinu sína og komst aftur upp í 4. sætið í Iceland Express deild kvenna með sjö stiga sigri á Val, 78-71, í æsispennandi framlengdum leik í DHL-höllinni í kvöld. Valskonur mættu í leikinn á mikilli siglingu en eftir þetta tap hafa vonir liðsins um sæti í úrslitakeppninni veikst mikið. KR vann þarna sinn fyrsta leik síðan að Finnur Freyr Stefánsson tók við liðinu af Ara Gunnarssyni en KR-liðið var búið að tapa tveimur fyrstu leikjunum undir hans stjórn. KR-liðið getur þakkað bandaríska bakverðinum Ericu Prosser fyrir sigurinn því hún skoraði 18 af 28 stigum sínum í fjórða leikhluta og framlengingu. Valsliðið lék án bandaríska leikstjórnandans Melissu Leichlitner sem meiddist í fyrri hálfleik í sigrinum á haukum á sunnudaginn. KR var áfram án Bryndísar Guðmundsdóttur sem hefur misst af síðustu leikjum liðsins. Valskonur byrjuðu aðeins betur og komust í 4-0, 6-2 og 13-9 en KR-konur voru komnar einu stigi yfir fyrir lok fyrsta leikhluta, 16-15. Leikurinn var jafn í öðrum leikhluta þar sem liðin skiptust á því að hafa forystuna og náði aldrei meira en þriggja stiga forskoti. Valur var síðan einu stigi yfir í hálfleik, 36-35. Hafrún Hálfdánadóttir skoraði 13 stig fyrir KR-liðið í fyrri hálfleiknum og Sigrún Ámundadóttir var með 8 stig en María Ben Erlingsdóttir var stigahæst hjá Val með 8 stig og Lacey Simpson skoraði 7 stig. KR-liðið byrjaði seinni hálfleikinn vel og komst í 43-38 en Valskonur svöruðu með átta stigum í röð og náðu aftur forystunni. Leikurinn hélst áfram jafn en Valur var einu stigi yfir fyrir lokaleikhlutann, 50-49. Valur náði fimm stiga forskoti í upphafi fjórða leikhlutans og komst síðan sjö stigum yfir, 63-56, þegar leikhlutinn var hálfnaður. Erica Prosser hélt KR inn í leiknum með því að skora 10 stig á fyrstu sex mínútum leikhlutans. KR jafnaði metin í 63-63 og Erica Prosser kom KR-liðinu síðan yfir í 64-63 en hún var þá búin að skora 13 stig í leikhlutanum og koma að öllum körfum liðsins. Kristrún Sigurjónsdóttir kom Val aftur yfir en það var síðan Hafrún Hálfdánardóttir sem sá til þess að leikurinn fór í framlengingu með því að hitta úr öðru víta sinna í blálokin. KR-liðið var síðan mun sterkara í framlenginunni, vann hana 13-6 og fangaði gríðarlega mikilvægum sigri, 78-71.KR-Valur 78-71 (16-15, 19-21, 14-14, 16-15, 13-6)KR: Erica Prosser 28/5 fráköst/6 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 19/5 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 14, Margrét Kara Sturludóttir 12/9 fráköst, Anna María Ævarsdóttir 5/4 fráköst.Valur: Lacey Katrice Simpson 19/10 fráköst/5 stolnir/6 varin skot, Þórunn Bjarnadóttir 15, María Ben Erlingsdóttir 11/10 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 8/7 fráköst, Signý Hermannsdóttir 6, Kristrún Sigurjónsdóttir 6/5 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 4, Hallveig Jónsdóttir 2.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Sjá meira