Ríkissjóður verður af milljörðum JMG skrifar 17. mars 2012 18:37 Ríkissjóður verður af milljörðum króna vegna kostnaðar bankanna af gengislánadómi Hæstaréttar. Samkvæmt ársreikningum tveggja stóru bankanna er lækkaður tekjuskattur yfir tíu milljarðar króna. Arion Banki gaf út ársreikning sinn á fimmtudaginn, samkvæmt honum var afkoma bankans jákvæð um rúma ellefu milljarða á árinu 2011. Landsbankinn fylgdi í kjölfarið með ársreikning sinn í gær og nam hagnaður hans 16,9 milljörðum. Dómur hæstaréttar frá 15. febrúar síðastliðnum setur hins vegar umtalsvert skarð í reikninga bankanna, en þeir hafa nú áætlað kostnað við endurútreikninga lána vegna dómsins með hliðsjón af sviðsmyndum Fjármálaeftirlitsins. Þó svo að dómur Hæstaréttar hafi verið góðar fréttir fyrir bókhald margra heimila í landinu hefur hann umtalsvert áhrif á bókhald ríkisins því lækkun hagnaðar hjá bönkunum þýðir lægri tekjur ríkissjóðs í formi skatta. Þannig gerir Arion Banki ráð fyrir að kostnaður hans vegna dómsins sé 13,8 milljarðar króna og lækkar því tekjuskattur bankans um 2,8 milljarða króna. Upphæðin er umtalsvert hærri hjá Landsbankanum þar sem kostnaður hans vegna dómsins er tæpir 39 milljarðar króna og lækkar því tekjuskattur hans um 7,6 milljarða króna. Samtals mun ríkissjóðir því verða af um meira en tíu milljörðurm króna í skatttekjur en til samanburðar er það jafn mikið og ríkið leggur í rekstur Háskóla Íslands á einu ári. Ekki er þó um endanlegan útreikning á kostnaði vegna lánanna að ræða, þar sem enn er þörf á fleiri dómum til að skera endanlega úr um fordæmisgildi Hæstaréttardómsins. Það kann því að vera að niðurstaðan breytist og mun munurinn þá verða tekjufærður í næsta ársreikningi bankanna.Það er hins vegar ljóst ríkið verður af milljarða tekjum vegna ólögmætra gengislána. Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Ríkissjóður verður af milljörðum króna vegna kostnaðar bankanna af gengislánadómi Hæstaréttar. Samkvæmt ársreikningum tveggja stóru bankanna er lækkaður tekjuskattur yfir tíu milljarðar króna. Arion Banki gaf út ársreikning sinn á fimmtudaginn, samkvæmt honum var afkoma bankans jákvæð um rúma ellefu milljarða á árinu 2011. Landsbankinn fylgdi í kjölfarið með ársreikning sinn í gær og nam hagnaður hans 16,9 milljörðum. Dómur hæstaréttar frá 15. febrúar síðastliðnum setur hins vegar umtalsvert skarð í reikninga bankanna, en þeir hafa nú áætlað kostnað við endurútreikninga lána vegna dómsins með hliðsjón af sviðsmyndum Fjármálaeftirlitsins. Þó svo að dómur Hæstaréttar hafi verið góðar fréttir fyrir bókhald margra heimila í landinu hefur hann umtalsvert áhrif á bókhald ríkisins því lækkun hagnaðar hjá bönkunum þýðir lægri tekjur ríkissjóðs í formi skatta. Þannig gerir Arion Banki ráð fyrir að kostnaður hans vegna dómsins sé 13,8 milljarðar króna og lækkar því tekjuskattur bankans um 2,8 milljarða króna. Upphæðin er umtalsvert hærri hjá Landsbankanum þar sem kostnaður hans vegna dómsins er tæpir 39 milljarðar króna og lækkar því tekjuskattur hans um 7,6 milljarða króna. Samtals mun ríkissjóðir því verða af um meira en tíu milljörðurm króna í skatttekjur en til samanburðar er það jafn mikið og ríkið leggur í rekstur Háskóla Íslands á einu ári. Ekki er þó um endanlegan útreikning á kostnaði vegna lánanna að ræða, þar sem enn er þörf á fleiri dómum til að skera endanlega úr um fordæmisgildi Hæstaréttardómsins. Það kann því að vera að niðurstaðan breytist og mun munurinn þá verða tekjufærður í næsta ársreikningi bankanna.Það er hins vegar ljóst ríkið verður af milljarða tekjum vegna ólögmætra gengislána.
Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira