Fótbolti

Real Madrid vill ekki lána völlinn sinn fyrir bikarúrslitaleikinn

Real vill ekki lána völlinn sinn glæsilega.
Real vill ekki lána völlinn sinn glæsilega.
Borgarstjórinn í Bilbao, Inaki Azkuna, er á því að alla auðmýkt vanti í stjórnendur Real Madrid sem hafa neitað að halda bikarúrslitaleikinn á Spáni. Hann er á milli Barcelona og Athletic Bilbao.

Bæði félög stungu upp á leikvangi Real Madrid, Santiago Bernabeau, því hann er miðsvæðis og tekur við miklum fjölda áhorfenda.

Real hafnaði því að halda leiknum á þeim forsendum að viðgerðir væru áætlaðar á sama tíma.

"Þetta er til skammar. Þeir segjast ekki geta haldið leikinn því það þurfi að laga salernin eða álíka. Það er eitthvað meira á bak við þessa ákvörðun. Félagið sýndi engan metnað fyrir því að vera með leikinn," sagði Azkuna brjálaður.

Fyrrum forseti Real, Ramon Calderon, sagði á dögunum að það væri fyrir neðan virðingu félagsins að halda leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×