Fótbolti

PSG gæti keypt Xavi fyrir 13,4 milljarða | Klausa í samningnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Xavi og Lionel Messi fagna marki saman.
Xavi og Lionel Messi fagna marki saman. Mynd/Nordic Photos/Getty
Franska félagið Paris Saint-Germain hefur mikinn áhuga á að fá til sín spænska miðjumanninn Xavi og spænska blaðið AS hefur heimildir fyrir því að Frakkarnir séu tilbúnir að borga 80 milljónir evra fyrir þennan frábæra miðjumann Barca og spænska landsliðsins.

Xavi er með samning við Barcelona til ársins 2014 en í honum er klausa sem heimilar öllum liðum að kaupa upp samninginn fyrir 80 milljónir evra sem eru 13,4 milljarðar íslenskra króna.

Xavi Hernandez sem er orðinn 32 ára en hann hefur spilað allan ferill sinn með Barcelona og á að baki yfir 400 leiki fyrir félagið. Xavi byrjaði að æfa hjá Barca þegar hann var aðeins ellefu ára gamall.

Xavi á kost á því að framlengja samning sinn til ársins 2016 en er eins og fleiri hjá félaginu að bíða eftir því hvort Pep Guardiola verði áfram þjálfari Barcelona-liðsins.

Það er samt erfitt að sjá Xavi yfirgefa Barcelona eftir 21 ár ekki síst þar sem að liðið er áfram líklegt til afreka á næstu árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×